Segist bera siðferðislega ábyrgð á morðum nýnasistanna í NSU Atli ísleifsson skrifar 9. desember 2015 17:16 Beate Zschäpe, sem þá var 36 ára, var handtekin þann 8. nóvember árið 2011 í heimabæ sínum Jena. Hún hefur þagað þunnu hljóði í réttarhöldunum, þar til nú. Vísir/AFP Hin þýska Beate Zschäpe hefur loks rofið þögnina eftir fjögur ár. Zschäpe er sú eina sem enn er á lífi af meðlimum NSU, hóps nýnasista sem drap tíu manns, gerði tvær sprengjuárásir og framkvæmdi fimmtán bankarán á þrettán ára tímabili í Þýskalandi. Réttarhöld yfir Zschäpe hófust í München fyrir tveimur og hálfu ári. Nýr lögmaður Zschäpe las langa yfirlýsingu frá skjólstæðingi sínum í morgun þar sem Zschäpe tjáði sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að málinu. „Mér finnst ég bera siðferðislega ábyrgð.“ Zschäpe hefur ekkert tjáð sig um málið síðan réttarhöldin hófust, en málið vakti mikinn óhug í Þýskalandi þegar það kom upp fyrir fjórum árum.Ráðlagt að þegjaÍ frétt Dagens Nyheter kemur fram að saksóknari hafi farið fram á að Zschäpe yrði dæmd til hámarksrefsingar sem hægt er að dæma samverkamenn í. Lögmenn Zschäpe hafa frá fyrsta degi réttarhaldanna ráðlagt henni að tjá sig ekki, þar sem þeir sögðu hana ekkert græða á því. Í morgun lét hún hins vegar undan og bað nýjan lögmann sinn um að lesa yfirlýsingu um þátt hennar í NSU (Nationalsocialistischer Untergrund).Samverkamennirnir Böhnhardt og Mundlos sviptu sig lífiZschäpe, sem þá var 36 ára, var handtekin þann 8. nóvember árið 2011 í heimabæ sínum Jena, fjórum dögum eftir að samverkamenn hennar – þeir Uwe Böhnhardt og Uwe Mundlos – höfðu svipt sig lífi eftir að upp komst um þá þegar þeir höfðu rænt enn einn bankann. Þrímenningarnir höfðu deilt íbúð í Zwickau, en þar fann lögregla sannanir um að þeir höfðu framið tíu morð á árunum 2000 til 2007. Þeir höfðu jafnframt rænt fimmtán banka og borið ábyrgð á tveimur sprengjuárásum. Ein árásanna var gerð í Köln, þar sem fjöldi manns særðist. Zschäpe, Böhnhardt og Mundlos höfðu horfið sporlaust árið 1998, en þá hafði lögregla í bænum Jena verið að eltast við þau um tíma vegna smærri brota.Uwe Mundlos, Beate Zschäpe og Uwe Böhnhardt.Vísir/AFPSneri sér loks að ljósmyndurumHin fertuga Zschäpe sneri sér í fyrsta sinn að ljósmyndurunum í réttarsalnum í morgun, en allt frá því að réttarhöld hófust hafði hún snúið baki í þá. Lét hún ljósmyndarana mynda sig með nýjum verjenda sínum. Verjandinn var eina og hálfa klukkustund að lesa yfirlýsingu Zschäpe þar sem greint var frá uppvaxtarárunum hennar í Jena með einstæðri og drykkfelldri móður sem aldrei gaf henni nokkurn pening. Á sínum yngri árum gerðist Zschäpe sek um nokkur minni afbrot.Átti í sambandi bæði við Mundlos og BöhnhardtÁ þessum tíma kynntist hún svo þeim Mundlos og Böhnhardt, ungum nýnasistum. Zschäpe segist fyrst hafa átt í sambandi við Mundlos, en síðar Böhnhardt. Þrímenningarnar lifðu undir fölskum nöfnum frá 1998 til 2011 þar sem þeir fjármögnuðu lífsstíl sinn á því sem þeir höfðu upp úr bankaránum.Zschäpe andlit hópsins út á viðÍ ákærunni kemur fram að Zschäpe hafi verið forsenda þess að þrímenningarnir gátu lifað því lífi sem þeir lifðu. Hún hafi verið andlit þeirra út á við og sú sem ræddi við nágrannana. Fyrsta