Fótbolti

Lið Kristins byrjar vel | Skoraði eftir 10 sekúndur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Columbus fagna fyrra marki sínu.
Leikmenn Columbus fagna fyrra marki sínu. Vísir/Getty
Columbus Crew, lið Kristins Steindórssonar, er í góðri stöðu eftir fyrri leikinn í úrslitarimmu Austurdeildar bandarísku MLS-deildarinnar.

Columbus vann 2-0 sigur á New York Red Bulls en mörk liðsins skoruðu Justin Meram og Kei Kamara. Kristinn er að koma til baka eftir meiðsli og var ekki í leikmannahópi liðsins.

Mark Meram kom eftir aðeins tíu sekúndur en Meram afgreiddi sendingu Ethan Finley af mikilli yfirvegun. Kamara tryggði svo endanlega sigurinn með marki af stutttu færi.

Síðari leikur liðanna fer fram í New Jersey um næstu helgi. Portland Timbers og FC Dallas eigast við í úrslitum Vesturdeildarinnar en úrslitaleikur deildarinnar, MLS Cup, fer fram 6. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×