Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 08:00 Jana og Joula glaðar í bragði á Drafnarsteini. vísir/vilhelm „Við viljum gera allt sem er í okkar valdi til þess að halda þeim hér og erum að skoða hvernig við getum beitt okkur fyrir þeirra velferð,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarsteini, um sýrlensku systurnar Joulu og Jönu, þriggja og fjögurra ára. Joula og Jana hófu skólagöngu sína á Drafnarsteini fyrir rúmri viku. „Ég hef verið að spyrjast fyrir um hvað við getum gert. Okkur finnst ótækt að það standi til að senda þær aftur til Grikklands.“ Foreldrar systranna, þau Wael Aliyadah og Feryal Aldahash, komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum með dætur sínar. Þau sóttu um hæli á Íslandi en var neitað og umsókn þeirra verður ekki tekin fyrir þar sem fjölskyldan hefur nú þegar fengið hæli í Grikklandi. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið ætlun þeirra. Wael, faðirinn, segist hafa verið nauðbeygður til þess. Halldóra segir aðlögun systranna hafa gengið vel. Starfsmenn og foreldrar barna á leikskólanum hafa lagt þeim lið og til að mynda gefið þeim útifatnað og aðrar nauðsynjar. Systurnar geta sagt nokkur íslensk orð þrátt fyrir að hafa aðeins verið á leikskólanum í viku; skór, galli og krakkar eru á meðal orða sem þær segja á skýrri íslensku. Þær hafa líka myndað tengsl við leikfélaga sína á leikskólanum þrátt fyrir stutta veru. „Þær plumuðu sig frá fyrsta degi, það var eiginlega stórmerkilegt. Maður sá þær fylgjast með rútínunni og taka svo strax þátt. Þær voru í augljósri þörf fyrir að komast í skóla, það gleymist stundum í umræðunni að það eru mikilvæg réttindi þeirra. Það gengur svo vel hjá fjölskyldunni. Foreldrarnir hafa einnig lagt hart að sér í íslenskunámi og geta sagt nokkrar setningar á íslensku. Foreldrarnir á leikskólanum láta sér annt um fjölskylduna. Við spyrjum okkur öll að því af hverju fjölskyldan fái ekki að vera hér,“ segir Halldóra. Wael og Feryal sögðu sögu sína í Kastljósi snemma í haust. Þá greindu þau frá því að þau hefðu ekki haft annað val en að sækja um hæli í Grikklandi. Annars hefðu þau verið handtekin. Wael og Feryal óttast að vera send til baka þar sem aðstæður eru á engan hátt tryggar í Grikklandi. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Við viljum gera allt sem er í okkar valdi til þess að halda þeim hér og erum að skoða hvernig við getum beitt okkur fyrir þeirra velferð,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarsteini, um sýrlensku systurnar Joulu og Jönu, þriggja og fjögurra ára. Joula og Jana hófu skólagöngu sína á Drafnarsteini fyrir rúmri viku. „Ég hef verið að spyrjast fyrir um hvað við getum gert. Okkur finnst ótækt að það standi til að senda þær aftur til Grikklands.“ Foreldrar systranna, þau Wael Aliyadah og Feryal Aldahash, komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum með dætur sínar. Þau sóttu um hæli á Íslandi en var neitað og umsókn þeirra verður ekki tekin fyrir þar sem fjölskyldan hefur nú þegar fengið hæli í Grikklandi. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið ætlun þeirra. Wael, faðirinn, segist hafa verið nauðbeygður til þess. Halldóra segir aðlögun systranna hafa gengið vel. Starfsmenn og foreldrar barna á leikskólanum hafa lagt þeim lið og til að mynda gefið þeim útifatnað og aðrar nauðsynjar. Systurnar geta sagt nokkur íslensk orð þrátt fyrir að hafa aðeins verið á leikskólanum í viku; skór, galli og krakkar eru á meðal orða sem þær segja á skýrri íslensku. Þær hafa líka myndað tengsl við leikfélaga sína á leikskólanum þrátt fyrir stutta veru. „Þær plumuðu sig frá fyrsta degi, það var eiginlega stórmerkilegt. Maður sá þær fylgjast með rútínunni og taka svo strax þátt. Þær voru í augljósri þörf fyrir að komast í skóla, það gleymist stundum í umræðunni að það eru mikilvæg réttindi þeirra. Það gengur svo vel hjá fjölskyldunni. Foreldrarnir hafa einnig lagt hart að sér í íslenskunámi og geta sagt nokkrar setningar á íslensku. Foreldrarnir á leikskólanum láta sér annt um fjölskylduna. Við spyrjum okkur öll að því af hverju fjölskyldan fái ekki að vera hér,“ segir Halldóra. Wael og Feryal sögðu sögu sína í Kastljósi snemma í haust. Þá greindu þau frá því að þau hefðu ekki haft annað val en að sækja um hæli í Grikklandi. Annars hefðu þau verið handtekin. Wael og Feryal óttast að vera send til baka þar sem aðstæður eru á engan hátt tryggar í Grikklandi.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira