Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. október 2015 12:07 Frá undirritun kjarasamninga í Karphúsinu í nótt. Vísir/Friðrik Þór Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir hækkanirnar í samræmi við það sem samninganefndir félaganna þriggja lögðu upp með frá byrjun. „Krafa félaganna var mjög einföld. Hún var sú að við myndum fá sömu launahækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn, og það tókst. Kjararamminn er sá sami og gerðardómur komst að í niðurstöðu sinni á dögunum. Kostnaðarramminn er til þriggja ára og beinar launahækkanir koma inn á tímabilinu auk þess sem verið er að gera lagfæringar á launatöflu,“ segir hann.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags.vísir/anton brinkSALEK tafði viðræðurnar Hann telur líklegt að vinna SALEK-hópsins svokallaða hafi haft áhrif á gang viðræðnanna. „Ég held að sumu leyti að það hafi orðið tafir á okkar vinnu vegna þessarar vinnu sem átti sér stað í SALEK umhverfinu. En þegar þær tafir leystur þá fór að ganga betur hjá okkur. Það var að vísu ekki þannig að þá féll allt í ljúfa löð því við þurftum að takast á við marga hluti þrátt fyrir það. En við náðum saman og erum sátt við niðurstöðuna,“ segir Þórarinn. Launahækkanirnar á tímabilinu eru frá 29 prósentum upp í 32 prósent, að sögn Þórarins. „Þarna er um ólíkar hækkanir að ræða. Lægstu tölur í launatöflu eru hækkuð um 25 þúsund krónur, eins og gerðist á almennum markaði, þannig að það er einhver hluti sem fær rétt rúmlega 30 prósenta hækkun. Þannig að þeir sem eru með lægstu launin fá ívið hærri hækkanir.“Úr 40 stundum í 36Þá samþykkti ríkisstjórnin að fara í tilraunaverkefni með félögunum sem miðar að styttri vinnuviku, eða úr 40 klukkustundum í 36 stundir. „Það fara nokkrar stofnanir í tilraun um hvað gerist ef menn laga vinnutímann aðeins til og þá sjáum við hvort framleiðni eða árangur stofnunarinnar verði sá sami þó svo vinnutímanum verði breytt. Þá miðum við jafnframt að því að styrkja stefnu okkar í fjölskylduvænna umhverfi og ákveðnir hlutir í menntunarumhverfi okkar félagsmanna sem verið er að lagfæra og gera tilraunir með,“ útskýrir Þórarinn. Hann segir að stefnt verði að því að kynna nýja kjarasamninga fyrir félagsmönnum á næstu dögum. Í kjölfarið verði farið í atkvæðagreiðslu og að niðurstaðna úr henni sé að vænta 10. nóvember næstkomandi. Verkfall 2016 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir hækkanirnar í samræmi við það sem samninganefndir félaganna þriggja lögðu upp með frá byrjun. „Krafa félaganna var mjög einföld. Hún var sú að við myndum fá sömu launahækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn, og það tókst. Kjararamminn er sá sami og gerðardómur komst að í niðurstöðu sinni á dögunum. Kostnaðarramminn er til þriggja ára og beinar launahækkanir koma inn á tímabilinu auk þess sem verið er að gera lagfæringar á launatöflu,“ segir hann.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags.vísir/anton brinkSALEK tafði viðræðurnar Hann telur líklegt að vinna SALEK-hópsins svokallaða hafi haft áhrif á gang viðræðnanna. „Ég held að sumu leyti að það hafi orðið tafir á okkar vinnu vegna þessarar vinnu sem átti sér stað í SALEK umhverfinu. En þegar þær tafir leystur þá fór að ganga betur hjá okkur. Það var að vísu ekki þannig að þá féll allt í ljúfa löð því við þurftum að takast á við marga hluti þrátt fyrir það. En við náðum saman og erum sátt við niðurstöðuna,“ segir Þórarinn. Launahækkanirnar á tímabilinu eru frá 29 prósentum upp í 32 prósent, að sögn Þórarins. „Þarna er um ólíkar hækkanir að ræða. Lægstu tölur í launatöflu eru hækkuð um 25 þúsund krónur, eins og gerðist á almennum markaði, þannig að það er einhver hluti sem fær rétt rúmlega 30 prósenta hækkun. Þannig að þeir sem eru með lægstu launin fá ívið hærri hækkanir.“Úr 40 stundum í 36Þá samþykkti ríkisstjórnin að fara í tilraunaverkefni með félögunum sem miðar að styttri vinnuviku, eða úr 40 klukkustundum í 36 stundir. „Það fara nokkrar stofnanir í tilraun um hvað gerist ef menn laga vinnutímann aðeins til og þá sjáum við hvort framleiðni eða árangur stofnunarinnar verði sá sami þó svo vinnutímanum verði breytt. Þá miðum við jafnframt að því að styrkja stefnu okkar í fjölskylduvænna umhverfi og ákveðnir hlutir í menntunarumhverfi okkar félagsmanna sem verið er að lagfæra og gera tilraunir með,“ útskýrir Þórarinn. Hann segir að stefnt verði að því að kynna nýja kjarasamninga fyrir félagsmönnum á næstu dögum. Í kjölfarið verði farið í atkvæðagreiðslu og að niðurstaðna úr henni sé að vænta 10. nóvember næstkomandi.
Verkfall 2016 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira