Innlent

Hviður komnar yfir 50 metra á sekúndu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Veðurmælar sýna hviður á bilinu 50-60 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum.
Veðurmælar sýna hviður á bilinu 50-60 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum. Vísir
Vindhviður undir Eyjafjöllum eru komnar yfir fimmtíu metra á sekúndu og minnst ein mæling sýnir hviðu fara yfir sextíu metra. Þetta sýnir veðurmælir á vef Vegagerðarinnar.

Veðurmælir við Hvamm undir Eyjafjöllum sýnir eina hviðuna hafa farið yfir 60 metra á sekúndu. Annar mælir á Steinum, einnig undir Eyjafjöllum, sýnir nokkrar hviður upp undir 50 metra.

Búið er að lýsa yfir hættustigi á Suðurlandi vegna óveðursins en óvissustig er í öðrum landshlutum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×