Innlent

Sigmundur Davíð sendir forsætisráðherra Frakklands samúðarkveðjur

Atli Ísleifsson skrifar
Að minnsta kosti 127 manns fórust í árásunum í París.
Að minnsta kosti 127 manns fórust í árásunum í París. Vísir/AFP
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur sent Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, samúðarkveðjur frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna í París í gær.

„Árásirnar eru skelfilegar og gróf atlaga að grundvallargildum okkar og okkur öllum þungt áfall. Ég votta þeim sem sárt eiga um að binda mína dýpstu samúð,“  segir í skilaboðum Sigmundar Davíðs til Valls.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×