Verður brjálæðislega erfiður leikur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2015 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu íslenska landsliðsins í gær. Vísir/EPA „Það er Liverpool-veður hérna. Þoka og smá suddi en samt hlýtt,“ segir yfirvegaður landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, eftir æfingu landsliðsins í Varsjá í gær. Strákarnir hans Heimis og Lars Lagerbäck eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld. Þá mæta þeir geysisterku liði Pólverja fyrir fulluhúsi áhorfenda sem ætla að sjá sína menn valta yfir íslenska liðið.Ekki hægt að fá betri leik „Við vitum að þetta verður brjálæðislega erfiður leikur. Góðir andstæðingar með marga klassaleikmenn. Það er ekki hægt að fá betri æfingaleik en þennan. Fullur völlur og stemning hjá þjóðinni. Þeir eru að koma í leikinn til þess að sýna þjóðinni hversu góðir þeir eru og vilja örugglega valta yfir okkur,“ segir Heimir en pólska liðið er líka á leið á EM og skoraði allra þjóða mest í undankeppninni.Sjá einnig: Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða Landsliðsþjálfarinn segir að fólk eigi ekki von á neinum breytingum í leik íslenska liðsins í kvöld. Það verður haldið áfram að vinna með þá hluti sem hafa virkað fyrir liðið. „Við horfum fyrst og fremst í að liðið haldi áfram skipulagi og að það sé stöðugt í sínum leik. Við viljum að sjálfsögðu byggja ofan á þennan stöðugleika sem við höfum búið til. Í leiðinni viljum við fá að sjá ný andlit reyna sig með okkur,“ segir Heimir en þjálfararnir hafa verið frekar íhaldssamir síðan þeir tóku við liðinu. „Þetta er tíminn til þess að gefa nýjum mönnum tækifæri. Það er rétt að við höfum verið íhaldssamir enda ekkert tilefni til að breyta miklu. Það hefur meira og minna allt gengið upp hjá okkur. Svo hefur verið virkilega góð liðsheild og góður andi í hópnum. Það er því kærkomið að fá núna tækifæri til þess að gefa nýjum mönnum tækifæri og enn betra að það sé gegn svona sterkum andstæðingum,“ segir Heimir en hann býst við að við fáum að sjá tvö ný andlit í byrjunarliðinu.Sjá einnig: Ungir fá tækifæri í landsliðinu Íslenska liðið hefur ekki unnið síðustu þrjá leiki sína en það breytti engu því strákarnir fengu stigið sem fleytti þeim á EM. „Þetta er nýtt fyrir okkur öllum að halda einbeitingu og aga í leikjum þegar við höfum í raun náð markmiðum okkar. Við getum ekki leitað í reynslubanka þar. Við erum að feta nýjar slóðir og okkar hlutverk er að minna leikmenn á að halda aga og einbeitingu.“ Baráttan um sætin dýrmætu í EM-hópnum hefst í kvöld og þeir sem fá tækifæri núna og næsta þriðjudag gegn Slóvökum verða að vera á tánum því tækifærin til að sýna sig og sanna verða af skornum skammti.Birkir Bjarnason og Oliver Sigurjónsson.Fréttablaðið/EPAFá tækifæri til að sanna sig „Það eru bara þessir leikir og svo tveir leikir í mars. Eftir það verður hópurinn valinn. Skandinavíustrákarnir fá reyndar aukaleiki í janúar. Þar sem tækifærin eru fá viljum við gefa strákunum, sem hafa verið á barmi þess að komast í hópinn, tækifæri til þess að sanna sig.“ Strákarnir fá að glíma við heitasta framherja heimsins í kvöld, Robert Lewandowski. „Við höfum ekki verið að gera breytingar og sérstakar ráðstafanir gegn stjörnunum í þessum vináttuleikjum. Gerðum það ekki gegn Ribery, Zlatan eða Gareth Bale. Við verðum meðvitaðir um hversu hættulegur Lewandowski er og reynum að vinna það saman að stöðva hann,“ segir Eyjamaðurinn.Breiddin er fín Íslenska liðinu hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í vináttulandsleikjum á síðustu árum. Leikirnir núna hafa þó miklu meiri merkingu í ljósi þess hvað verið er að keppa um: Farseðil til Frakklands. „Það er sem betur fer meiri fókus í alvöru leikjunum hjá okkur. Svo höfum við verið ófeimnir við að prófa nýja leikmenn í vináttuleikjum og þetta er oft erfitt þegar það koma margir nýir sem hafa ekki verið áður,“ segir Heimir en er breiddin nógu mikil?Kolbeinn Sigþórsson.Vísir/EPA„Ég vil meina að breiddin sé fín. Við höfum samt nánast keyrt á sama liði í fjögur ár núna og þar þekkja allir hver annan inn og út. Það er svo ósanngjarnt að gefa einhverjum manni einn æfingaleik og ætla að dæma hann alveg út frá honum. Það tekur tíma fyrir menn að slípa sig inn í landsliðið.“Verðum að vera raunsæir Jafnvel þótt íslenska liðið hafi ekki unnið síðustu þrjá keppnisleiki þá heldur Heimir rónni. „Við vorum svekktir yfir seinni hálfleiknum gegn Lettum. Við vorum ánægðir með Kasakstan-leikinn enda lagt upp með að fá stig og fá ekki á sig mark þar. Leikurinn í Tyrklandi var að okkar mati góður þó að hann hafi tapast. Við erum því ekkert svekktir yfir þessum þremur leikjum þótt ekki hafi hrúgast inn stig. Við viljum auðvitað alltaf vinna alla leiki en við gerum okkur grein fyrir því að við erum Ísland og verðum að vera raunsæir líka.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira
