Sjúkraliðar samþykkja nýjan kjarasamning Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2015 16:27 Mikill fjöldi fólks var samankominn fyrir utan Alþingi í gær. vísir/anton brink 96,25 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um nýjan kjarasamning Sjúkraliðafélags Íslands við ríkið samþykktu hann í atkvæðagreiðslu sem lauk síðdegis í dag. Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Alls greiddu 59,9 prósent þeirra sem voru á kjörskrá atkvæði. Af þeim sem greiddu atkvæði sögðu 96,25 prósent já en 3,30 prósent höfnuðu samningnum. Þrír seðlar voru ógildir. „Niðurstaðan kom mér ekki á óvart með tilliti til þeirra funda sem ég hef átt með félagsmönnum vítt og breitt og landið þegar við vorum að kynna fundinn,“ sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður SLFÍ í samtali við Vísi. SLFÍ er þar með fyrsta aðildarfélag BSRB sem samþykkir nýjan kjarasamning við ríkið. Sjúkraliðafélagið, SFR - Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna gerðu nýjan kjarasamning við ríkið þann 28. október sl. Frestur félagsmanna SFR til að greiða atkvæði um nýjan kjarasamning rennur út á mánudaginn en hann var framlengdur vegna tæknilegra örðugleika. Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Landssambands lögreglumanna hófst í dag og mun henni ljúka um miðja næstu viku. Niðurstaða þeirrar atkvæðagreiðslu ætti að vera ljós á miðvikudag, 18. október. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bjartsýnn á að kjarasamningarnir verði samþykktir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags, segist bjartsýnn á að nýgerðir kjarasamningar félagsins við ríkið verði samþykktir. 6. nóvember 2015 16:35 Skrifuðu undir í nótt - verkfalli aflýst Samningar náðust í kjaradeilu sjúkraliða, SFR og lögreglumanna við ríkið um klukkan fimm í nótt. Samningurinn felur í sér allt að 30 prósenta launahækkun á næstu fjórum árum. 28. október 2015 06:11 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
96,25 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um nýjan kjarasamning Sjúkraliðafélags Íslands við ríkið samþykktu hann í atkvæðagreiðslu sem lauk síðdegis í dag. Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Alls greiddu 59,9 prósent þeirra sem voru á kjörskrá atkvæði. Af þeim sem greiddu atkvæði sögðu 96,25 prósent já en 3,30 prósent höfnuðu samningnum. Þrír seðlar voru ógildir. „Niðurstaðan kom mér ekki á óvart með tilliti til þeirra funda sem ég hef átt með félagsmönnum vítt og breitt og landið þegar við vorum að kynna fundinn,“ sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður SLFÍ í samtali við Vísi. SLFÍ er þar með fyrsta aðildarfélag BSRB sem samþykkir nýjan kjarasamning við ríkið. Sjúkraliðafélagið, SFR - Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna gerðu nýjan kjarasamning við ríkið þann 28. október sl. Frestur félagsmanna SFR til að greiða atkvæði um nýjan kjarasamning rennur út á mánudaginn en hann var framlengdur vegna tæknilegra örðugleika. Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Landssambands lögreglumanna hófst í dag og mun henni ljúka um miðja næstu viku. Niðurstaða þeirrar atkvæðagreiðslu ætti að vera ljós á miðvikudag, 18. október.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bjartsýnn á að kjarasamningarnir verði samþykktir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags, segist bjartsýnn á að nýgerðir kjarasamningar félagsins við ríkið verði samþykktir. 6. nóvember 2015 16:35 Skrifuðu undir í nótt - verkfalli aflýst Samningar náðust í kjaradeilu sjúkraliða, SFR og lögreglumanna við ríkið um klukkan fimm í nótt. Samningurinn felur í sér allt að 30 prósenta launahækkun á næstu fjórum árum. 28. október 2015 06:11 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Bjartsýnn á að kjarasamningarnir verði samþykktir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags, segist bjartsýnn á að nýgerðir kjarasamningar félagsins við ríkið verði samþykktir. 6. nóvember 2015 16:35
Skrifuðu undir í nótt - verkfalli aflýst Samningar náðust í kjaradeilu sjúkraliða, SFR og lögreglumanna við ríkið um klukkan fimm í nótt. Samningurinn felur í sér allt að 30 prósenta launahækkun á næstu fjórum árum. 28. október 2015 06:11
Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07