„Ég þarf að minna mig á að hver karl stendur fyrir sjálfan sig en ekki alla kynbræður sína“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 11:18 Sigþrúður Guðmundsdóttir. vísir/gva „Hryðjuverk og ótti fólks við múslima; ég veit nákvæmlega hvernig þetta er því ég þekki svona ótta. Ég á reyndar ekki í alhæfingarvanda með múslima en ég á stundum í þess háttar vanda með karlmenn. Ég vinn í húsi þar sem ég heyri sögur hundraða kvenna sem hafa verið misnotaðar og beittar ofbeldi af karlmönnum. Sumar "bara" af einum karli en líklega flestar, þegar vel er gáð, af mörgum körlum yfir ævina.“ Svona hefst Facebook-færsla Sigþrúðar Guðmundsdóttur, fræðslu- og framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins sem hún setti á síðu sína í gær. Færslan hefur vakið mikla athygli en henni hefur verið deilt tæplega 300 sinnum. Í færslunni setur Sigþrúður ótta fólks við múslima í samhengi við þann ótta við karlmenn sem hún segist þekkja en hún segir meðal annars: „Ekki halda að ég þekki ekki vandann sem felst í því að minnihluti hóps hagar sér á þann hátt að það er erfitt að láta það ekki hafa áhrif á það hvernig ég lít á allan hópinn. Ég veit alveg hvernig það er að vera næstum dottin í gryfjuna "konur sem hata karla" og ég veit að það er á mína ábyrgð að passa að ég lendi ekki þar. Ég þarf að minna mig á að hver karl stendur fyrir sjálfan sig en ekki alla kynbræður sína.“ Sigþrúður telur síðan upp ýmsa menn í sínu lífi og tekur dæmi um góðmennsku þeirra. Segir hún að hún verði að muna eftir því að þeir séu ekki fulltrúi allra þeirra karla sem nauðga og niðurlægja. Á sama hátt séu hryðjuverkamennirnir í París ekki fulltrúar allra múslima en Sigþrúður lýkur langri færslu sinni á þessum orðum: „Að tengdasonurinn minn er meiri fulltrúi karla þegar hann pantar einhvern fallegan óþarfa á netinu handa kærustunni sinni og komandi syni heldur en karlinn sem meinar konunni sinni um að gefa barni sínu brjóst. Með öðrum orðum; hafa í huga að meirihluti karla eru góðar manneskjur. Á sama hátt má hafa í huga að þetta glaðværa og gestrisna fólk á myndunum; flissandi skólastúlkur, fjölskyldur á ferðalagi, konurnar í Isfahan, brosandi mótorhjólatöffararar, öðlingurinn Muhamed bílstjóri og stoltur pabbi á basaarnum, eru meiri og betri fulltrúar múslima en þeir sem skipulögðu, framkvæmdu og fagna grimmdarverkunum í París. Eru bara venjulegt fólk sem þykir vænt um krakkana sína, borðar kökur og fer í ferðalög en finnst best að koma heim eins og okkur hinum. Mér finnst allavega gott að hugsa þetta svona.“ Færslu Sigþrúðar má sjá í heild sinni hér að neðan.Hryðjuverk og ótti fólks við múslima; ég veit nákvæmlega hvernig þetta er því ég þekki svona ótta. Ég á reyndar ekki í...Posted by Sigþrúður Guðmundsdóttir on Sunday, 15 November 2015 Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
„Hryðjuverk og ótti fólks við múslima; ég veit nákvæmlega hvernig þetta er því ég þekki svona ótta. Ég á reyndar ekki í alhæfingarvanda með múslima en ég á stundum í þess háttar vanda með karlmenn. Ég vinn í húsi þar sem ég heyri sögur hundraða kvenna sem hafa verið misnotaðar og beittar ofbeldi af karlmönnum. Sumar "bara" af einum karli en líklega flestar, þegar vel er gáð, af mörgum körlum yfir ævina.“ Svona hefst Facebook-færsla Sigþrúðar Guðmundsdóttur, fræðslu- og framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins sem hún setti á síðu sína í gær. Færslan hefur vakið mikla athygli en henni hefur verið deilt tæplega 300 sinnum. Í færslunni setur Sigþrúður ótta fólks við múslima í samhengi við þann ótta við karlmenn sem hún segist þekkja en hún segir meðal annars: „Ekki halda að ég þekki ekki vandann sem felst í því að minnihluti hóps hagar sér á þann hátt að það er erfitt að láta það ekki hafa áhrif á það hvernig ég lít á allan hópinn. Ég veit alveg hvernig það er að vera næstum dottin í gryfjuna "konur sem hata karla" og ég veit að það er á mína ábyrgð að passa að ég lendi ekki þar. Ég þarf að minna mig á að hver karl stendur fyrir sjálfan sig en ekki alla kynbræður sína.“ Sigþrúður telur síðan upp ýmsa menn í sínu lífi og tekur dæmi um góðmennsku þeirra. Segir hún að hún verði að muna eftir því að þeir séu ekki fulltrúi allra þeirra karla sem nauðga og niðurlægja. Á sama hátt séu hryðjuverkamennirnir í París ekki fulltrúar allra múslima en Sigþrúður lýkur langri færslu sinni á þessum orðum: „Að tengdasonurinn minn er meiri fulltrúi karla þegar hann pantar einhvern fallegan óþarfa á netinu handa kærustunni sinni og komandi syni heldur en karlinn sem meinar konunni sinni um að gefa barni sínu brjóst. Með öðrum orðum; hafa í huga að meirihluti karla eru góðar manneskjur. Á sama hátt má hafa í huga að þetta glaðværa og gestrisna fólk á myndunum; flissandi skólastúlkur, fjölskyldur á ferðalagi, konurnar í Isfahan, brosandi mótorhjólatöffararar, öðlingurinn Muhamed bílstjóri og stoltur pabbi á basaarnum, eru meiri og betri fulltrúar múslima en þeir sem skipulögðu, framkvæmdu og fagna grimmdarverkunum í París. Eru bara venjulegt fólk sem þykir vænt um krakkana sína, borðar kökur og fer í ferðalög en finnst best að koma heim eins og okkur hinum. Mér finnst allavega gott að hugsa þetta svona.“ Færslu Sigþrúðar má sjá í heild sinni hér að neðan.Hryðjuverk og ótti fólks við múslima; ég veit nákvæmlega hvernig þetta er því ég þekki svona ótta. Ég á reyndar ekki í...Posted by Sigþrúður Guðmundsdóttir on Sunday, 15 November 2015
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11
Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25
Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00
Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34