Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fjallar um Palestínu og Ísrael Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2015 21:57 Umhverfismál og straumur flóttamanna til Evrópu verða ofarlega á dagskrá Norðurlandaráðsþings sem fram fer í Reykjavík í næstu viku. Forseti Norðurlandaráðs segir gott að ráðið fjalli í vaxandi mæli um utanríkismál, sem er mikil stefnubreyting frá fyrri árum. Norðurlöndin fimm skiptast á að halda árleg Norðurlandaráðsþing. Þingið fer nú í fyrsta skipti fram í einu húsi í Reykjavík í Hörpu í næstu viku. Á þinginu verður meðal annars tekist á um tillögu um hvort Norðurlöndin eigi sameiginlega að láta sig málefni Palestínu og Ísrael varða. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs kynnti dagskrá þingsins í Hörpu á fréttamannafundi í dag. En allt frá því skýrsla nefndar undir formennsku Torvalds Stoltenberg var birt árið 2009 um framtíðarhlutverk ráðsins, hafa utanríkismál komist þar á dagskrá. „Ég held að það skipti máli að við ræðum öll þessi stóru mál á samnorrænum vettvangi. Við ætlum að hafa sérstakan fund um flóttamannavandann þar sem við fáum tvo sérfræðinga til að fara yfir það helsta. Annars vegar frá Evrópusambands hliðinni og hins vegar frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD,“ segir Höskuldur. Fyrsta stóra utanríkismálið sem tekið var fyrir á þingi Norðurlandaráðs var innrás Rússa á Krímskaga á þinginu í fyrra. Rússar brugðust illa við og breyttu stöðu skrifstofu Norðurlandaráðs í Moskvu sem varð til þess að skrifstofunni var lokað. Norðurlöndin hafa hvert um sig látið sig varða málefni Palestínu og Ísraels og nú liggur fyrir þinginu tillaga frá vinstriflokkum um að löndin beiti sér sameiginlega í þessum efnum. „Já, ég tel það mjög mikilvægt og held að það sé gott að við ræðum það á okkar vettvangi hvort að Norðurlöndin sameinuð geti stuðlað að friði. Við sjáum það núna með flóttamannavandann að þetta er svæði sem snertir okkar daglega líf á Norðurlöndunum. Við höfum rætt þessi mál í þjóðlöndunum. Sitt sýnist hverjum að sjálfsögðu. En ég held að það sé mjög gott og þarft að ræða þetta á samnorrænum vettvangi,“ segir Höskuldur. Norðurlandaráðsþingið hefst í Hörpu þriðjudaginn 27. október og stendur til 29. október. Von er á rúmlega þúsund þingfulltrúum og öðrum gestum á þingið. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Umhverfismál og straumur flóttamanna til Evrópu verða ofarlega á dagskrá Norðurlandaráðsþings sem fram fer í Reykjavík í næstu viku. Forseti Norðurlandaráðs segir gott að ráðið fjalli í vaxandi mæli um utanríkismál, sem er mikil stefnubreyting frá fyrri árum. Norðurlöndin fimm skiptast á að halda árleg Norðurlandaráðsþing. Þingið fer nú í fyrsta skipti fram í einu húsi í Reykjavík í Hörpu í næstu viku. Á þinginu verður meðal annars tekist á um tillögu um hvort Norðurlöndin eigi sameiginlega að láta sig málefni Palestínu og Ísrael varða. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs kynnti dagskrá þingsins í Hörpu á fréttamannafundi í dag. En allt frá því skýrsla nefndar undir formennsku Torvalds Stoltenberg var birt árið 2009 um framtíðarhlutverk ráðsins, hafa utanríkismál komist þar á dagskrá. „Ég held að það skipti máli að við ræðum öll þessi stóru mál á samnorrænum vettvangi. Við ætlum að hafa sérstakan fund um flóttamannavandann þar sem við fáum tvo sérfræðinga til að fara yfir það helsta. Annars vegar frá Evrópusambands hliðinni og hins vegar frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD,“ segir Höskuldur. Fyrsta stóra utanríkismálið sem tekið var fyrir á þingi Norðurlandaráðs var innrás Rússa á Krímskaga á þinginu í fyrra. Rússar brugðust illa við og breyttu stöðu skrifstofu Norðurlandaráðs í Moskvu sem varð til þess að skrifstofunni var lokað. Norðurlöndin hafa hvert um sig látið sig varða málefni Palestínu og Ísraels og nú liggur fyrir þinginu tillaga frá vinstriflokkum um að löndin beiti sér sameiginlega í þessum efnum. „Já, ég tel það mjög mikilvægt og held að það sé gott að við ræðum það á okkar vettvangi hvort að Norðurlöndin sameinuð geti stuðlað að friði. Við sjáum það núna með flóttamannavandann að þetta er svæði sem snertir okkar daglega líf á Norðurlöndunum. Við höfum rætt þessi mál í þjóðlöndunum. Sitt sýnist hverjum að sjálfsögðu. En ég held að það sé mjög gott og þarft að ræða þetta á samnorrænum vettvangi,“ segir Höskuldur. Norðurlandaráðsþingið hefst í Hörpu þriðjudaginn 27. október og stendur til 29. október. Von er á rúmlega þúsund þingfulltrúum og öðrum gestum á þingið.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira