Rússar komnir með plan fyrir Sýrland Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Rússlandsforseti fellur frá afdráttarlausum stuðningi við Assad. vísir/epa Rússar hafa gert áætlun um friðarferli í Sýrlandi, þar sem þeir falla frá afdráttarlausum stuðningi við Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Þeir vilja að Sýrlendingar taki sér átján mánuði til að semja nýja stjórnarskrá og síðan verði efnt til forseta- og þingkosninga. Ekki er annað að sjá en að Assad eigi að fá að bjóða sig fram. Andstæðingar Assads segja þó ekkert nýtt í tillögunum og halda fast við þá kröfu að eini grundvöllurinn að friði sé afsögn Assads. Reuters-fréttastofan komst yfir eintak af þessari áætlun, sem hefur gengið á milli manna hjá Sameinuðu þjóðunum. Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í meira en fjögur ár, kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið milljónir manna á flótta. Fulltrúar margra ríkja koma saman í Vínarborg á laugardaginn til að ræða mögulegar lausnir á þessu ástandi. Rússar hófu í haust loftárásir á uppreisnarmenn í Sýrlandi, en hafa verið gagnrýndir fyrir að beina árásum sínum ekki aðeins að Íslamska ríkinu heldur einnig hófsamari uppreisnarmönnum sem notið hafa stuðnings Bandaríkjanna og fleiri ríkja á Vesturlöndum og í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin hafa brugðist við með því að skipta um áherslur, beina stuðningi sínum annað og hyggjast senda tugi bandarískra hermanna til landsins. Hugmyndir Rússa ganga út á það að hálft annað ár verði tekið í að breyta stjórnskipun landsins, þannig að ný stjórnskipun geti tryggt „varanlegt öryggi og sanngjarnt jafnvægi hagsmuna, réttinda og skyldna allra þjóðernis- og trúarhópa í valdakerfum og ríkisstofnunum“. Komið verði á fót stjórnlaganefnd með fulltrúum „úr öllu litrófi sýrlenska samfélagsins, og þar á meðal úr stjórnarandstöðunni innanlands jafnt sem erlendis“. Formennskan komi í hlut einhvers sem allir þátttakendur fallast á. Síðan verði drög að nýrri stjórnarskrá borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Eftir það verði efnt til forsetakosninga. Frestað verði þingkosningum, sem halda átti næsta vor. Þess í stað verði þær haldnar jafnhliða forsetakosningum samkvæmt nýrri stjórnarskrá, þegar hún liggur fyrir. Samkomulag verði um að sá forseti, sem kjör hlýtur, verði yfirmaður heraflans og hafi eftirlit með bæði sérsveitum hersins og utanríkisstefnu landsins. Þá vilja Rússar að alþjóðlegur stuðningshópur verði settur á laggirnar til að styðja Sýrlendinga í gegnum breytingarnar. Í þessum hópi verði Rússar, Kínverjar, Bandaríkjamenn, Frakkar, Þjóðverjar, Sádi-Arabar, Tyrkir, Íranir, Egyptar og fleiri þjóðir í Mið-Austurlöndum, ásamt fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Arababandalagsins, Samvinnustofnunar íslamskra ríkja og Evrópusambandsins. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Rússar hafa gert áætlun um friðarferli í Sýrlandi, þar sem þeir falla frá afdráttarlausum stuðningi við Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Þeir vilja að Sýrlendingar taki sér átján mánuði til að semja nýja stjórnarskrá og síðan verði efnt til forseta- og þingkosninga. Ekki er annað að sjá en að Assad eigi að fá að bjóða sig fram. Andstæðingar Assads segja þó ekkert nýtt í tillögunum og halda fast við þá kröfu að eini grundvöllurinn að friði sé afsögn Assads. Reuters-fréttastofan komst yfir eintak af þessari áætlun, sem hefur gengið á milli manna hjá Sameinuðu þjóðunum. Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í meira en fjögur ár, kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið milljónir manna á flótta. Fulltrúar margra ríkja koma saman í Vínarborg á laugardaginn til að ræða mögulegar lausnir á þessu ástandi. Rússar hófu í haust loftárásir á uppreisnarmenn í Sýrlandi, en hafa verið gagnrýndir fyrir að beina árásum sínum ekki aðeins að Íslamska ríkinu heldur einnig hófsamari uppreisnarmönnum sem notið hafa stuðnings Bandaríkjanna og fleiri ríkja á Vesturlöndum og í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin hafa brugðist við með því að skipta um áherslur, beina stuðningi sínum annað og hyggjast senda tugi bandarískra hermanna til landsins. Hugmyndir Rússa ganga út á það að hálft annað ár verði tekið í að breyta stjórnskipun landsins, þannig að ný stjórnskipun geti tryggt „varanlegt öryggi og sanngjarnt jafnvægi hagsmuna, réttinda og skyldna allra þjóðernis- og trúarhópa í valdakerfum og ríkisstofnunum“. Komið verði á fót stjórnlaganefnd með fulltrúum „úr öllu litrófi sýrlenska samfélagsins, og þar á meðal úr stjórnarandstöðunni innanlands jafnt sem erlendis“. Formennskan komi í hlut einhvers sem allir þátttakendur fallast á. Síðan verði drög að nýrri stjórnarskrá borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Eftir það verði efnt til forsetakosninga. Frestað verði þingkosningum, sem halda átti næsta vor. Þess í stað verði þær haldnar jafnhliða forsetakosningum samkvæmt nýrri stjórnarskrá, þegar hún liggur fyrir. Samkomulag verði um að sá forseti, sem kjör hlýtur, verði yfirmaður heraflans og hafi eftirlit með bæði sérsveitum hersins og utanríkisstefnu landsins. Þá vilja Rússar að alþjóðlegur stuðningshópur verði settur á laggirnar til að styðja Sýrlendinga í gegnum breytingarnar. Í þessum hópi verði Rússar, Kínverjar, Bandaríkjamenn, Frakkar, Þjóðverjar, Sádi-Arabar, Tyrkir, Íranir, Egyptar og fleiri þjóðir í Mið-Austurlöndum, ásamt fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Arababandalagsins, Samvinnustofnunar íslamskra ríkja og Evrópusambandsins.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira