Víetnömsku hjónin fá dvalarleyfi Þórhildur Þorkelsdóttir. skrifar 26. október 2015 19:00 Víetnömsk hjón, sem Útlendingastofnun óskaði eftir að lögregla rannsakaði vegna gruns um málamyndahjúskap, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Þau kærðu Landspítalann í dag vegna leka á persónuupplýsingum til Útlendingastofnunar. Forstjóri Persónuverndar segir slíka leka vera mannréttindabrot. Fréttablaðið greindi í síðustu viku frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna, Van Hao Do og Thi Thuy Nguyen, vegna gruns um málamyndahjúskap. Sá grunur byggir á símtali frá Landspítalanum í kringum fæðingu dóttur hjónanna, þar sem starfsmaður lýsir því að konan sé mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í dag var fallið frá þeirri rannsókn. Van Hao hefur búið á Íslandi frá barnsaldri og er með varanlegt dvalarleyfi hér en Thi sótti fyrst um íslenskt dvalarleyfi fyrir um einu og hálfu ári, eða í júlí 2014. „Það er auðvitað bara mjög ánægjulegt að málið skuli hafa verið afgreitt svona hratt, sex dögum eftir að það komst í umfjöllun. Ég hef ekki áður orðið vitni að svona hraðri málsmeðferð svo við fögnum því,“ segir Björg Valgeirsdóttir lögmaður hjónanna. Engu að síður kærðu Van Hao og Thi Landspítalann í dag fyrir leka á viðkvæmum persónuupplýsingum. „Það er klárt að það hefur verið brotið á þeirra mannréttindum. Ólögleg miðlum upplýsinga eða leki frá Landspítalanum til Útlendingastofnunar, og svo frá Útlendingastofnun til lögreglunnar. Þetta er mjög alvarlegt og þess vegna verður farið með málið alla leið,“ segir Björg. Í lögum um réttindi sjúklinga segir að starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kemst að í starfi sínu. Þá segir í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að starfsmanni sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu. Brot við þessu geta varðað fjársektum eða fangelsi allt að einu ári. Persónuvernd óskaði á föstudag eftir gögnum frá bæði spítalanum og Útlendingastofnunar vegna málsins. „Það á að vera þannig að borgarinn geti treyst því að upplýsingar sem verða til í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna fari ekki annað en þangað sem þær eiga að fara,“ segir Helga Þórsdóttir, forstjóri Persónuverndar. Slík brot séu litin alvarlegum augum. „Persónuupplýsingar hafa verið taldar til grundvallarmannréttinda. Ef að þeim er lekið þá er þetta í eðli sínu brot á mannréttindum fólks,“ segir Helga. Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Landspítalinn lak upplýsingum til Útlendingastofnunar. 25. október 2015 19:34 Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Víetnömsk hjón, sem Útlendingastofnun óskaði eftir að lögregla rannsakaði vegna gruns um málamyndahjúskap, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Þau kærðu Landspítalann í dag vegna leka á persónuupplýsingum til Útlendingastofnunar. Forstjóri Persónuverndar segir slíka leka vera mannréttindabrot. Fréttablaðið greindi í síðustu viku frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna, Van Hao Do og Thi Thuy Nguyen, vegna gruns um málamyndahjúskap. Sá grunur byggir á símtali frá Landspítalanum í kringum fæðingu dóttur hjónanna, þar sem starfsmaður lýsir því að konan sé mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í dag var fallið frá þeirri rannsókn. Van Hao hefur búið á Íslandi frá barnsaldri og er með varanlegt dvalarleyfi hér en Thi sótti fyrst um íslenskt dvalarleyfi fyrir um einu og hálfu ári, eða í júlí 2014. „Það er auðvitað bara mjög ánægjulegt að málið skuli hafa verið afgreitt svona hratt, sex dögum eftir að það komst í umfjöllun. Ég hef ekki áður orðið vitni að svona hraðri málsmeðferð svo við fögnum því,“ segir Björg Valgeirsdóttir lögmaður hjónanna. Engu að síður kærðu Van Hao og Thi Landspítalann í dag fyrir leka á viðkvæmum persónuupplýsingum. „Það er klárt að það hefur verið brotið á þeirra mannréttindum. Ólögleg miðlum upplýsinga eða leki frá Landspítalanum til Útlendingastofnunar, og svo frá Útlendingastofnun til lögreglunnar. Þetta er mjög alvarlegt og þess vegna verður farið með málið alla leið,“ segir Björg. Í lögum um réttindi sjúklinga segir að starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kemst að í starfi sínu. Þá segir í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að starfsmanni sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu. Brot við þessu geta varðað fjársektum eða fangelsi allt að einu ári. Persónuvernd óskaði á föstudag eftir gögnum frá bæði spítalanum og Útlendingastofnunar vegna málsins. „Það á að vera þannig að borgarinn geti treyst því að upplýsingar sem verða til í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna fari ekki annað en þangað sem þær eiga að fara,“ segir Helga Þórsdóttir, forstjóri Persónuverndar. Slík brot séu litin alvarlegum augum. „Persónuupplýsingar hafa verið taldar til grundvallarmannréttinda. Ef að þeim er lekið þá er þetta í eðli sínu brot á mannréttindum fólks,“ segir Helga.
Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Landspítalinn lak upplýsingum til Útlendingastofnunar. 25. október 2015 19:34 Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Landspítalinn lak upplýsingum til Útlendingastofnunar. 25. október 2015 19:34
Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00
Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00
Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00