morðið átti sér stað í Nürnberg í september 2000 þar sem Enver Simsek, fertugur blómasali, var ráðinn af dögum. Í yfirlýsingunni segir Zschäpe að hún hafi fyrst frétt af morðinu í desember sama ár. Hafi hún verið í áfalli og hótað því að tilkynna málið til lögreglu. Mundlos og Böhnhardt sögðust ætla að svipta sig lífi, ef hún myndi láta verða af því.Fórnarlömb af erlendu bergi brotinÁri síðar frömdu mennirnir tvö morð til viðbótar og sagðist Zschäpe einnig hafa verið í áfalli eftir að hafa frétt af þeim. Hún sagðist heldur ekki hafa frétt af sprengjuárásinni í Köln fyrr en síðar. Níu fyrstu fórnarlömb mannanna voru öll af erlendu bergi brotin. Tíunda fórnarlambið var lögreglumaður og segir Zschäpe að ástæðan hafi verið að þeir Mundlos og Böhnhardt vildu komast yfir skammbyssu hans. Zschäpe lagði áherslu á að hún hafi fyrst haft vitneskju um morðin eftir að þau höfðu verið framin. Hún hafi ekki haft kraft í sér til að fara til lögreglu og ekki séð neina leið til að lifa eðlilegu lífi. „Þeir þurftu ekki á mér að halda, ég þurfti á þeim að halda,“ sagði hún um þá Mundlos og Böhnhardt.Segist bera siðferðislega ábyrgð á morðunumÍ yfirlýsingunni kom fram að Zschäpe hafi gert sér grein fyrir um hverja ræddi, um leið og fréttir bárust af því að tveir menn hafi fundist látnir í húsbíl eftir misheppnað bankarán í bænum Eisenach 2011. Eftir að hafa frétt af láti þeirraMundlos og Böhnhardt kveikti Zschäpe í íbúð þeirra í Zwickau og yfirgaf borgina. Hún segist hafa tryggt að enginn hafi verið í húsinu áður en hún kveikti í. Í yfirlýsingunni barZschäpe loks um fyrirgefningu. „Mér finnst ég bera siðferðislega ábyrgð á því að hafa ekki getað komið í veg fyrir morðin.“ Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Hin þýska Beate Zschäpe hefur loks rofið þögnina eftir fjögur ár. Zschäpe er sú eina sem enn er á lífi af meðlimum NSU, hóps nýnasista sem drap tíu manns, gerði tvær sprengjuárásir og framkvæmdi fimmtán bankarán á þrettán ára tímabili í Þýskalandi. Réttarhöld yfir Zschäpe hófust í München fyrir tveimur og hálfu ári. Nýr lögmaður Zschäpe las langa yfirlýsingu frá skjólstæðingi sínum í morgun þar sem Zschäpe tjáði sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að málinu. „Mér finnst ég bera siðferðislega ábyrgð.“ Zschäpe hefur ekkert tjáð sig um málið síðan réttarhöldin hófust, en málið vakti mikinn óhug í Þýskalandi þegar það kom upp fyrir fjórum árum.Ráðlagt að þegjaÍ frétt Dagens Nyheter kemur fram að saksóknari hafi farið fram á að Zschäpe yrði dæmd til hámarksrefsingar sem hægt er að dæma samverkamenn í. Lögmenn Zschäpe hafa frá fyrsta degi réttarhaldanna ráðlagt henni að tjá sig ekki, þar sem þeir sögðu hana ekkert græða á því. Í morgun lét hún hins vegar undan og bað nýjan lögmann sinn um að lesa yfirlýsingu um þátt hennar í NSU (Nationalsocialistischer Untergrund).Samverkamennirnir Böhnhardt og Mundlos sviptu sig lífiZschäpe, sem þá var 36 ára, var handtekin þann 8. nóvember árið 2011 í heimabæ sínum Jena, fjórum dögum eftir að samverkamenn hennar – þeir Uwe Böhnhardt og Uwe Mundlos – höfðu svipt sig lífi eftir að upp komst um þá þegar þeir höfðu rænt enn einn bankann. Þrímenningarnir höfðu deilt íbúð í Zwickau, en þar fann lögregla