Segir hlé á Schengen-samstarfinu ekki vera til umræðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2015 19:19 Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári. vísir/afp Vísir greindi frá því í morgun að ráðherrar aðildarríkja ESB myndu á morgun ræða þann möguleika hvort að gera eigi tveggja á hlé á Schengen-samstarfinu. Haft var eftir Financial Times að það yrði gert þar sem flóttamannastraumurinn hafi opinberað „alvarlega annmarka“ á grísku landamærunum sem ógni svæðinu öllu.Financial Times byggði frétt sína á minnisblaði sem lekið var til blaðsins og talið var að það yrði lagt fyrir fund ráðherranna á morgun. Aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, segir í bréfi til Vísis þennan fréttaflutning vera alrangan. Ekki standi til að ræða tímabundið hlé á samstarfinu - „enda hafa engar slíkar hugmyndir verið viðraðar af aðildarríkjunum,“ segir í bréfi aðstoðarmannsins. „Þvert á móti snýr umræðan að því hvernig megi tryggja hefðbundna og snurðulausa framkvæmd Schengen reglna og auka öryggi og vörslu á ytri landamærum svæðisins, þrátt fyrir krefjandi aðstæður.“Sjá einnig: Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Á grundvelli heimilda reglugerðar frá árinu 2006 hafa nokkur ríki innan Schengen tekið upp eftirlit á ákveðnum takmörkuðum köflum á innri landamærum sínum, „nánar tiltekið þeim köflum þar sem álagið hefur verið sem mest og öryggi telst ógnað,“ útskýrir aðstoðarmaðurinn. „Samkvæmt 26. grreinar áðurnefndrar reglugerðar má eftirlit á innri landamærum aldrei vara lengur en sex mánuði í senn, nema til komi ákvörðun ráðherraráðs ESB, að fenginni tillögu framkvæmdastjórnarinnar,“ bætir Þórdís við og segir þetta einungis eiga við í undantekningartilvikum enda geti þetta áhrif á heildarstarfsemi Schengen-svæðisins. „Á fundi ráðherra á morgun er fyrirhugað að ræða með hvaða hætti bregðast megi við því ef einstök ríki neyðast til að viðhalda tímabundnu eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði. Ekkert ríki hefur þó enn fullnýtt þann frest. Markmiðið er að búa í haginn ef aðstæður skapast í framtíðinni og að einstök ríki geti viðhaldið eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði ef hinar sérstöku og fordæmalausa aðstæður eiga við um lengri tíma,“ segir aðstoðarmaðurinn. Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári. Tengdar fréttir Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að ráðherrar aðildarríkja ESB myndu á morgun ræða þann möguleika hvort að gera eigi tveggja á hlé á Schengen-samstarfinu. Haft var eftir Financial Times að það yrði gert þar sem flóttamannastraumurinn hafi opinberað „alvarlega annmarka“ á grísku landamærunum sem ógni svæðinu öllu.Financial Times byggði frétt sína á minnisblaði sem lekið var til blaðsins og talið var að það yrði lagt fyrir fund ráðherranna á morgun. Aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, segir í bréfi til Vísis þennan fréttaflutning vera alrangan. Ekki standi til að ræða tímabundið hlé á samstarfinu - „enda hafa engar slíkar hugmyndir verið viðraðar af aðildarríkjunum,“ segir í bréfi aðstoðarmannsins. „Þvert á móti snýr umræðan að því hvernig megi tryggja hefðbundna og snurðulausa framkvæmd Schengen reglna og auka öryggi og vörslu á ytri landamærum svæðisins, þrátt fyrir krefjandi aðstæður.“Sjá einnig: Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Á grundvelli heimilda reglugerðar frá árinu 2006 hafa nokkur ríki innan Schengen tekið upp eftirlit á ákveðnum takmörkuðum köflum á innri landamærum sínum, „nánar tiltekið þeim köflum þar sem álagið hefur verið sem mest og öryggi telst ógnað,“ útskýrir aðstoðarmaðurinn. „Samkvæmt 26. grreinar áðurnefndrar reglugerðar má eftirlit á innri landamærum aldrei vara lengur en sex mánuði í senn, nema til komi ákvörðun ráðherraráðs ESB, að fenginni tillögu framkvæmdastjórnarinnar,“ bætir Þórdís við og segir þetta einungis eiga við í undantekningartilvikum enda geti þetta áhrif á heildarstarfsemi Schengen-svæðisins. „Á fundi ráðherra á morgun er fyrirhugað að ræða með hvaða hætti bregðast megi við því ef einstök ríki neyðast til að viðhalda tímabundnu eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði. Ekkert ríki hefur þó enn fullnýtt þann frest. Markmiðið er að búa í haginn ef aðstæður skapast í framtíðinni og að einstök ríki geti viðhaldið eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði ef hinar sérstöku og fordæmalausa aðstæður eiga við um lengri tíma,“ segir aðstoðarmaðurinn. Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári.
Tengdar fréttir Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44