Enski boltinn

Enski boltinn áfram hjá 365

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. vísir/kristinn
365 hefur náð samkomulagi við ensku úrvalsdeildina um að sýna áfram frá enska boltanum á sportrásum fyrirtækisins.

Nýi samningurinn tekur gildi næsta sumar og er til þriggja ára.

„Við erum gríðarlega ánægð með að geta boðið viðskiptavinum okkar áfram upp á þetta vinsæla efni,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365.

„Enski boltinn hefur auðvitað verið gríðarlega vinsæll hjá okkur og því er þessi samningur jákvæður fyrir okkar viðskiptavini sem og fyrir 365.“

365 hefur sýnt frá enska boltanum undanfarin níu tímabil og mun sýna áfram frá enska boltanum til 2019 hið minnsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×