Liverpool náði ekki að vinna fyrsta heimaleikinn undir stjórn Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2015 17:03 Emre Can fagnar marki sínu. Vísir/Getty Liverpool var manni fleiri í 53 mínútur en tókst samt ekki að vinna fyrsta heimaleikinn undir stjórn þýska knattspyrnustjórans Jürgen Klopp í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Rubin Kazan í Evrópudeildinni. Liverpool náði ekki að nýta sér liðsmuninn eða fjölda færa sinna í leiknum og Rússarnir náðu að taka með sér stig heim þrátt fyrir að missa mann af velli í fyrri hálfleiknum. Liverpool hefur þar með gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Jürgen Klopp sem og að liðið hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni til þessa. Liverpool er með 3 stig í 2. sæti riðilsins en svissneska liðið Sion er með fjögurra stiga forskot í riðlinum eftir útisigur á Bordeaux í kvöld. Emre Can átti mjög gott skot á 9. mínútu og Liverpool-liðið var með frumkvæðið frá upphafi leiksins. Fyrsti heimaleikurinn byrjaði ekki vel því Rubin Kazan skoraði úr sínu fyrsta færi á 15. mínútu. Marko Devich skoraði markið með laglegum hætti eftir að hafa farið illa með Nathaniel Clyne, bakvörð Liverpool. Blagoy Georgiev var næstum því búinn að koma Rubin Kazan liðinu í 2-0 á 34. mínútu en Simon Mignolet varði þá vel frá honum. Oleg Kuzmin átti stoðsendinguna á Devich en hann lenti í vandræðum í framhaldinu. Fyrst fékk hann gult spjald fyrir brot á Alberto Moreno á 19. mínútu og svo braut hann á Emre Can á 37. mínútu og fékk sitt annað gula spjald. Liverpool var ekki lengi að strá salt í sárið því Emre Can skoraði jöfnunarmarkið eftir umrædda aukaspyrnu. Divock Origi skallaði þá aukaspyrnu Philippe Coutinho fyrir fætur hans í markteignum og Emre Can kom boltanum yfir marklínuna. Liverpool reyndi síðan allan seinni hálfleikinn að ná inn sigurmarkinu manni fleiri Philippe Coutinho var nálægt því á 61. mínútu skömmu áður en Jürgen Klopp tók hann af velli fyrir Christian Benteke og Benteke var líka nálægt því að skora en ekkert gekk. Christian Benteke átti skot í stöngina eftir undirbúning Adam Lallana á 80. mínútu og pressan jókst með hverri mínútunni. Liverpool tókst hinsvegar ekki að ná markinu og gerðu því enn eitt jafnteflið í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki enn unnið leik er Liverpool en meðal tveggja efstu liða í riðlinum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Liverpool var manni fleiri í 53 mínútur en tókst samt ekki að vinna fyrsta heimaleikinn undir stjórn þýska knattspyrnustjórans Jürgen Klopp í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Rubin Kazan í Evrópudeildinni. Liverpool náði ekki að nýta sér liðsmuninn eða fjölda færa sinna í leiknum og Rússarnir náðu að taka með sér stig heim þrátt fyrir að missa mann af velli í fyrri hálfleiknum. Liverpool hefur þar með gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Jürgen Klopp sem og að liðið hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni til þessa. Liverpool er með 3 stig í 2. sæti riðilsins en svissneska liðið Sion er með fjögurra stiga forskot í riðlinum eftir útisigur á Bordeaux í kvöld. Emre Can átti mjög gott skot á 9. mínútu og Liverpool-liðið var með frumkvæðið frá upphafi leiksins. Fyrsti heimaleikurinn byrjaði ekki vel því Rubin Kazan skoraði úr sínu fyrsta færi á 15. mínútu. Marko Devich skoraði markið með laglegum hætti eftir að hafa farið illa með Nathaniel Clyne, bakvörð Liverpool. Blagoy Georgiev var næstum því búinn að koma Rubin Kazan liðinu í 2-0 á 34. mínútu en Simon Mignolet varði þá vel frá honum. Oleg Kuzmin átti stoðsendinguna á Devich en hann lenti í vandræðum í framhaldinu. Fyrst fékk hann gult spjald fyrir brot á Alberto Moreno á 19. mínútu og svo braut hann á Emre Can á 37. mínútu og fékk sitt annað gula spjald. Liverpool var ekki lengi að strá salt í sárið því Emre Can skoraði jöfnunarmarkið eftir umrædda aukaspyrnu. Divock Origi skallaði þá aukaspyrnu Philippe Coutinho fyrir fætur hans í markteignum og Emre Can kom boltanum yfir marklínuna. Liverpool reyndi síðan allan seinni hálfleikinn að ná inn sigurmarkinu manni fleiri Philippe Coutinho var nálægt því á 61. mínútu skömmu áður en Jürgen Klopp tók hann af velli fyrir Christian Benteke og Benteke var líka nálægt því að skora en ekkert gekk. Christian Benteke átti skot í stöngina eftir undirbúning Adam Lallana á 80. mínútu og pressan jókst með hverri mínútunni. Liverpool tókst hinsvegar ekki að ná markinu og gerðu því enn eitt jafnteflið í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki enn unnið leik er Liverpool en meðal tveggja efstu liða í riðlinum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira