Segir hlé á Schengen-samstarfinu ekki vera til umræðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2015 19:19 Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári. vísir/afp Vísir greindi frá því í morgun að ráðherrar aðildarríkja ESB myndu á morgun ræða þann möguleika hvort að gera eigi tveggja á hlé á Schengen-samstarfinu. Haft var eftir Financial Times að það yrði gert þar sem flóttamannastraumurinn hafi opinberað „alvarlega annmarka“ á grísku landamærunum sem ógni svæðinu öllu.Financial Times byggði frétt sína á minnisblaði sem lekið var til blaðsins og talið var að það yrði lagt fyrir fund ráðherranna á morgun. Aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, segir í bréfi til Vísis þennan fréttaflutning vera alrangan. Ekki standi til að ræða tímabundið hlé á samstarfinu - „enda hafa engar slíkar hugmyndir verið viðraðar af aðildarríkjunum,“ segir í bréfi aðstoðarmannsins. „Þvert á móti snýr umræðan að því hvernig megi tryggja hefðbundna og snurðulausa framkvæmd Schengen reglna og auka öryggi og vörslu á ytri landamærum svæðisins, þrátt fyrir krefjandi aðstæður.“Sjá einnig: Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Á grundvelli heimilda reglugerðar frá árinu 2006 hafa nokkur ríki innan Schengen tekið upp eftirlit á ákveðnum takmörkuðum köflum á innri landamærum sínum, „nánar tiltekið þeim köflum þar sem álagið hefur verið sem mest og öryggi telst ógnað,“ útskýrir aðstoðarmaðurinn. „Samkvæmt 26. grreinar áðurnefndrar reglugerðar má eftirlit á innri landamærum aldrei vara lengur en sex mánuði í senn, nema til komi ákvörðun ráðherraráðs ESB, að fenginni tillögu framkvæmdastjórnarinnar,“ bætir Þórdís við og segir þetta einungis eiga við í undantekningartilvikum enda geti þetta áhrif á heildarstarfsemi Schengen-svæðisins. „Á fundi ráðherra á morgun er fyrirhugað að ræða með hvaða hætti bregðast megi við því ef einstök ríki neyðast til að viðhalda tímabundnu eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði. Ekkert ríki hefur þó enn fullnýtt þann frest. Markmiðið er að búa í haginn ef aðstæður skapast í framtíðinni og að einstök ríki geti viðhaldið eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði ef hinar sérstöku og fordæmalausa aðstæður eiga við um lengri tíma,“ segir aðstoðarmaðurinn. Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári. Tengdar fréttir Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að ráðherrar aðildarríkja ESB myndu á morgun ræða þann möguleika hvort að gera eigi tveggja á hlé á Schengen-samstarfinu. Haft var eftir Financial Times að það yrði gert þar sem flóttamannastraumurinn hafi opinberað „alvarlega annmarka“ á grísku landamærunum sem ógni svæðinu öllu.Financial Times byggði frétt sína á minnisblaði sem lekið var til blaðsins og talið var að það yrði lagt fyrir fund ráðherranna á morgun. Aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, segir í bréfi til Vísis þennan fréttaflutning vera alrangan. Ekki standi til að ræða tímabundið hlé á samstarfinu - „enda hafa engar slíkar hugmyndir verið viðraðar af aðildarríkjunum,“ segir í bréfi aðstoðarmannsins. „Þvert á móti snýr umræðan að því hvernig megi tryggja hefðbundna og snurðulausa framkvæmd Schengen reglna og auka öryggi og vörslu á ytri landamærum svæðisins, þrátt fyrir krefjandi aðstæður.“Sjá einnig: Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Á grundvelli heimilda reglugerðar frá árinu 2006 hafa nokkur ríki innan Schengen tekið upp eftirlit á ákveðnum takmörkuðum köflum á innri landamærum sínum, „nánar tiltekið þeim köflum þar sem álagið hefur verið sem mest og öryggi telst ógnað,“ útskýrir aðstoðarmaðurinn. „Samkvæmt 26. grreinar áðurnefndrar reglugerðar má eftirlit á innri landamærum aldrei vara lengur en sex mánuði í senn, nema til komi ákvörðun ráðherraráðs ESB, að fenginni tillögu framkvæmdastjórnarinnar,“ bætir Þórdís við og segir þetta einungis eiga við í undantekningartilvikum enda geti þetta áhrif á heildarstarfsemi Schengen-svæðisins. „Á fundi ráðherra á morgun er fyrirhugað að ræða með hvaða hætti bregðast megi við því ef einstök ríki neyðast til að viðhalda tímabundnu eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði. Ekkert ríki hefur þó enn fullnýtt þann frest. Markmiðið er að búa í haginn ef aðstæður skapast í framtíðinni og að einstök ríki geti viðhaldið eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði ef hinar sérstöku og fordæmalausa aðstæður eiga við um lengri tíma,“ segir aðstoðarmaðurinn. Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári.
Tengdar fréttir Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44