Enski boltinn

Hiddink tekur við Chelsea: Vill fá Vardy eða Berahino

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hiddink hefur mikla reynslu.
Hiddink hefur mikla reynslu. vísir/getty
Guus Hiddink vill fá nýjan framherja til liðs við Chelsea en hann mun stýra liðinu út leiktíðina. Hollendingurinn lenti í London í gær og hefur hann verið í samningaviðræðum við Roman Abramovich, eiganda Chelsea.

Hiddink var orðaður við stjórastöðuna undanfarna daga eða síðan Jose Mourinho var rekinn í síðustu viku. Hann mun þá stýra liðinu út tímabilið.

Hiddink mun vilja fá Jamie Vardy frá Leicester eða Saido Berahino frá WBA strax í janúarglugganum.

Í fjölmiðlum í Englandi kemur fram að Chelsea muni bjóða 30 milljónir punda í Vardy en Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester, hefur algjörlega útilokað að hann selji Vardy. Hiddink verður í stúkunni á Stamford Bridge í dag þegar Chelsea mætir Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×