sannanir um að þeir höfðu framið tíu morð á árunum 2000 til 2007. Þeir höfðu jafnframt rænt fimmtán banka og borið ábyrgð á tveimur sprengjuárásum. Ein árásanna var gerð í Köln, þar sem fjöldi manns særðist. Zschäpe, Böhnhardt og Mundlos höfðu horfið sporlaust árið 1998, en þá hafði lögregla í bænum Jena verið að eltast við þau um tíma vegna smærri brota.Uwe Mundlos, Beate Zschäpe og Uwe Böhnhardt.Vísir/AFPSneri sér loks að ljósmyndurumHin fertuga Zschäpe sneri sér í fyrsta sinn að ljósmyndurunum í réttarsalnum í morgun, en allt frá því að réttarhöld hófust hafði hún snúið baki í þá. Lét hún ljósmyndarana mynda sig með nýjum verjenda sínum. Verjandinn var eina og hálfa klukkustund að lesa yfirlýsingu Zschäpe þar sem greint var frá uppvaxtarárunum hennar í Jena með einstæðri og drykkfelldri móður sem aldrei gaf henni nokkurn pening. Á sínum yngri árum gerðist Zschäpe sek um nokkur minni afbrot.Átti í sambandi bæði við Mundlos og BöhnhardtÁ þessum tíma kynntist hún svo þeim Mundlos og Böhnhardt, ungum nýnasistum. Zschäpe segist fyrst hafa átt í sambandi við Mundlos, en síðar Böhnhardt. Þrímenningarnar lifðu undir fölskum nöfnum frá 1998 til 2011 þar sem þeir fjármögnuðu lífsstíl sinn á því sem þeir höfðu upp úr bankaránum.Zschäpe andlit hópsins út á viðÍ ákærunni kemur fram að Zschäpe hafi verið forsenda þess að þrímenningarnir gátu lifað því lífi sem þeir lifðu. Hún hafi verið andlit þeirra út á við og sú sem ræddi við nágrannana. Fyrsta morðið átti sér stað í Nürnberg í september 2000 þar sem Enver Simsek, fertugur blómasali, var ráðinn af dögum. Í yfirlýsingunni segir Zschäpe að hún hafi fyrst frétt af morðinu í desember sama ár. Hafi hún verið í áfalli og hótað því að tilkynna málið til lögreglu. Mundlos og Böhnhardt sögðust ætla að svipta sig lífi, ef hún myndi láta verða af því.Fórnarlömb af erlendu bergi brotinÁri síðar frömdu mennirnir tvö morð til viðbótar og sagðist Zschäpe einnig hafa verið í áfalli eftir að hafa frétt af þeim. Hún sagðist heldur ekki hafa frétt af sprengjuárásinni í Köln fyrr en síðar. Níu fyrstu fórnarlömb mannanna voru öll af erlendu bergi brotin. Tíunda fórnarlambið var lögreglumaður og segir Zschäpe að ástæðan hafi verið að þeir Mundlos og Böhnhardt vildu komast yfir skammbyssu hans. Zschäpe lagði áherslu á að hún hafi fyrst haft vitneskju um morðin eftir að þau höfðu verið framin. Hún hafi ekki haft kraft í sér til að fara til lögreglu og ekki séð neina leið til að lifa eðlilegu lífi. „Þeir þurftu ekki á mér að halda, ég þurfti á þeim að halda,“ sagði hún um þá Mundlos og Böhnhardt.Segist bera siðferðislega ábyrgð á morðunumÍ yfirlýsingunni kom fram að Zschäpe hafi gert sér grein fyrir um hverja ræddi, um leið og fréttir bárust af því að tveir menn hafi fundist látnir í húsbíl eftir misheppnað bankarán í bænum Eisenach 2011. Eftir að hafa frétt af láti þeirraMundlos og Böhnhardt kveikti Zschäpe í íbúð þeirra í Zwickau og yfirgaf borgina. Hún segist hafa tryggt að enginn hafi verið í húsinu áður en hún kveikti í. Í yfirlýsingunni barZschäpe loks um fyrirgefningu. „Mér finnst ég bera siðferðislega ábyrgð á því að hafa ekki getað komið í veg fyrir morðin.“
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira