Nafn Heimis fjarlægt að beiðni KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2015 11:02 Umrædd auglýsing frá Úrval Útsýn. Sigurður er til hægri á myndinni. Samsett mynd/Vísir/Getty Nafn Heimis Hallgrímssonar, annars þjálfara A-landsliðs karla, var fjarlægt úr heiti knattspyrnuskóla sem ferðaskrifstofan Úrval Útsýn skipuleggur fyrir unga knattspyrnuiðkendur. Námskeiðið fer fram á Spáni í lok júlí næstkomandi. Upphaflega var vikulangt námskeiðið auglýst sem Knattspyrnuskóli Heimis Hallgríms, Errea og Coca Cola, líkt og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu. Á heimasíðu Úrvals Útsýnar heitir það nú einfaldlega „Knattspyrnuskólinn“. „Einhverjum fannst óviðeigandi að nafn mitt væri sett við skólann á þennan hátt og því dró ég mig úr skólastjórastöðunni,“ sagði Heimir í samtali við Vísi í dag vegna málsins. Hann reiknar þó með að eiga aðkomu að námskeiðinu eins og upphaflega stóð til. „Það var farið af stað með góðum vilja en fyrst þetta fór fyrir brjóstið á einhverjum þá taldi ég þetta bestu niðurstöðuna,“ segir Heimir og bætir við að sonur hans verði þátttakandi á námskeiðinu og því verði hann staddur ytra á meðan það fer fram. Sigurður Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, er yfirmaður íþróttadeildar Úrvals Útsýnar. Hann segir að það sé rétt að nafn Heimis hafi verið fjarlægt að beiðni Heimis og KSÍ. „KSÍ vildi tóna niður hans aðkomu, enda er hann í vinnu þar. Það var gert til að koma í veg fyrir einhverjar hugsanlegar raddir um hagsmunaárekstra.“ Sigurður bætir við að enginn hafi hætt við eftir að námskeiðslýsingunni var breytt og að vel hafi selst á námskeiðið. Líklegt er að það verði uppselt strax í næstu viku. „Þetta er frábær skóli fyrir íslenska krakka og hefur verið tekið gríðarlega jákvætt í verkefnið. Það er rós í hnappagatið fyrir alla þá sem að því koma.“ Ekki náðist í Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar. Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira
Nafn Heimis Hallgrímssonar, annars þjálfara A-landsliðs karla, var fjarlægt úr heiti knattspyrnuskóla sem ferðaskrifstofan Úrval Útsýn skipuleggur fyrir unga knattspyrnuiðkendur. Námskeiðið fer fram á Spáni í lok júlí næstkomandi. Upphaflega var vikulangt námskeiðið auglýst sem Knattspyrnuskóli Heimis Hallgríms, Errea og Coca Cola, líkt og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu. Á heimasíðu Úrvals Útsýnar heitir það nú einfaldlega „Knattspyrnuskólinn“. „Einhverjum fannst óviðeigandi að nafn mitt væri sett við skólann á þennan hátt og því dró ég mig úr skólastjórastöðunni,“ sagði Heimir í samtali við Vísi í dag vegna málsins. Hann reiknar þó með að eiga aðkomu að námskeiðinu eins og upphaflega stóð til. „Það var farið af stað með góðum vilja en fyrst þetta fór fyrir brjóstið á einhverjum þá taldi ég þetta bestu niðurstöðuna,“ segir Heimir og bætir við að sonur hans verði þátttakandi á námskeiðinu og því verði hann staddur ytra á meðan það fer fram. Sigurður Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, er yfirmaður íþróttadeildar Úrvals Útsýnar. Hann segir að það sé rétt að nafn Heimis hafi verið fjarlægt að beiðni Heimis og KSÍ. „KSÍ vildi tóna niður hans aðkomu, enda er hann í vinnu þar. Það var gert til að koma í veg fyrir einhverjar hugsanlegar raddir um hagsmunaárekstra.“ Sigurður bætir við að enginn hafi hætt við eftir að námskeiðslýsingunni var breytt og að vel hafi selst á námskeiðið. Líklegt er að það verði uppselt strax í næstu viku. „Þetta er frábær skóli fyrir íslenska krakka og hefur verið tekið gríðarlega jákvætt í verkefnið. Það er rós í hnappagatið fyrir alla þá sem að því koma.“ Ekki náðist í Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira