Óánægð með líkamann eftir leik með Barbie og aksjónkalla Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 09:00 Umræðan um útlit Barbie og áhrif þess á stelpur hefur staðið árum saman. NORDICPHOTOS/GETTY Stelpur sem hafa leikið sér með Barbie-dúkkur og strákar sem hafa leikið sér með aksjónkalla eru óánægðari með eigin líkama, heldur en börn sem hafa leikið sér með önnur leikföng. Frá þessu er greint í Sænska dagblaðinu sem fjallar um bókina Projekt perfekt, om utseendekultur och kroppsuppfattning. Í bókinni er greint frá niðurstöðum fjölda rannsókna um líkamsímynd. Fjögurra til fimm ára börn eru meðvituð um að megrun getur verið leið til að öðlast eftirsóknarverðan vöxt. Fjörutíu til fimmtíu prósent sex til 12 ára barna eru óánægð með þyngd sína eða vaxtarlag og 21 prósent sjö ára stelpna í sænskri rannsókn hefur reynt að létta sig. Í rannsókn sem einn þriggja bókarhöfunda, Carolina Lunde, doktor í sálfræði við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð, stóð að kváðust 25 prósent 13 ára stelpna vera of feitar þótt þær væru í eðlilegri þyngd eða of léttar. Einn af hverjum tíu strákum sagðist vera of þungur þótt þyngdin væri eðlileg. Í viðtali við Sænska dagblaðið segir Carolina Lunde að mikilvægt sé að uppgötva snemma óánægju barnanna með eigin líkama þar sem hún geti leitt til vandamála í tengslum við mataræði og líkamsæfingar. Hún getur þess að rannsóknir hafi leitt í ljós að því meiri tíma sem táningsstelpur verja í að skoða umfjöllun um útlit, þeim mun neikvæðari verði líkamsímynd þeirra. Niðurstöður þeirra fáu rannsókna sem gerðar hafi verið á körlum séu svipaðar þótt þær séu ekki jafngreinilegar. Kristina Holmqvist Gattario, annar af þremur höfundum fyrrgreindrar bókar, segir að með því að einbeita sér að virkni líkamans í stað útlits hans verði líkamsímyndin jákvæðari. Gattario, sem er lektor í sálfræði við Gautaborgarháskóla og rannsakar jákvæða líkamsímynd, segir í viðtali við Sænska dagblaðið að óvenjulegt sé að einhver segist vera ánægður með eigin líkama. Unglingar sem tekið hafi þátt í rannsóknum hafi nefnt að túlka mætti það sem gort. Að sögn Gattario sýndu niðurstöður ástralskrar rannsóknar á viðhorfum kvenna á aldrinum 18 til 75 ára að allir aldurshópar voru óánægðir með til dæmis andlit, læri, maga eða þyngd. En því eldri sem konurnar voru þeim mun jákvæðari var líkamsímynd þeirra. Þær gátu einbeitt sér að virkni líkamans. Styrkleiki, hraði, fimi og góð heilsa verður mikilvægara en útlitið þegar aldurinn færist yfir. Rannsakendur urðu einnig varir við að þær sem fylgdust mikið með fegrunarráðum á netinu voru opnari fyrir fegrunaraðgerðum, bæði til þess að þeim líði sjálfum betur og einnig til þess að fá vinnu eða finna maka. Bókarhöfundar benda á að árið 2010 hafi fegurðariðnaðurinn velt 250 milljörðum dollara á heimsvísu. Til að komast að því hvað einkenni viðhorf þeirra unglinga sem eru með jákvæða líkamsímynd var tekið viðtal við þrjátíu 14 ára unglinga sem höfðu verið með jákvæðari líkamsímynd þegar þeir voru 10 og 13 ára en jafnaldrar þeirra. Unglingarnir nefndu ýmislegt sem þeim fannst að mætti vera betra en einbeindu sér frekar að virkni líkamans. Fjórtán ára stelpa kvaðst vera ánægð með fæturna á sér þar sem hún hlypi hratt. