Fótbolti

Balotelli dreymir um Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. vísir/getty
Þó fótboltaferill Mario Balotelli hafi verið í frjálsu falli síðustu ár er hann enn með stóra drauma.

Hann er í eigu Liverpool en í láni hjá AC Milan. Hann er frá sem stendur vegna meiðsla.

Félagi hans hjá AC Milan, markvörðurinn Diego Lopez, hefur greint frá því hvað Balotelli er að láta sig dreyma um þessa dagana.

„Hann dreymir um Real Madrid," segir Lopez en hann spilaði sjálfur með Madridingum. Lopez talar vel um Balotelli.

„Hann er ekki eins og fólk heldur að hann sé. Þetta er fínn strákur og góður leikmaður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×