Einn sem stendur undir millinafni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2015 07:00 Wayne Rooney. Vísir/Getty Allflestir knattspyrnu-unnendur þekkja Wayne Rooney mætavel. Færri vita að hann heitir fullu nafni Wayne Mark Rooney og óhætt að fullyrða að hann standi svo sannarlega undir (milli)nafni. Ferill Rooneys er glæsilegur eins og kemur fram hér á síðunni. Hann varð yngsti leikmaður og markaskorari bæði Everton, þar sem hann hóf ferilinn, og enska landsliðsins. Hann varð svo dýrasti táningur sögunnar þegar Manchester United keypti hann á 25,6 milljónir punda. Mörgum þótti glapræði á sínum tíma að greiða svo mikið fyrir átján ára pilt en margsinnis hefur komið í ljós að United gerði kjarakaup. Það væri of mikið verk að tíunda öll afrek Waynes Rooney í þessum fáu línum. Hann hefur notið mikillar velgengni, innan vallar sem utan, en einnig komið sér í klandur fyrir misgáfuleg uppátæki í einkalífi sínu. Þá setti hann allt á annan endann þegar hann fór fram á að verða seldur frá Manchester United árið 2010. Hann viðurkenndi síðar að það hafi verið stærstu mistök ferils síns. Rooney fagnar þrítugsafmæli sínu í dag og stendur því á tímamótum í lífi sínu. Það má gera ráð fyrir að hann óski sér helst sigurs á grönnunum í Manchester City í borgarslag liðanna á morgun en í húfi er mögulega toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill og ef til vill viðeigandi að rifja upp sögu úr æsku Rooneys. Þegar hann var tíu ára fékk hann að vera lukkutröll Everton í borgarslag gegn Liverpool og ganga með sínum mönnum út á völl. Meðal fríðindanna sem fylgdu því hlutverki var að fá að skjóta á markvörð Everton í upphitun. Hinn íturvaxni og skrautlegi Neville Southall var þá markvörður Everton. Rooney fór þó illa með gamla manninn og í stað þess að skjóta á hann vippaði sá stutti boltanum yfir Southall hvað eftir annað og í markið. „Þetta fór í taugarnar á Big Nev,“ rifjaði Dave Watson, sem var fyrirliði Everton í leiknum, síðar upp í viðtali við enska miðla. „Neville var yfirleitt ekkert að skafa utan af hlutunum og lét strákinn hafa það óþvegið.“ Wayne Mark hefur síðan þá ekki hætt að hrella markverði og er ekki útlit fyrir að hann láti af þeirri iðju á næstu árum.Vísir/GettyFerill Wayne Rooney:Árið 200217. ágúst Spilaði sinn fyrsta leik með Everton.2. október Skoraði sitt fyrsta mark í 3-0 sigri á Wrexham í enska deildarbikarnum og varð yngsti markaskorari Everton frá upphafi.19. október Yngsti markaskorari ensku úrvalsdeildarinnar er hann tryggði Everton 2-1 sigur á Arsenal með draumamarki.Árið 200312. febrúar Frumraun með enska landsliðinu í vináttulandsleik gegn Ástralíu. Varð yngsti landsliðsmaður Englands.6. september Skoraði gegn Makedóníu og varð yngsti markaskorari Englands frá upphafi.Árið 2004Ágúst Samdi við Manchester United sem greiddi metupphæð fyrir táning.Árið 200821. maí Vann Meistaradeild Evrópu með Manchester United eftir sigur á Chelsea, 6-5, í vítaspyrnukeppni.Árið 201025. apríl Valinn leikmaður ársins af leikmönnum. Skoraði 34 mörk það tímabilið.Árið 201112. febrúar Tryggði United sigur gegn City í Manchester-slagnum með hjólhestaspyrnu á 78. mínútu.Árið 2014Ágúst Gerður að fyrirliða Manchester United eftir að hafa spilað í áratug með félaginu. Gerður að landsliðsfyrirliða í sama mánuði.Árið 20158. september Skoraði sitt 50. landsliðsmark og varð markahæsti leikmaður Englands frá upphafi. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira
