Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Snærós Sindradóttir skrifar 22. október 2015 13:00 Hao, Sandra og Thuy á heimili sínu. Dóttir þeirra er rúmlega eins árs gömul. Vísir/Vilhelm „Þetta er sönn ást og sönn saga. Við giftum okkur af alvöru út af ást,“ segja hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio. Fréttablaðið hefur fjallað um málið þeirra síðustu daga en nú stíga þau fram til að svara ásökunum Útlendingastofnunar um að þau séu í málamyndahjónabandi. Thuy er 22 ára gömul og kom hingað til lands sem au pair fyrir fjölskyldu sína í mars árið 2013. Hún eyddi miklum tíma með frænda sínum og besta vin hans sem er Hao Van og fljótlega urðu þau ástfangin. Þau segja það ekki hafa verið ást við fyrstu sýn en eftir að hafa hist nokkrum sinnum urðu þau hrifin, fóru á stefnumót og sambandið þróaðist. Fyrirséð var að dvalarleyfi Thuy sem au pair rynni út í apríl 2014. Þau giftu sig og héldu mikla veislu þann 28. desember 2013. Það er ekki launungamál að giftingin bar brátt að vegna þess að landvistarleyfið var við það að renna út. En þá var Thuy líka orðin ólétt eftir Hao. „Frá því að við skiluðum inn giftingarvottorðinu hefur Útlendingastofnun haft auga með okkur,“ segir Hao. Sjá einnig: „Þessar upplýsingar bárust okkur í símtali“Thuy og Hao á brúðkaupsdaginnMynd/Úr einkasafniLandvistarleyfi Thuy rann út í apríl og þá skiluðu þau inn umsókn um varanlegt landvistarleyfi. Dóttir þeirra Sandra fæddist svo á Landspítalanum við Hringbraut þann 3. september 2014. Meðgangan gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Thuy þurfti meðferð og eftirlit við meðgöngusykursýki. Það var svo í desember 2014 sem Útlendingastofnun sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um að formleg rannsókn hæfist á því hvort hjúskapurinn væri til málamynda. Í bréfinu segir að myndbandsupptaka úr brúðkaupinu, sem hjónin skiluðu inn til staðfestingar á hjónabandi sínu, sýndi að brúðurin væri leið og virkaði óhamingjusöm. Þessu svarar Thuy á þá leið að hún hafi verið glöð með ráðahaginn en meðgöngukvillar, ógleði og þess háttar, hafi gert henni lífið mjög leitt á brúðkaupsdaginn. Hao og Thuy á heimili þeirraVÍSIR/VILHELMÍ bréfinu til lögreglunnar kemur líka fram að upplýsingar hafa borist frá Landspítalanum um að Thuy væri barnaleg og ung og maður hennar Hao óframfærinn. Engin svör hafa borist frá spítalanum um hver veitti Útlendingastofnun þessar upplýsingar en það er með öllu óheimilt. Hao hafnar því að hafa verið óframfærinn á spítalanum. "Ég var með henni í öllum heimsóknum á spítalann. Svo tók ég á móti barninu mínu eins og aðrir feður." Í bréfi Útlendingastofnunar til lögreglu er hvergi vikið að því að Thuy og Hao eigi barn saman. Í febrúar 2015 eru hjónin svo boðuð í fyrsta viðtal til Útlendingastofnunar. „Við höfðum ekki undirbúið okkur fyrir svona persónulegt viðtal. Við hefðum átt að undirbúa okkur betur,“ segja hjónin. Sjá einnig:Sökuð um málamyndahjónabandHao og Thuy á brúðkaupsdaginn ásamt fjölskyldum sínum.Mynd/úr einkasafniÞað er svo ekki fyrr en í júní sem hjónunum berst bréf frá Útlendingastofnun þar sem sagt er frá því að grunur leiki á að um málamyndahjónaband sé að ræða. „Ef Útlendingastofnun hefur grun um málamyndahjónaband, af hverju gera þau þá ekki bara alvöru rannsókn? Af hverju skoða þau ekki stóra samhengið? Lögreglan má koma í heimsókn hvenær sem er. Það má líka taka blóðprufu til að sanna að hún sé dóttir mín. En í staðinn reynir Útlendingastofnun að draga þetta á langinn sem hefur mjög mikil áhrif á fjölskylduna. Núna vinn ég einn að framfæri fjölskyldunnar sem er mjög erfitt.“ Thuy hefur verið boðin vinna við ræstingar en vegna stöðu hennar í landinu má hún ekki taka henni. Að eigin sögn fór hún með ráðningarsamning til Útlendingastofnunar ti l sönnunar en var sagt að hún mætti ekki taka vinnunni. Fjölskyldan er því blönk og illa stödd. Thuy langar að læra íslensku en það strandar á fjárhagnum. „Ef ég fengi vinnu þá gæti ég fengið námið niðurgreitt frá stéttarfélaginu.“ En fyrst og fremst þykir þeim brotið á sér. Þau upplifa að Útlendingastofnun standi í vegi fyrir því að þau geti hafið eðlilegt líf hér á landi og komið undir sig fótunum. Þau vilja að dóttir þeirra fari á leikskóla og Thuy út á vinnumarkaðinn. Flóttamenn Tengdar fréttir Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Þetta er sönn ást og sönn saga. Við giftum okkur af alvöru út af ást,“ segja hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio. Fréttablaðið hefur fjallað um málið þeirra síðustu daga en nú stíga þau fram til að svara ásökunum Útlendingastofnunar um að þau séu í málamyndahjónabandi. Thuy er 22 ára gömul og kom hingað til lands sem au pair fyrir fjölskyldu sína í mars árið 2013. Hún eyddi miklum tíma með frænda sínum og besta vin hans sem er Hao Van og fljótlega urðu þau ástfangin. Þau segja það ekki hafa verið ást við fyrstu sýn en eftir að hafa hist nokkrum sinnum urðu þau hrifin, fóru á stefnumót og sambandið þróaðist. Fyrirséð var að dvalarleyfi Thuy sem au pair rynni út í apríl 2014. Þau giftu sig og héldu mikla veislu þann 28. desember 2013. Það er ekki launungamál að giftingin bar brátt að vegna þess að landvistarleyfið var við það að renna út. En þá var Thuy líka orðin ólétt eftir Hao. „Frá því að við skiluðum inn giftingarvottorðinu hefur Útlendingastofnun haft auga með okkur,“ segir Hao. Sjá einnig: „Þessar upplýsingar bárust okkur í símtali“Thuy og Hao á brúðkaupsdaginnMynd/Úr einkasafniLandvistarleyfi Thuy rann út í apríl og þá skiluðu þau inn umsókn um varanlegt landvistarleyfi. Dóttir þeirra Sandra fæddist svo á Landspítalanum við Hringbraut þann 3. september 2014. Meðgangan gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Thuy þurfti meðferð og eftirlit við meðgöngusykursýki. Það var svo í desember 2014 sem Útlendingastofnun sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um að formleg rannsókn hæfist á því hvort hjúskapurinn væri til málamynda. Í bréfinu segir að myndbandsupptaka úr brúðkaupinu, sem hjónin skiluðu inn til staðfestingar á hjónabandi sínu, sýndi að brúðurin væri leið og virkaði óhamingjusöm. Þessu svarar Thuy á þá leið að hún hafi verið glöð með ráðahaginn en meðgöngukvillar, ógleði og þess háttar, hafi gert henni lífið mjög leitt á brúðkaupsdaginn. Hao og Thuy á heimili þeirraVÍSIR/VILHELMÍ bréfinu til lögreglunnar kemur líka fram að upplýsingar hafa borist frá Landspítalanum um að Thuy væri barnaleg og ung og maður hennar Hao óframfærinn. Engin svör hafa borist frá spítalanum um hver veitti Útlendingastofnun þessar upplýsingar en það er með öllu óheimilt. Hao hafnar því að hafa verið óframfærinn á spítalanum. "Ég var með henni í öllum heimsóknum á spítalann. Svo tók ég á móti barninu mínu eins og aðrir feður." Í bréfi Útlendingastofnunar til lögreglu er hvergi vikið að því að Thuy og Hao eigi barn saman. Í febrúar 2015 eru hjónin svo boðuð í fyrsta viðtal til Útlendingastofnunar. „Við höfðum ekki undirbúið okkur fyrir svona persónulegt viðtal. Við hefðum átt að undirbúa okkur betur,“ segja hjónin. Sjá einnig:Sökuð um málamyndahjónabandHao og Thuy á brúðkaupsdaginn ásamt fjölskyldum sínum.Mynd/úr einkasafniÞað er svo ekki fyrr en í júní sem hjónunum berst bréf frá Útlendingastofnun þar sem sagt er frá því að grunur leiki á að um málamyndahjónaband sé að ræða. „Ef Útlendingastofnun hefur grun um málamyndahjónaband, af hverju gera þau þá ekki bara alvöru rannsókn? Af hverju skoða þau ekki stóra samhengið? Lögreglan má koma í heimsókn hvenær sem er. Það má líka taka blóðprufu til að sanna að hún sé dóttir mín. En í staðinn reynir Útlendingastofnun að draga þetta á langinn sem hefur mjög mikil áhrif á fjölskylduna. Núna vinn ég einn að framfæri fjölskyldunnar sem er mjög erfitt.“ Thuy hefur verið boðin vinna við ræstingar en vegna stöðu hennar í landinu má hún ekki taka henni. Að eigin sögn fór hún með ráðningarsamning til Útlendingastofnunar ti l sönnunar en var sagt að hún mætti ekki taka vinnunni. Fjölskyldan er því blönk og illa stödd. Thuy langar að læra íslensku en það strandar á fjárhagnum. „Ef ég fengi vinnu þá gæti ég fengið námið niðurgreitt frá stéttarfélaginu.“ En fyrst og fremst þykir þeim brotið á sér. Þau upplifa að Útlendingastofnun standi í vegi fyrir því að þau geti hafið eðlilegt líf hér á landi og komið undir sig fótunum. Þau vilja að dóttir þeirra fari á leikskóla og Thuy út á vinnumarkaðinn.
Flóttamenn Tengdar fréttir Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00
Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00