Freyr: Stoltur af þeim Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2015 19:42 Freyr Alexandersson á hliðarlínunni í leik Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm Ísland vann afar sannfærandi 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í kvöld og er fyrir vikið í efsta sæti riðilsins að loknum þremur leikjum með fullt hús stiga og markatöluna 12-0. Ísland vann Makedóníu ytra í síðustu viku, 4-0, og heldur nú í vetrarfrí með frábært veganesti. Freyr talaði um fyrir leikina tvo að stelpurnar þyrftu að hafa hugarfarið í lagi og sást vel á leiknum í kvöld hversu öflugar stelpurnar voru á öllum sviðum. „Ég er svolítið stoltur af þeim - þetta var helvíti gott,“ sagði glaðbeittur Freyr þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. „Leikmenn fóru eftir því sem við höfðum verið að djöflast í alla vikuna sem var að spila góða vörn og gefa ekki færi á sér.“ Freyr segir að það sé erfitt að eiga við Slóvena þegar þeir fá blóð á tennurnar og því lagði hann ríka áherslu á að byrja leikinn af krafti. Ísland var næstum komið yfir eftir aðeins 27 sekúndur en Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fyrsta mark leiksins á fimmtándu mínútu. „Það hefði verið frábært að skora strax á fyrstu mínútu enda var það frábær sókn hjá okkur sem gaf af sér dauðafæri. En ég er samt afar ánægður með nýtinguna í dag. Við sýndum framfarar í ákvarðanatöku okkar á sóknarþriðjungi vallarins. Við höfum unnið mikið með það og rætt mikið um það við leikmenn. Við tókum þroskaðri ákvarðanir í kvöld.“ Ísland fékk þó fleiri færi í leiknum og hefði auðveldlega getað skorað mun fleiri mörk. „Það telst gott að nýta eitt færi af hverjum fjórum í kvennaknattspyrnu og við sáum í gær að Þýskaland var að nýta eitt færi af hverjum fimm [í 7-0 sigri á Tyrklandi]. Við erum að færa okkur í það að vera topplið og laga nýtinguna okkar,“ segir Freyr. Slóvenía átti sinn besta kafla í upphafi síðari hálfleiks þegar staðan var 2-0 fyrir Íslandi. „Við vorum í vandræðum þá en þess fyrir utan stjórnuðum við leiknum algjörlega. Skipulagið, sérstaklega framan af leik, var frábært og við náðum að halda þeim algjörlega niðri. Það er eitthvað til að vinna með.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira
Ísland vann afar sannfærandi 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í kvöld og er fyrir vikið í efsta sæti riðilsins að loknum þremur leikjum með fullt hús stiga og markatöluna 12-0. Ísland vann Makedóníu ytra í síðustu viku, 4-0, og heldur nú í vetrarfrí með frábært veganesti. Freyr talaði um fyrir leikina tvo að stelpurnar þyrftu að hafa hugarfarið í lagi og sást vel á leiknum í kvöld hversu öflugar stelpurnar voru á öllum sviðum. „Ég er svolítið stoltur af þeim - þetta var helvíti gott,“ sagði glaðbeittur Freyr þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. „Leikmenn fóru eftir því sem við höfðum verið að djöflast í alla vikuna sem var að spila góða vörn og gefa ekki færi á sér.“ Freyr segir að það sé erfitt að eiga við Slóvena þegar þeir fá blóð á tennurnar og því lagði hann ríka áherslu á að byrja leikinn af krafti. Ísland var næstum komið yfir eftir aðeins 27 sekúndur en Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fyrsta mark leiksins á fimmtándu mínútu. „Það hefði verið frábært að skora strax á fyrstu mínútu enda var það frábær sókn hjá okkur sem gaf af sér dauðafæri. En ég er samt afar ánægður með nýtinguna í dag. Við sýndum framfarar í ákvarðanatöku okkar á sóknarþriðjungi vallarins. Við höfum unnið mikið með það og rætt mikið um það við leikmenn. Við tókum þroskaðri ákvarðanir í kvöld.“ Ísland fékk þó fleiri færi í leiknum og hefði auðveldlega getað skorað mun fleiri mörk. „Það telst gott að nýta eitt færi af hverjum fjórum í kvennaknattspyrnu og við sáum í gær að Þýskaland var að nýta eitt færi af hverjum fimm [í 7-0 sigri á Tyrklandi]. Við erum að færa okkur í það að vera topplið og laga nýtinguna okkar,“ segir Freyr. Slóvenía átti sinn besta kafla í upphafi síðari hálfleiks þegar staðan var 2-0 fyrir Íslandi. „Við vorum í vandræðum þá en þess fyrir utan stjórnuðum við leiknum algjörlega. Skipulagið, sérstaklega framan af leik, var frábært og við náðum að halda þeim algjörlega niðri. Það er eitthvað til að vinna með.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45