Allflestir knattspyrnu-unnendur þekkja Wayne Rooney mætavel. Færri vita að hann heitir fullu nafni Wayne Mark Rooney og óhætt að fullyrða að hann standi svo sannarlega undir (milli)nafni. Ferill Rooneys er glæsilegur eins og kemur fram hér á síðunni. Hann varð yngsti leikmaður og markaskorari bæði Everton, þar sem hann hóf ferilinn, og enska landsliðsins. Hann varð svo dýrasti táningur sögunnar þegar Manchester United keypti hann á 25,6 milljónir punda. Mörgum þótti glapræði á sínum tíma að greiða svo mikið fyrir átján ára pilt en margsinnis hefur komið í ljós að United gerði kjarakaup. Það væri of mikið verk að tíunda öll afrek Waynes Rooney í þessum fáu línum. Hann hefur notið mikillar velgengni, innan vallar sem utan, en einnig komið sér í klandur fyrir misgáfuleg uppátæki í einkalífi sínu. Þá setti hann allt á annan endann þegar hann fór fram á að verða seldur frá Manchester United árið 2010. Hann viðurkenndi síðar að það hafi verið stærstu mistök ferils síns. Rooney fagnar þrítugsafmæli sínu í dag og stendur því á tímamótum í lífi sínu. Það má gera ráð fyrir að hann óski sér helst sigurs á grönnunum í Manchester City í borgarslag liðanna á morgun en í húfi er mögulega toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill og ef til vill viðeigandi að rifja upp sögu úr æsku Rooneys. Þegar hann var tíu ára fékk hann að vera lukkutröll Everton í borgarslag gegn Liverpool og ganga með sínum mönnum út á völl. Meðal fríðindanna sem fylgdu því hlutverki var að fá að skjóta á markvörð Everton í upphitun. Hinn íturvaxni og skrautlegi Neville Southall var þá markvörður Everton. Rooney fór þó illa með gamla manninn og í stað þess að skjóta á hann vippaði sá stutti boltanum yfir Southall hvað eftir annað og í markið. „Þetta fór í taugarnar á Big Nev,“ rifjaði Dave Watson, sem var fyrirliði Everton í leiknum, síðar upp í viðtali við enska miðla. „Neville var yfirleitt ekkert að skafa utan af hlutunum og lét strákinn hafa það óþvegið.“ Wayne Mark hefur síðan þá ekki hætt að hrella markverði og er ekki útlit fyrir að hann láti af þeirri iðju á næstu árum.Vísir/GettyFerill Wayne Rooney:Árið 200217. ágúst Spilaði sinn fyrsta leik með Everton.2. október Skoraði sitt fyrsta mark í 3-0 sigri á Wrexham í enska deildarbikarnum og varð yngsti markaskorari Everton frá upphafi.19. október Yngsti markaskorari ensku úrvalsdeildarinnar er hann tryggði Everton 2-1 sigur á Arsenal með draumamarki.Árið 200312. febrúar Frumraun með enska landsliðinu í vináttulandsleik gegn Ástralíu. Varð yngsti landsliðsmaður Englands.6. september Skoraði gegn Makedóníu og varð yngsti markaskorari Englands frá upphafi.Árið 2004Ágúst Samdi við Manchester United sem greiddi metupphæð fyrir táning.Árið 200821. maí Vann Meistaradeild Evrópu með Manchester United eftir sigur á Chelsea, 6-5, í vítaspyrnukeppni.Árið 201025. apríl Valinn leikmaður ársins af leikmönnum. Skoraði 34 mörk það tímabilið.Árið 201112. febrúar Tryggði United sigur gegn City í Manchester-slagnum með hjólhestaspyrnu á 78. mínútu.Árið 2014Ágúst Gerður að fyrirliða Manchester United eftir að hafa spilað í áratug með félaginu. Gerður að landsliðsfyrirliða í sama mánuði.Árið 20158. september Skoraði sitt 50. landsliðsmark og varð markahæsti leikmaður Englands frá upphafi.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira