Fíkniefnin í Norrænu: Sagði dóttur sinni ekki hvert hún væri að fara í frí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2015 11:48 Parið kom hingað til lands með Norrænu. vísir Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Austurlands þess efnis að hollensk kona sem grunuð er um stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands skuli sæta farbanni til 4. nóvember næstkomandi. Hún var látin laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum í kjölfar þess að Hæstiréttur hrundi gæsluvarðhaldsúrskurði yfir henni en setti hana þess í stað í farbann. Konan kom hingað til lands þann 8. september síðastliðinn ásamt manni sínum. Voru þau á húsbíl og komu hingað með Norrænu en við leit í húsbílnum fundust um 80 kíló af MDMA. Konan hefur neitað því að hafa vitað af efnunum í bílnum en maðurinn hefur játað að hafa vitað af þeim. Hann segir hins vegar einnig að konan hafi ekki vitað um þau. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 3. nóvember. Þrátt fyrir þetta er konan undir rökstuddum grun um að hafa tekið þátt í innflutningnum þar sem lögreglan telur framburð hennar mjög ótrúverðugan. Í úrskurði héraðsdóms er meðal annars rakið að ósamræmi sé á milli framburðar konunnar og dóttur hennar. Konan hafi sagt dóttur sinni að hún og maðurinn væru á leiðinni í frí en nefndi ekki að þau væru að fara til Íslands. Það sama hafi hún einnig sagt nágrönnum sínum. Auk þessa hafi konan sagt að hún og maðurinn hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en margir ógreiddir reikningar fundust í húsbílnum. „Samt sem áður segi kærða að þau hafi ákveðið að fara í frí til Íslands í heilan mánuð, leigja til þess húsbíl fyrir 4.600 evrur og kaupa sér far fyrir þau og bílinn til Íslands fyrir um 2.000 evrur, auk þess sem [...] hafi látið hana hafa 1.600 evrur til að greiða reikninga, að hennar sögn,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Konan hefur sagt að hún sé öryrki og hafi verið atvinnulaus lengi. Atvinnuleysisbætur hennar séu 800 til 900 evrur á mánuði en útgjöldin milli 1800 til 2000 evrur. Í úrskurði héraðsdóms segir að konan „hafi engar skynsamlegar skýringar gefið á því hvaðan hún telji að þeir peningar sem allt í einu virtust vera til staðar séu komnir.“ Tengdar fréttir 80 kíló af MDMA í Norrænu: Sleppt úr gæsluvarðhaldi án peninga og skilríkja Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Hún sætir nú farbanni. 14. október 2015 14:30 Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Austurlands þess efnis að hollensk kona sem grunuð er um stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands skuli sæta farbanni til 4. nóvember næstkomandi. Hún var látin laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum í kjölfar þess að Hæstiréttur hrundi gæsluvarðhaldsúrskurði yfir henni en setti hana þess í stað í farbann. Konan kom hingað til lands þann 8. september síðastliðinn ásamt manni sínum. Voru þau á húsbíl og komu hingað með Norrænu en við leit í húsbílnum fundust um 80 kíló af MDMA. Konan hefur neitað því að hafa vitað af efnunum í bílnum en maðurinn hefur játað að hafa vitað af þeim. Hann segir hins vegar einnig að konan hafi ekki vitað um þau. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 3. nóvember. Þrátt fyrir þetta er konan undir rökstuddum grun um að hafa tekið þátt í innflutningnum þar sem lögreglan telur framburð hennar mjög ótrúverðugan. Í úrskurði héraðsdóms er meðal annars rakið að ósamræmi sé á milli framburðar konunnar og dóttur hennar. Konan hafi sagt dóttur sinni að hún og maðurinn væru á leiðinni í frí en nefndi ekki að þau væru að fara til Íslands. Það sama hafi hún einnig sagt nágrönnum sínum. Auk þessa hafi konan sagt að hún og maðurinn hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en margir ógreiddir reikningar fundust í húsbílnum. „Samt sem áður segi kærða að þau hafi ákveðið að fara í frí til Íslands í heilan mánuð, leigja til þess húsbíl fyrir 4.600 evrur og kaupa sér far fyrir þau og bílinn til Íslands fyrir um 2.000 evrur, auk þess sem [...] hafi látið hana hafa 1.600 evrur til að greiða reikninga, að hennar sögn,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Konan hefur sagt að hún sé öryrki og hafi verið atvinnulaus lengi. Atvinnuleysisbætur hennar séu 800 til 900 evrur á mánuði en útgjöldin milli 1800 til 2000 evrur. Í úrskurði héraðsdóms segir að konan „hafi engar skynsamlegar skýringar gefið á því hvaðan hún telji að þeir peningar sem allt í einu virtust vera til staðar séu komnir.“
Tengdar fréttir 80 kíló af MDMA í Norrænu: Sleppt úr gæsluvarðhaldi án peninga og skilríkja Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Hún sætir nú farbanni. 14. október 2015 14:30 Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Sjá meira
80 kíló af MDMA í Norrænu: Sleppt úr gæsluvarðhaldi án peninga og skilríkja Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Hún sætir nú farbanni. 14. október 2015 14:30
Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15
Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31