„Það er Liverpool-veður hérna. Þoka og smá suddi en samt hlýtt,“ segir yfirvegaður landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, eftir æfingu landsliðsins í Varsjá í gær. Strákarnir hans Heimis og Lars Lagerbäck eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld. Þá mæta þeir geysisterku liði Pólverja fyrir fulluhúsi áhorfenda sem ætla að sjá sína menn valta yfir íslenska liðið.Ekki hægt að fá betri leik „Við vitum að þetta verður brjálæðislega erfiður leikur. Góðir andstæðingar með marga klassaleikmenn. Það er ekki hægt að fá betri æfingaleik en þennan. Fullur völlur og stemning hjá þjóðinni. Þeir eru að koma í leikinn til þess að sýna þjóðinni hversu góðir þeir eru og vilja örugglega valta yfir okkur,“ segir Heimir en pólska liðið er líka á leið á EM og skoraði allra þjóða mest í undankeppninni.Sjá einnig: Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða Landsliðsþjálfarinn segir að fólk eigi ekki von á neinum breytingum í leik íslenska liðsins í kvöld. Það verður haldið áfram að vinna með þá hluti sem hafa virkað fyrir liðið. „Við horfum fyrst og fremst í að liðið haldi áfram skipulagi og að það sé stöðugt í sínum leik. Við viljum að sjálfsögðu byggja ofan á þennan stöðugleika sem við höfum búið til. Í leiðinni viljum við fá að sjá ný andlit reyna sig með okkur,“ segir Heimir en þjálfararnir hafa verið frekar íhaldssamir síðan þeir tóku við liðinu. „Þetta er tíminn til þess að gefa nýjum mönnum tækifæri. Það er rétt að við höfum verið íhaldssamir enda ekkert tilefni til að breyta miklu. Það hefur meira og minna allt gengið upp hjá okkur. Svo hefur verið virkilega góð liðsheild og góður andi í hópnum. Það er því kærkomið að fá núna tækifæri til þess að gefa nýjum mönnum tækifæri og enn betra að það sé gegn svona sterkum andstæðingum,“ segir Heimir en hann býst við að við fáum að sjá tvö ný andlit í byrjunarliðinu.Sjá einnig: Ungir fá tækifæri í landsliðinu Íslenska liðið hefur ekki unnið síðustu þrjá leiki sína en það breytti engu því strákarnir fengu stigið sem fleytti þeim á EM. „Þetta er nýtt fyrir okkur öllum að halda einbeitingu og aga í leikjum þegar við höfum í raun náð markmiðum okkar. Við getum ekki leitað í reynslubanka þar. Við erum að feta nýjar slóðir og okkar hlutverk er að minna leikmenn á að halda aga og einbeitingu.“ Baráttan um sætin dýrmætu í EM-hópnum hefst í kvöld og þeir sem fá tækifæri núna og næsta þriðjudag gegn Slóvökum verða að vera á tánum því tækifærin til að sýna sig og sanna verða af skornum skammti.Birkir Bjarnason og Oliver Sigurjónsson.Fréttablaðið/EPAFá tækifæri til að sanna sig „Það eru bara þessir leikir og svo tveir leikir í mars. Eftir það verður hópurinn valinn. Skandinavíustrákarnir fá reyndar aukaleiki í janúar. Þar sem tækifærin eru fá viljum við gefa strákunum, sem hafa verið á barmi þess að komast í hópinn, tækifæri til þess að sanna sig.“ Strákarnir fá að glíma við heitasta framherja heimsins í kvöld, Robert Lewandowski. „Við höfum ekki verið að gera breytingar og sérstakar ráðstafanir gegn stjörnunum í þessum vináttuleikjum. Gerðum það ekki gegn Ribery, Zlatan eða Gareth Bale. Við verðum meðvitaðir um hversu hættulegur Lewandowski er og reynum að vinna það saman að stöðva hann,“ segir Eyjamaðurinn.Breiddin er fín Íslenska liðinu hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í vináttulandsleikjum á síðustu árum. Leikirnir núna hafa þó miklu meiri merkingu í ljósi þess hvað verið er að keppa um: Farseðil til Frakklands. „Það er sem betur fer meiri fókus í alvöru leikjunum hjá okkur. Svo höfum við verið ófeimnir við að prófa nýja leikmenn í vináttuleikjum og þetta er oft erfitt þegar það koma margir nýir sem hafa ekki verið áður,“ segir Heimir en er breiddin nógu mikil?Kolbeinn Sigþórsson.Vísir/EPA„Ég vil meina að breiddin sé fín. Við höfum samt nánast keyrt á sama liði í fjögur ár núna og þar þekkja allir hver annan inn og út. Það er svo ósanngjarnt að gefa einhverjum manni einn æfingaleik og ætla að dæma hann alveg út frá honum. Það tekur tíma fyrir menn að slípa sig inn í landsliðið.“Verðum að vera raunsæir Jafnvel þótt íslenska liðið hafi ekki unnið síðustu þrjá keppnisleiki þá heldur Heimir rónni. „Við vorum svekktir yfir seinni hálfleiknum gegn Lettum. Við vorum ánægðir með Kasakstan-leikinn enda lagt upp með að fá stig og fá ekki á sig mark þar. Leikurinn í Tyrklandi var að okkar mati góður þó að hann hafi tapast. Við erum því ekkert svekktir yfir þessum þremur leikjum þótt ekki hafi hrúgast inn stig. Við viljum auðvitað alltaf vinna alla leiki en við gerum okkur grein fyrir því að við erum Ísland og verðum að vera raunsæir líka.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira