Kosningaloforð Trudeaus sem leiddu til sigurs í Kanada Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. október 2015 07:00 Justin Trudeau, næsti forsætisráðherra Kanada, segir greinilegt að kjósendur vilji breytingar. Nordicphotos/AFP Frjálslyndi flokkurinn í Kanada vann óvæntan sigur í þingkosningunum á mánudag. Stephen Harper, leiðtogi Íhaldsflokksins, var fram á síðustu stundu talinn eiga sigurinn vísan. Sigurvegarinn Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði kjósendur hafa sent skýr skilaboð, nú eigi að gera breytingar í landinu. Harper og Íhaldsflokkurinn hafa verið við völd samfleytt í níu ár, en þegar úrslitin voru ljós sagðist Harper jafnframt ætla að segja af sér sem leiðtogi íhaldsmanna.Jafna kjör í landinu Kosningaloforð Trudeaus snerust ekki síst um að jafna kjör í landinu, hækka skatta á hátekjufólk en lækka þá á millitekjufólk. Þá ætlar hann að auka ríkisútgjöld til að styrkja innviði og koma efnahagslífinu á skrið, jafnvel þótt það kosti tímabundinn fjárlagahalla. Þá lofaði hann því að lögleiða maríjúana í Kanada en ætlar ekki að banna konum að klæðast niqab, andlitsslæðum múslima, sem Harper hafði sagst staðráðinn í að banna. „Í kvöld er Kanada að verða aftur eins og það var hér áður fyrr,“ sagði hann í ávarpi sínu eftir að kosningaúrslitin voru orðin ljós. „Við unnum sigur á neikvæðri sundurlyndispólitík með jákvæðri sýn sem þjappar Kanadamönnum saman.“Traustur þingmeirihluti Frjálslyndi flokkurinn fékk 39,5 prósent atkvæða og 184 af 338 þingsætum. Trudeau og félagar hans eru þar með komnir með traustan þingmeirihluta. Íhaldsflokkurinn hlaut 32 prósent og 102 þingsæti, en þriðji flokkurinn í slagnum, Nýi demókrataflokkurinn, fékk aðeins 19,2 prósent atkvæða og 41 þingmann. Allt fram á síðustu stundu var Nýja demókrataflokknum spáð góðu fylgi, en drjúgur hluti þess virðist hafa ákveðið seint að halla sér heldur að Frjálslynda flokknum. Trudeau er 43 ára gamall, sonur Pierre Trudeau sem var forsætisráðherra Kanada nánast óslitið frá 1968 til 1984, að undanskildu tæpu ári þegar andstæðingur hans, Joe Clark, sat í embættinu 1979-1980. Fjölmiðlar vestra hafa rifjað upp að árið 1970, þegar Pierre Trudeau hitti Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafi Nixon spaugað með að sonur kanadíska forsætisráðherrans, hinn nokkurra mánaða gamli Justin, myndi seinna meir einnig verða forsætisráðherra í Kanada. Tengdar fréttir Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Kúvending í stjórnmálum Kanada Kjósendur felldu Íhaldsflokkinn sem hafði verið í meirihluta á þingi í tíu ár. 20. október 2015 10:29 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn í Kanada vann óvæntan sigur í þingkosningunum á mánudag. Stephen Harper, leiðtogi Íhaldsflokksins, var fram á síðustu stundu talinn eiga sigurinn vísan. Sigurvegarinn Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði kjósendur hafa sent skýr skilaboð, nú eigi að gera breytingar í landinu. Harper og Íhaldsflokkurinn hafa verið við völd samfleytt í níu ár, en þegar úrslitin voru ljós sagðist Harper jafnframt ætla að segja af sér sem leiðtogi íhaldsmanna.Jafna kjör í landinu Kosningaloforð Trudeaus snerust ekki síst um að jafna kjör í landinu, hækka skatta á hátekjufólk en lækka þá á millitekjufólk. Þá ætlar hann að auka ríkisútgjöld til að styrkja innviði og koma efnahagslífinu á skrið, jafnvel þótt það kosti tímabundinn fjárlagahalla. Þá lofaði hann því að lögleiða maríjúana í Kanada en ætlar ekki að banna konum að klæðast niqab, andlitsslæðum múslima, sem Harper hafði sagst staðráðinn í að banna. „Í kvöld er Kanada að verða aftur eins og það var hér áður fyrr,“ sagði hann í ávarpi sínu eftir að kosningaúrslitin voru orðin ljós. „Við unnum sigur á neikvæðri sundurlyndispólitík með jákvæðri sýn sem þjappar Kanadamönnum saman.“Traustur þingmeirihluti Frjálslyndi flokkurinn fékk 39,5 prósent atkvæða og 184 af 338 þingsætum. Trudeau og félagar hans eru þar með komnir með traustan þingmeirihluta. Íhaldsflokkurinn hlaut 32 prósent og 102 þingsæti, en þriðji flokkurinn í slagnum, Nýi demókrataflokkurinn, fékk aðeins 19,2 prósent atkvæða og 41 þingmann. Allt fram á síðustu stundu var Nýja demókrataflokknum spáð góðu fylgi, en drjúgur hluti þess virðist hafa ákveðið seint að halla sér heldur að Frjálslynda flokknum. Trudeau er 43 ára gamall, sonur Pierre Trudeau sem var forsætisráðherra Kanada nánast óslitið frá 1968 til 1984, að undanskildu tæpu ári þegar andstæðingur hans, Joe Clark, sat í embættinu 1979-1980. Fjölmiðlar vestra hafa rifjað upp að árið 1970, þegar Pierre Trudeau hitti Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafi Nixon spaugað með að sonur kanadíska forsætisráðherrans, hinn nokkurra mánaða gamli Justin, myndi seinna meir einnig verða forsætisráðherra í Kanada.
Tengdar fréttir Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Kúvending í stjórnmálum Kanada Kjósendur felldu Íhaldsflokkinn sem hafði verið í meirihluta á þingi í tíu ár. 20. október 2015 10:29 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52
Kúvending í stjórnmálum Kanada Kjósendur felldu Íhaldsflokkinn sem hafði verið í meirihluta á þingi í tíu ár. 20. október 2015 10:29
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“