Prófessor segir orð forsetans hafa leitt til sundrungar á meðal þjóðarinnar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. nóvember 2015 12:00 Ólafur Ragnar hefur sagt að Íslendingar þurfi nú að horfast í augu við að innan raða öfgafullra múslima sé hópur sem sé tilbúinn til að drepa þá sem ekki gangist undir lífsýn hans. Vísir/Anton Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópumálum, segir að ummæli forseta Íslands í kjölfar hryðjuverkanna í París á dögunum hafi frekar leitt til sundrungar á meðal íslensku þjóðarinnar en sameiningar. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur í kjölfar árásanna þar sem um 130 létu lífið og hundruð særðust, sagt að Íslendingar þurfi nú að horfast í augu við að innan raða öfgafullra múslima sé hópur sem sé tilbúinn til að drepa þá sem ekki gangist undir lífsýn hans. Baldur veltir því upp hvort Ólafur Ragnar ætli sér að bjóða fram að nýju.Vísir/Valli Forsetinn hefur einnig vísað til orða forsætisráðherra Svía sem sagði að þar á bæ hafi menn mögulega verið barnalegir gagnvart ógninni frá öfgamönnum. Þá geldur hann varhug við tilraunum Sádí Araba um að styrkja félög múslima hér á landi fjárhagslega og hann hefur einnig velt því upp hvort Ísland eigi að vera áfram inn í Schengen. „Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar. Og á stundum sem þessum hljótum við að velta fyrir okkur hlutverki forsetaembættisins,“ segir Baldur. Hann segir að orð forsetans hafi fallið í mjög grýttan jarðveg og leitt til mikillar umræðu í samfélaginu. „Margir eru ekki sáttir við þau og það er þá spurningin: er það þetta sem við þurfum á að halda frekar en samstöðu og samvinnu og lausnum á því hvernig við verjumst á sem skipulagðasta og besta hátt hugsanlegri hryðjuverkaógn,“ segir Baldur.Lögreglan í Frakklandi réðist til atlögu gegn öfgahópum á 150 stöðum víðsvegar um landið í kjölfar árásanna í París.Vísir/AFPÍ pistli á Facebook í gær velti Baldur því upp hvort þessi orðræða forsetans sé merki um að hann ætli sér að bjóða fram að nýju í næstu forsetakosningum. „Þess vegna held ég það megi velta því upp hvort hann sé að nota tækifærið núna og það er náttúrulega einfaldasta lausnin fyrir stjórnmálamenn að nota svona einfalda og beinskeytta orðræðu til þess að ná fjöldafylgi,“ segir hann. Ólafur Ragnar hefur einnig sagt að Schengen landamærakerfið hafi brugðist í aðdraganda árásanna og að eðlilegt sé að Íslendingar velti áframhaldandi þátttöku í því fyrir sér. „Það er mikið rætt um Schengen og lögreglusamstarf um alla Evrópu en þar tala flestir, ef ekki allir, ráðamenn á þeim nótum að mikilvægt sé að stuðla að aukinni samvinnu lögreglunnar innan Schengen,“ segir Baldur. „Það er athyglisvert í ljósi þessara voðaverka að það skuli vera helstu viðbrögð íslenskra ráðamanna sem vekja athygli erlendis að draga úr samvinnu lögregluyfirvalda í Evrópu en ekki auka hana.“ Tengdar fréttir Skemmdarverk unnin á menningarmiðstöðinni Imaninn telur krot á veggi, þak og glugga Ýmishússins tengjast vaxandi hatursáróðri gegn múslimum á Íslandi. 23. nóvember 2015 11:08 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópumálum, segir að ummæli forseta Íslands í kjölfar hryðjuverkanna í París á dögunum hafi frekar leitt til sundrungar á meðal íslensku þjóðarinnar en sameiningar. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur í kjölfar árásanna þar sem um 130 létu lífið og hundruð særðust, sagt að Íslendingar þurfi nú að horfast í augu við að innan raða öfgafullra múslima sé hópur sem sé tilbúinn til að drepa þá sem ekki gangist undir lífsýn hans. Baldur veltir því upp hvort Ólafur Ragnar ætli sér að bjóða fram að nýju.Vísir/Valli Forsetinn hefur einnig vísað til orða forsætisráðherra Svía sem sagði að þar á bæ hafi menn mögulega verið barnalegir gagnvart ógninni frá öfgamönnum. Þá geldur hann varhug við tilraunum Sádí Araba um að styrkja félög múslima hér á landi fjárhagslega og hann hefur einnig velt því upp hvort Ísland eigi að vera áfram inn í Schengen. „Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar. Og á stundum sem þessum hljótum við að velta fyrir okkur hlutverki forsetaembættisins,“ segir Baldur. Hann segir að orð forsetans hafi fallið í mjög grýttan jarðveg og leitt til mikillar umræðu í samfélaginu. „Margir eru ekki sáttir við þau og það er þá spurningin: er það þetta sem við þurfum á að halda frekar en samstöðu og samvinnu og lausnum á því hvernig við verjumst á sem skipulagðasta og besta hátt hugsanlegri hryðjuverkaógn,“ segir Baldur.Lögreglan í Frakklandi réðist til atlögu gegn öfgahópum á 150 stöðum víðsvegar um landið í kjölfar árásanna í París.Vísir/AFPÍ pistli á Facebook í gær velti Baldur því upp hvort þessi orðræða forsetans sé merki um að hann ætli sér að bjóða fram að nýju í næstu forsetakosningum. „Þess vegna held ég það megi velta því upp hvort hann sé að nota tækifærið núna og það er náttúrulega einfaldasta lausnin fyrir stjórnmálamenn að nota svona einfalda og beinskeytta orðræðu til þess að ná fjöldafylgi,“ segir hann. Ólafur Ragnar hefur einnig sagt að Schengen landamærakerfið hafi brugðist í aðdraganda árásanna og að eðlilegt sé að Íslendingar velti áframhaldandi þátttöku í því fyrir sér. „Það er mikið rætt um Schengen og lögreglusamstarf um alla Evrópu en þar tala flestir, ef ekki allir, ráðamenn á þeim nótum að mikilvægt sé að stuðla að aukinni samvinnu lögreglunnar innan Schengen,“ segir Baldur. „Það er athyglisvert í ljósi þessara voðaverka að það skuli vera helstu viðbrögð íslenskra ráðamanna sem vekja athygli erlendis að draga úr samvinnu lögregluyfirvalda í Evrópu en ekki auka hana.“
Tengdar fréttir Skemmdarverk unnin á menningarmiðstöðinni Imaninn telur krot á veggi, þak og glugga Ýmishússins tengjast vaxandi hatursáróðri gegn múslimum á Íslandi. 23. nóvember 2015 11:08 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Skemmdarverk unnin á menningarmiðstöðinni Imaninn telur krot á veggi, þak og glugga Ýmishússins tengjast vaxandi hatursáróðri gegn múslimum á Íslandi. 23. nóvember 2015 11:08