Innlent

Engin þörf á brynvörðum bíl

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Parið ku eftir atvikum vera í góðu yfirlæti að Lambafelli.
Parið ku eftir atvikum vera í góðu yfirlæti að Lambafelli. Vísir/Vilhelm
Ekkert verður af því að brynvarinn bíll verður sendur að gistiheimili við Lambafell undir Eyjafjöllum þar sem talið var í fyrstu að karlmaður, sem síðar kom í ljós að var par, væri í sjálfheldu. Samband rofnaði við þau en maðurinn er starfsmaður á gistiheimilinu og var kærasta hans í heimsókn. Nú hefur komið í ljós að parið er í góðu yfirlæti og ekki hætta á ferðum. „Þau hringdu inn og sögðu okkur frá því að hluti af þakinu væri farið af húsinu,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Í kjölfarið hafi samband rofnað við fólkið og lítið vitað um stöðuna. Því hafi verið tekin ákvörðun um að kalla eftir brynvarða bílnum úr Skaftafelli. Aðstoð hans hefur verið afturkölluð.„Við heyrðum í honum núna og þau eru bara í rólegheitum, komin í gott skjól. Þau fá heimsókn frá okkur á morgun þegar veðrið lagast.“Aðalsteinn Gíslason, sem rekur gistiheimilið að Lambafelli, segir enga gesti hafa verið á hótelinu. Þau hafi fyrr í dag hringt í alla sem áttu bókaða gistingu og látið þau vita af veðurspám. Allir hafi fengið endurgreitt.Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.