Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fjallar um Palestínu og Ísrael Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2015 21:57 Umhverfismál og straumur flóttamanna til Evrópu verða ofarlega á dagskrá Norðurlandaráðsþings sem fram fer í Reykjavík í næstu viku. Forseti Norðurlandaráðs segir gott að ráðið fjalli í vaxandi mæli um utanríkismál, sem er mikil stefnubreyting frá fyrri árum. Norðurlöndin fimm skiptast á að halda árleg Norðurlandaráðsþing. Þingið fer nú í fyrsta skipti fram í einu húsi í Reykjavík í Hörpu í næstu viku. Á þinginu verður meðal annars tekist á um tillögu um hvort Norðurlöndin eigi sameiginlega að láta sig málefni Palestínu og Ísrael varða. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs kynnti dagskrá þingsins í Hörpu á fréttamannafundi í dag. En allt frá því skýrsla nefndar undir formennsku Torvalds Stoltenberg var birt árið 2009 um framtíðarhlutverk ráðsins, hafa utanríkismál komist þar á dagskrá. „Ég held að það skipti máli að við ræðum öll þessi stóru mál á samnorrænum vettvangi. Við ætlum að hafa sérstakan fund um flóttamannavandann þar sem við fáum tvo sérfræðinga til að fara yfir það helsta. Annars vegar frá Evrópusambands hliðinni og hins vegar frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD,“ segir Höskuldur. Fyrsta stóra utanríkismálið sem tekið var fyrir á þingi Norðurlandaráðs var innrás Rússa á Krímskaga á þinginu í fyrra. Rússar brugðust illa við og breyttu stöðu skrifstofu Norðurlandaráðs í Moskvu sem varð til þess að skrifstofunni var lokað. Norðurlöndin hafa hvert um sig látið sig varða málefni Palestínu og Ísraels og nú liggur fyrir þinginu tillaga frá vinstriflokkum um að löndin beiti sér sameiginlega í þessum efnum. „Já, ég tel það mjög mikilvægt og held að það sé gott að við ræðum það á okkar vettvangi hvort að Norðurlöndin sameinuð geti stuðlað að friði. Við sjáum það núna með flóttamannavandann að þetta er svæði sem snertir okkar daglega líf á Norðurlöndunum. Við höfum rætt þessi mál í þjóðlöndunum. Sitt sýnist hverjum að sjálfsögðu. En ég held að það sé mjög gott og þarft að ræða þetta á samnorrænum vettvangi,“ segir Höskuldur. Norðurlandaráðsþingið hefst í Hörpu þriðjudaginn 27. október og stendur til 29. október. Von er á rúmlega þúsund þingfulltrúum og öðrum gestum á þingið. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Umhverfismál og straumur flóttamanna til Evrópu verða ofarlega á dagskrá Norðurlandaráðsþings sem fram fer í Reykjavík í næstu viku. Forseti Norðurlandaráðs segir gott að ráðið fjalli í vaxandi mæli um utanríkismál, sem er mikil stefnubreyting frá fyrri árum. Norðurlöndin fimm skiptast á að halda árleg Norðurlandaráðsþing. Þingið fer nú í fyrsta skipti fram í einu húsi í Reykjavík í Hörpu í næstu viku. Á þinginu verður meðal annars tekist á um tillögu um hvort Norðurlöndin eigi sameiginlega að láta sig málefni Palestínu og Ísrael varða. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs kynnti dagskrá þingsins í Hörpu á fréttamannafundi í dag. En allt frá því skýrsla nefndar undir formennsku Torvalds Stoltenberg var birt árið 2009 um framtíðarhlutverk ráðsins, hafa utanríkismál komist þar á dagskrá. „Ég held að það skipti máli að við ræðum öll þessi stóru mál á samnorrænum vettvangi. Við ætlum að hafa sérstakan fund um flóttamannavandann þar sem við fáum tvo sérfræðinga til að fara yfir það helsta. Annars vegar frá Evrópusambands hliðinni og hins vegar frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD,“ segir Höskuldur. Fyrsta stóra utanríkismálið sem tekið var fyrir á þingi Norðurlandaráðs var innrás Rússa á Krímskaga á þinginu í fyrra. Rússar brugðust illa við og breyttu stöðu skrifstofu Norðurlandaráðs í Moskvu sem varð til þess að skrifstofunni var lokað. Norðurlöndin hafa hvert um sig látið sig varða málefni Palestínu og Ísraels og nú liggur fyrir þinginu tillaga frá vinstriflokkum um að löndin beiti sér sameiginlega í þessum efnum. „Já, ég tel það mjög mikilvægt og held að það sé gott að við ræðum það á okkar vettvangi hvort að Norðurlöndin sameinuð geti stuðlað að friði. Við sjáum það núna með flóttamannavandann að þetta er svæði sem snertir okkar daglega líf á Norðurlöndunum. Við höfum rætt þessi mál í þjóðlöndunum. Sitt sýnist hverjum að sjálfsögðu. En ég held að það sé mjög gott og þarft að ræða þetta á samnorrænum vettvangi,“ segir Höskuldur. Norðurlandaráðsþingið hefst í Hörpu þriðjudaginn 27. október og stendur til 29. október. Von er á rúmlega þúsund þingfulltrúum og öðrum gestum á þingið.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira