Enski boltinn

Roman ætlar að rústa Brúnni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stamford Bridge og nágrenni.
Stamford Bridge og nágrenni. vísir/getty
Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætlar að brjóta niður Stamford Bridge og byggja nýjan og glæsilegan leikvang í staðinn.

Chelsea hefur þegar lagt inn umsókn um að fá að byggja nýjan leikvang og fá um leið að brjóta leikvanginn niður og önnur hús í nágrenninu sem tengjast rekstri vallarins.

Stamford Bridge tekur rúmlega 41 þúsund manns í sæti í dag en nýi völlurinn á að taka 60 þúsund manns í sæti.

Chelsea segir að nýi völlurinn eigi að skapa betri stemningu og að öll sætin á vellinum verði með einstöku útsýni. Má nú ekki minna vera.

Chelsea hefur spilað á Stamford Bridge síðan 1905. Völlurinn var svo tekinn í gegn upp úr 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×