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Stelpur sem hafa leikið sér með Barbie-dúkkur og strákar sem hafa leikið sér með aksjónkalla eru óánægðari með eigin líkama, heldur en börn sem hafa leikið sér með önnur leikföng. Frá þessu er greint í Sænska dagblaðinu sem fjallar um bókina Projekt perfekt, om utseendekultur och kroppsuppfattning. Í bókinni er greint frá niðurstöðum fjölda rannsókna um líkamsímynd. Fjögurra til fimm ára börn eru meðvituð um að megrun getur verið leið til að öðlast eftirsóknarverðan vöxt. Fjörutíu til fimmtíu prósent sex til 12 ára barna eru óánægð með þyngd sína eða vaxtarlag og 21 prósent sjö ára stelpna í sænskri rannsókn hefur reynt að létta sig. Í rannsókn sem einn þriggja bókarhöfunda, Carolina Lunde, doktor í sálfræði við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð, stóð að kváðust 25 prósent 13 ára stelpna vera of feitar þótt þær væru í eðlilegri þyngd eða of léttar. Einn af hverjum tíu strákum sagðist vera of þungur þótt þyngdin væri eðlileg. Í viðtali við Sænska dagblaðið segir Carolina Lunde að mikilvægt sé að uppgötva snemma óánægju barnanna með eigin líkama þar sem hún geti leitt til vandamála í tengslum við mataræði og líkamsæfingar. Hún getur þess að rannsóknir hafi leitt í ljós að því meiri tíma sem táningsstelpur verja í að skoða umfjöllun um útlit, þeim mun neikvæðari verði líkamsímynd þeirra. Niðurstöður þeirra fáu rannsókna sem gerðar hafi verið á körlum séu svipaðar þótt þær séu ekki jafngreinilegar. Kristina Holmqvist Gattario, annar af þremur höfundum fyrrgreindrar bókar, segir að með því að einbeita sér að virkni líkamans í stað útlits hans verði líkamsímyndin jákvæðari. Gattario, sem er lektor í sálfræði við Gautaborgarháskóla og rannsakar jákvæða líkamsímynd, segir í viðtali við Sænska dagblaðið að óvenjulegt sé að einhver segist vera ánægður með eigin líkama. Unglingar sem tekið hafi þátt í rannsóknum hafi nefnt að túlka mætti það sem gort. Að sögn Gattario sýndu niðurstöður ástralskrar rannsóknar á viðhorfum kvenna á aldrinum 18 til 75 ára að allir aldurshópar voru óánægðir með til dæmis andlit, læri, maga eða þyngd. En því eldri sem konurnar voru þeim mun jákvæðari var líkamsímynd þeirra. Þær gátu einbeitt sér að virkni líkamans. Styrkleiki, hraði, fimi og góð heilsa verður mikilvægara en útlitið þegar aldurinn færist yfir. Rannsakendur urðu einnig varir við að þær sem fylgdust mikið með fegrunarráðum á netinu voru opnari fyrir fegrunaraðgerðum, bæði til þess að þeim líði sjálfum betur og einnig til þess að fá vinnu eða finna maka. Bókarhöfundar benda á að árið 2010 hafi fegurðariðnaðurinn velt 250 milljörðum dollara á heimsvísu. Til að komast að því hvað einkenni viðhorf þeirra unglinga sem eru með jákvæða líkamsímynd var tekið viðtal við þrjátíu 14 ára unglinga sem höfðu verið með jákvæðari líkamsímynd þegar þeir voru 10 og 13 ára en jafnaldrar þeirra. Unglingarnir nefndu ýmislegt sem þeim fannst að mætti vera betra en einbeindu sér frekar að virkni líkamans. Fjórtán ára stelpa kvaðst vera ánægð með fæturna á sér þar sem hún hlypi hratt.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira