Fíkniefnin í Norrænu: Sagði dóttur sinni ekki hvert hún væri að fara í frí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2015 11:48 Parið kom hingað til lands með Norrænu. vísir Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Austurlands þess efnis að hollensk kona sem grunuð er um stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands skuli sæta farbanni til 4. nóvember næstkomandi. Hún var látin laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum í kjölfar þess að Hæstiréttur hrundi gæsluvarðhaldsúrskurði yfir henni en setti hana þess í stað í farbann. Konan kom hingað til lands þann 8. september síðastliðinn ásamt manni sínum. Voru þau á húsbíl og komu hingað með Norrænu en við leit í húsbílnum fundust um 80 kíló af MDMA. Konan hefur neitað því að hafa vitað af efnunum í bílnum en maðurinn hefur játað að hafa vitað af þeim. Hann segir hins vegar einnig að konan hafi ekki vitað um þau. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 3. nóvember. Þrátt fyrir þetta er konan undir rökstuddum grun um að hafa tekið þátt í innflutningnum þar sem lögreglan telur framburð hennar mjög ótrúverðugan. Í úrskurði héraðsdóms er meðal annars rakið að ósamræmi sé á milli framburðar konunnar og dóttur hennar. Konan hafi sagt dóttur sinni að hún og maðurinn væru á leiðinni í frí en nefndi ekki að þau væru að fara til Íslands. Það sama hafi hún einnig sagt nágrönnum sínum. Auk þessa hafi konan sagt að hún og maðurinn hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en margir ógreiddir reikningar fundust í húsbílnum. „Samt sem áður segi kærða að þau hafi ákveðið að fara í frí til Íslands í heilan mánuð, leigja til þess húsbíl fyrir 4.600 evrur og kaupa sér far fyrir þau og bílinn til Íslands fyrir um 2.000 evrur, auk þess sem [...] hafi látið hana hafa 1.600 evrur til að greiða reikninga, að hennar sögn,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Konan hefur sagt að hún sé öryrki og hafi verið atvinnulaus lengi. Atvinnuleysisbætur hennar séu 800 til 900 evrur á mánuði en útgjöldin milli 1800 til 2000 evrur. Í úrskurði héraðsdóms segir að konan „hafi engar skynsamlegar skýringar gefið á því hvaðan hún telji að þeir peningar sem allt í einu virtust vera til staðar séu komnir.“ Tengdar fréttir 80 kíló af MDMA í Norrænu: Sleppt úr gæsluvarðhaldi án peninga og skilríkja Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Hún sætir nú farbanni. 14. október 2015 14:30 Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Austurlands þess efnis að hollensk kona sem grunuð er um stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands skuli sæta farbanni til 4. nóvember næstkomandi. Hún var látin laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum í kjölfar þess að Hæstiréttur hrundi gæsluvarðhaldsúrskurði yfir henni en setti hana þess í stað í farbann. Konan kom hingað til lands þann 8. september síðastliðinn ásamt manni sínum. Voru þau á húsbíl og komu hingað með Norrænu en við leit í húsbílnum fundust um 80 kíló af MDMA. Konan hefur neitað því að hafa vitað af efnunum í bílnum en maðurinn hefur játað að hafa vitað af þeim. Hann segir hins vegar einnig að konan hafi ekki vitað um þau. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 3. nóvember. Þrátt fyrir þetta er konan undir rökstuddum grun um að hafa tekið þátt í innflutningnum þar sem lögreglan telur framburð hennar mjög ótrúverðugan. Í úrskurði héraðsdóms er meðal annars rakið að ósamræmi sé á milli framburðar konunnar og dóttur hennar. Konan hafi sagt dóttur sinni að hún og maðurinn væru á leiðinni í frí en nefndi ekki að þau væru að fara til Íslands. Það sama hafi hún einnig sagt nágrönnum sínum. Auk þessa hafi konan sagt að hún og maðurinn hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en margir ógreiddir reikningar fundust í húsbílnum. „Samt sem áður segi kærða að þau hafi ákveðið að fara í frí til Íslands í heilan mánuð, leigja til þess húsbíl fyrir 4.600 evrur og kaupa sér far fyrir þau og bílinn til Íslands fyrir um 2.000 evrur, auk þess sem [...] hafi látið hana hafa 1.600 evrur til að greiða reikninga, að hennar sögn,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Konan hefur sagt að hún sé öryrki og hafi verið atvinnulaus lengi. Atvinnuleysisbætur hennar séu 800 til 900 evrur á mánuði en útgjöldin milli 1800 til 2000 evrur. Í úrskurði héraðsdóms segir að konan „hafi engar skynsamlegar skýringar gefið á því hvaðan hún telji að þeir peningar sem allt í einu virtust vera til staðar séu komnir.“
Tengdar fréttir 80 kíló af MDMA í Norrænu: Sleppt úr gæsluvarðhaldi án peninga og skilríkja Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Hún sætir nú farbanni. 14. október 2015 14:30 Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
80 kíló af MDMA í Norrænu: Sleppt úr gæsluvarðhaldi án peninga og skilríkja Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Hún sætir nú farbanni. 14. október 2015 14:30
Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15
Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31