Innlent

Þrír á gjörgæslu eftir áreksturinn í Straumsvík

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki var hálka á slysstaðnum, en málið er í rannsókn hjá lögreglu.
Ekki var hálka á slysstaðnum, en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Mynd/Vini Abazi
Þrír eru á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi eftir harðan árekstur sem varð á Reykjanesbrautinni við álverið í Straumsvík um hádegisbil í dag.

Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans, segir í samtali við Vísi að fólkið sé með hugsanlega innvortis áverka og beinbrot. Alls voru fjórir fluttir á slysadeild, en sá fjórði minna slasaður.

Að sögn Sævars Guðmundssonar, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, voru þrír í öðrum bílnum og einn í hinum.

Slysið varð þegar tveir bílar rákust saman eftir að hafa komið úr gagnstæðri átt og annar farið yfir á hinn vegarhelminginn.

Ekki var hálka á slysstaðnum, en málið er í rannsókn hjá lögreglu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×