Erlent

Samþykkja nýjar viðræður um Sýrland

Samúel Karl Ólason skrifar
Sergei Lavrov, Staffan de Mistura og John Kerry á blaðamannafundi í dag.
Sergei Lavrov, Staffan de Mistura og John Kerry á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA
Sameinuðu þjóðirnar verða beðnar um að leiða viðræður á milli uppreisnarmanna og stjórnvalda í Sýrlandi. Þetta var niðurstaða fundar um Sýrland í Vínarborg í dag og í gær. Markmiðið er að koma á vopnahléi og pólitískri niðurstöðu á borgarastyrjöldinni sem geisað hefur nú þar í fjögur og hálft ár.

Á fundi háttsettra embættismanna frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Íran og fjölmörgum öðrum ríkjum í dag, var ekki komist að niðurstöðu um hlutverk Bashar al-Assad, forseta Sýrlands í friðarviðræðunum.

Sergei Lavrov og John Kerry, utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, sögðu eftir fundinn að þeir væru ósammála um málið. Rússar og Íran vilja að Assad komi að framtíð Sýrlands, en aðrir segja það ómögulegt.

Samkvæmt AP fréttaveitunni felur þessi nýja áætlun í sér vopnahlé innan fjögurra til sex mánaða. Því næst yrði skipuð ríkisstjórn til bráðabirgða sem skipuð væri bæði aðilum tengdum Assad og uppreisnarmönnum.

Nýr fundur var boðaður eftir tvær vikur.


Tengdar fréttir

Kallar eftir sveigjanlegra Evrópusambandi

Nauðsynlegt er að miklar breytingar verði gerðar á Evrópusambandinu, að mati Davids Cameron, forsætisráðherra Breta. Hann segir slíkar breytingar ekki einungis nauðsynlegar fyrir Bretland heldur líka fyrir aðra í Evrópusambandinu og utan þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×