Prófessor segir orð forsetans hafa leitt til sundrungar á meðal þjóðarinnar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. nóvember 2015 12:00 Ólafur Ragnar hefur sagt að Íslendingar þurfi nú að horfast í augu við að innan raða öfgafullra múslima sé hópur sem sé tilbúinn til að drepa þá sem ekki gangist undir lífsýn hans. Vísir/Anton Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópumálum, segir að ummæli forseta Íslands í kjölfar hryðjuverkanna í París á dögunum hafi frekar leitt til sundrungar á meðal íslensku þjóðarinnar en sameiningar. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur í kjölfar árásanna þar sem um 130 létu lífið og hundruð særðust, sagt að Íslendingar þurfi nú að horfast í augu við að innan raða öfgafullra múslima sé hópur sem sé tilbúinn til að drepa þá sem ekki gangist undir lífsýn hans. Baldur veltir því upp hvort Ólafur Ragnar ætli sér að bjóða fram að nýju.Vísir/Valli Forsetinn hefur einnig vísað til orða forsætisráðherra Svía sem sagði að þar á bæ hafi menn mögulega verið barnalegir gagnvart ógninni frá öfgamönnum. Þá geldur hann varhug við tilraunum Sádí Araba um að styrkja félög múslima hér á landi fjárhagslega og hann hefur einnig velt því upp hvort Ísland eigi að vera áfram inn í Schengen. „Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar. Og á stundum sem þessum hljótum við að velta fyrir okkur hlutverki forsetaembættisins,“ segir Baldur. Hann segir að orð forsetans hafi fallið í mjög grýttan jarðveg og leitt til mikillar umræðu í samfélaginu. „Margir eru ekki sáttir við þau og það er þá spurningin: er það þetta sem við þurfum á að halda frekar en samstöðu og samvinnu og lausnum á því hvernig við verjumst á sem skipulagðasta og besta hátt hugsanlegri hryðjuverkaógn,“ segir Baldur.Lögreglan í Frakklandi réðist til atlögu gegn öfgahópum á 150 stöðum víðsvegar um landið í kjölfar árásanna í París.Vísir/AFPÍ pistli á Facebook í gær velti Baldur því upp hvort þessi orðræða forsetans sé merki um að hann ætli sér að bjóða fram að nýju í næstu forsetakosningum. „Þess vegna held ég það megi velta því upp hvort hann sé að nota tækifærið núna og það er náttúrulega einfaldasta lausnin fyrir stjórnmálamenn að nota svona einfalda og beinskeytta orðræðu til þess að ná fjöldafylgi,“ segir hann. Ólafur Ragnar hefur einnig sagt að Schengen landamærakerfið hafi brugðist í aðdraganda árásanna og að eðlilegt sé að Íslendingar velti áframhaldandi þátttöku í því fyrir sér. „Það er mikið rætt um Schengen og lögreglusamstarf um alla Evrópu en þar tala flestir, ef ekki allir, ráðamenn á þeim nótum að mikilvægt sé að stuðla að aukinni samvinnu lögreglunnar innan Schengen,“ segir Baldur. „Það er athyglisvert í ljósi þessara voðaverka að það skuli vera helstu viðbrögð íslenskra ráðamanna sem vekja athygli erlendis að draga úr samvinnu lögregluyfirvalda í Evrópu en ekki auka hana.“ Tengdar fréttir Skemmdarverk unnin á menningarmiðstöðinni Imaninn telur krot á veggi, þak og glugga Ýmishússins tengjast vaxandi hatursáróðri gegn múslimum á Íslandi. 23. nóvember 2015 11:08 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópumálum, segir að ummæli forseta Íslands í kjölfar hryðjuverkanna í París á dögunum hafi frekar leitt til sundrungar á meðal íslensku þjóðarinnar en sameiningar. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur í kjölfar árásanna þar sem um 130 létu lífið og hundruð særðust, sagt að Íslendingar þurfi nú að horfast í augu við að innan raða öfgafullra múslima sé hópur sem sé tilbúinn til að drepa þá sem ekki gangist undir lífsýn hans. Baldur veltir því upp hvort Ólafur Ragnar ætli sér að bjóða fram að nýju.Vísir/Valli Forsetinn hefur einnig vísað til orða forsætisráðherra Svía sem sagði að þar á bæ hafi menn mögulega verið barnalegir gagnvart ógninni frá öfgamönnum. Þá geldur hann varhug við tilraunum Sádí Araba um að styrkja félög múslima hér á landi fjárhagslega og hann hefur einnig velt því upp hvort Ísland eigi að vera áfram inn í Schengen. „Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar. Og á stundum sem þessum hljótum við að velta fyrir okkur hlutverki forsetaembættisins,“ segir Baldur. Hann segir að orð forsetans hafi fallið í mjög grýttan jarðveg og leitt til mikillar umræðu í samfélaginu. „Margir eru ekki sáttir við þau og það er þá spurningin: er það þetta sem við þurfum á að halda frekar en samstöðu og samvinnu og lausnum á því hvernig við verjumst á sem skipulagðasta og besta hátt hugsanlegri hryðjuverkaógn,“ segir Baldur.Lögreglan í Frakklandi réðist til atlögu gegn öfgahópum á 150 stöðum víðsvegar um landið í kjölfar árásanna í París.Vísir/AFPÍ pistli á Facebook í gær velti Baldur því upp hvort þessi orðræða forsetans sé merki um að hann ætli sér að bjóða fram að nýju í næstu forsetakosningum. „Þess vegna held ég það megi velta því upp hvort hann sé að nota tækifærið núna og það er náttúrulega einfaldasta lausnin fyrir stjórnmálamenn að nota svona einfalda og beinskeytta orðræðu til þess að ná fjöldafylgi,“ segir hann. Ólafur Ragnar hefur einnig sagt að Schengen landamærakerfið hafi brugðist í aðdraganda árásanna og að eðlilegt sé að Íslendingar velti áframhaldandi þátttöku í því fyrir sér. „Það er mikið rætt um Schengen og lögreglusamstarf um alla Evrópu en þar tala flestir, ef ekki allir, ráðamenn á þeim nótum að mikilvægt sé að stuðla að aukinni samvinnu lögreglunnar innan Schengen,“ segir Baldur. „Það er athyglisvert í ljósi þessara voðaverka að það skuli vera helstu viðbrögð íslenskra ráðamanna sem vekja athygli erlendis að draga úr samvinnu lögregluyfirvalda í Evrópu en ekki auka hana.“
Tengdar fréttir Skemmdarverk unnin á menningarmiðstöðinni Imaninn telur krot á veggi, þak og glugga Ýmishússins tengjast vaxandi hatursáróðri gegn múslimum á Íslandi. 23. nóvember 2015 11:08 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Skemmdarverk unnin á menningarmiðstöðinni Imaninn telur krot á veggi, þak og glugga Ýmishússins tengjast vaxandi hatursáróðri gegn múslimum á Íslandi. 23. nóvember 2015 11:08