Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. nóvember 2015 10:45 Lars Lagerbäck er með strákana okkar í Varsjá. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck, annar þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Varsjá í dag, en strákarnir okkar mæta Pólverjum í vináttulandsleik á morgun. Pólsku blaðamennina langaði að vita hvernig svona lítil þjóð eins og Ísland væri komin á EM. Spurning sem margir eru að spyrja sig í fótboltaheiminum. „Við erum með góða leikmenn,“ svaraði Lars. „Þetta er tiltölulega ungt lið en aðal ástæðan fyrir árangrinum er að við erum með góða leikmenn sem eru með góðan karakter. Það er auðvelt að vinna með þeim. Fyrir utan fyrirliðann. Hann er stundum til vandræða,“ sagði Lars og hló, en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, sat við hlið hans á fundinum.Ætlum að ná úrslitum í Frakklandi Svíinn segir Ísland ekki óttast neitt lið og ætlar sér að ná úrslitum á EM í Frakklandi þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki þegar dregið verður. „Ef þið horfið bara á úrslitin sem liðið hefur náð þá höfum við sýnt að við getum mætt hvaða liði sem er þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki,“ sagði Lars. „Við erum ekki að fara á EM til að öðlast einhverja reynslu. Við förum til Frakklands til að vinna fótboltaleiki. Við erum ný þjóð þarna inni með enga reynslu af stórmótum en ég veit að þetta lið getur náð úrslitum. Okkar markmið verður að vinna leiki,“ sagði Lars.Held mig við staðreyndir Lars var spurður út í sigurhefðina, en Robert Lewandowski, stjörnuframherji pólska liðsins, hefur lagt áherslu á að Pólland vinni leikinn á morgun og haldi áfram á sigurbraut. „Það er auðvitað mikilvægt að halda í sigurhefðina,“ sagði Lars. „Mér finnst fótbolti samt snúast stundum of mikið um tilfinningar, von og trú.“ „Ég vil halda mig við staðreyndir. Okkar strákar hafa sýnt að þeir geta mætt hvaða liði sem er og það er mikilvægt fyrir þá að vita. Þetta eru staðreyndir sem við byggjum á,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Varsjá í dag, en strákarnir okkar mæta Pólverjum í vináttulandsleik á morgun. Pólsku blaðamennina langaði að vita hvernig svona lítil þjóð eins og Ísland væri komin á EM. Spurning sem margir eru að spyrja sig í fótboltaheiminum. „Við erum með góða leikmenn,“ svaraði Lars. „Þetta er tiltölulega ungt lið en aðal ástæðan fyrir árangrinum er að við erum með góða leikmenn sem eru með góðan karakter. Það er auðvelt að vinna með þeim. Fyrir utan fyrirliðann. Hann er stundum til vandræða,“ sagði Lars og hló, en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, sat við hlið hans á fundinum.Ætlum að ná úrslitum í Frakklandi Svíinn segir Ísland ekki óttast neitt lið og ætlar sér að ná úrslitum á EM í Frakklandi þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki þegar dregið verður. „Ef þið horfið bara á úrslitin sem liðið hefur náð þá höfum við sýnt að við getum mætt hvaða liði sem er þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki,“ sagði Lars. „Við erum ekki að fara á EM til að öðlast einhverja reynslu. Við förum til Frakklands til að vinna fótboltaleiki. Við erum ný þjóð þarna inni með enga reynslu af stórmótum en ég veit að þetta lið getur náð úrslitum. Okkar markmið verður að vinna leiki,“ sagði Lars.Held mig við staðreyndir Lars var spurður út í sigurhefðina, en Robert Lewandowski, stjörnuframherji pólska liðsins, hefur lagt áherslu á að Pólland vinni leikinn á morgun og haldi áfram á sigurbraut. „Það er auðvitað mikilvægt að halda í sigurhefðina,“ sagði Lars. „Mér finnst fótbolti samt snúast stundum of mikið um tilfinningar, von og trú.“ „Ég vil halda mig við staðreyndir. Okkar strákar hafa sýnt að þeir geta mætt hvaða liði sem er og það er mikilvægt fyrir þá að vita. Þetta eru staðreyndir sem við byggjum á,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti