48 klukkustundum frá stríði í Sýrlandi? Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 22:38 Munu Bretar bætast í hóp þjóða sem varpa sprengjum á Sýrlendinga? Vísir/EPA David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að neðri deild þingsins muni kjósa á miðvikudag um hvort Bretar taki þátt í loftárásum gegn meðlimum Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Bretar hafa til þessa varpað sprengjum í Írak og óskar Cameron eftir því að umboðið verði aukið – „til að svara kalli vinaþjóða okkar og vinnum með þeim því Íslamska ríkið er ógn við land okkar og það er það rétta í stöðunni,“ lét hann hafa eftir sér. Forsætisráðherrann ákvað að ganga til kosninga í kjölfar ákvörðunar Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, um að leyfa þingmönnum sínum að kjósa eftir eigin sannfæringu í málinu. Cameron segir að hann finni fyrir auknum stuðningi við loftárásir í þingsalnum og að þær séu það rétta í stöðunni – þegar hagsmunir bresku þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi. Corbyn mótmælti ákvörðun Camerons í dag á þeim forsendum að kosningar færu fram eftir einungis eins dags umræður í þinginu. Hann hefði heldur viljað að þær stæðu yfir í tvo daga í ljósi þess að það væri farið „að kvarnast úr“ málflutningi forsætisráðherrans sem ætti að „hætta að ana út í stríð.“ Cameron vísaði þessari gangrýni á bug og sagði að umræðurnar yrðu yfirgripsmiklar. „Við munum sjá til þess að jafn margar spurningar um málið og hefðu verið bornar upp á tveimur dögum rati í eins dags umræður,“ sagði forsætisráðherrann. „Ég vil að þingmenn einbeiti sér að fullu, flytji ræður, komi með athugasemdir, spyrji spurninga og grandskoði málflutning ríkisstjórnarinnar,“ bætti Cameron við. Hann hefur áður sagt að hann myndi ekki fara fram á slíka atkvæðagreiðslu í þinginu ef það væri ekki fyrir þá staðföstu trú hans að hann myndi sigra kosninguna. Þó er nokkur andstaða við aukinn stríðsrekstur í röðum hans eigin röðum, það er meðal þingmanna Íhaldsflokksins, og þvi er ljóst að hann þarf að reiða sig á stuðning annarra flokka svo sigurinn hafist. Þann stuðning ætlar Cameron sér að sækja til Verkamannaflokksins eftir að forystusveit flokksins ákvað að leyfa þingmönnum hans að kjósa eftir eigin sannfæringu – þrátt fyrir að leiðtogi Verkamannaflokksins, fyrrnefndur Corbyn, sé mikill andstæðingur hvers kyns hernarðarbrölts. Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að neðri deild þingsins muni kjósa á miðvikudag um hvort Bretar taki þátt í loftárásum gegn meðlimum Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Bretar hafa til þessa varpað sprengjum í Írak og óskar Cameron eftir því að umboðið verði aukið – „til að svara kalli vinaþjóða okkar og vinnum með þeim því Íslamska ríkið er ógn við land okkar og það er það rétta í stöðunni,“ lét hann hafa eftir sér. Forsætisráðherrann ákvað að ganga til kosninga í kjölfar ákvörðunar Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, um að leyfa þingmönnum sínum að kjósa eftir eigin sannfæringu í málinu. Cameron segir að hann finni fyrir auknum stuðningi við loftárásir í þingsalnum og að þær séu það rétta í stöðunni – þegar hagsmunir bresku þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi. Corbyn mótmælti ákvörðun Camerons í dag á þeim forsendum að kosningar færu fram eftir einungis eins dags umræður í þinginu. Hann hefði heldur viljað að þær stæðu yfir í tvo daga í ljósi þess að það væri farið „að kvarnast úr“ málflutningi forsætisráðherrans sem ætti að „hætta að ana út í stríð.“ Cameron vísaði þessari gangrýni á bug og sagði að umræðurnar yrðu yfirgripsmiklar. „Við munum sjá til þess að jafn margar spurningar um málið og hefðu verið bornar upp á tveimur dögum rati í eins dags umræður,“ sagði forsætisráðherrann. „Ég vil að þingmenn einbeiti sér að fullu, flytji ræður, komi með athugasemdir, spyrji spurninga og grandskoði málflutning ríkisstjórnarinnar,“ bætti Cameron við. Hann hefur áður sagt að hann myndi ekki fara fram á slíka atkvæðagreiðslu í þinginu ef það væri ekki fyrir þá staðföstu trú hans að hann myndi sigra kosninguna. Þó er nokkur andstaða við aukinn stríðsrekstur í röðum hans eigin röðum, það er meðal þingmanna Íhaldsflokksins, og þvi er ljóst að hann þarf að reiða sig á stuðning annarra flokka svo sigurinn hafist. Þann stuðning ætlar Cameron sér að sækja til Verkamannaflokksins eftir að forystusveit flokksins ákvað að leyfa þingmönnum hans að kjósa eftir eigin sannfæringu – þrátt fyrir að leiðtogi Verkamannaflokksins, fyrrnefndur Corbyn, sé mikill andstæðingur hvers kyns hernarðarbrölts.
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira