Fíkniefnin í Norrænu: Sagði dóttur sinni ekki hvert hún væri að fara í frí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2015 11:48 Parið kom hingað til lands með Norrænu. vísir Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Austurlands þess efnis að hollensk kona sem grunuð er um stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands skuli sæta farbanni til 4. nóvember næstkomandi. Hún var látin laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum í kjölfar þess að Hæstiréttur hrundi gæsluvarðhaldsúrskurði yfir henni en setti hana þess í stað í farbann. Konan kom hingað til lands þann 8. september síðastliðinn ásamt manni sínum. Voru þau á húsbíl og komu hingað með Norrænu en við leit í húsbílnum fundust um 80 kíló af MDMA. Konan hefur neitað því að hafa vitað af efnunum í bílnum en maðurinn hefur játað að hafa vitað af þeim. Hann segir hins vegar einnig að konan hafi ekki vitað um þau. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 3. nóvember. Þrátt fyrir þetta er konan undir rökstuddum grun um að hafa tekið þátt í innflutningnum þar sem lögreglan telur framburð hennar mjög ótrúverðugan. Í úrskurði héraðsdóms er meðal annars rakið að ósamræmi sé á milli framburðar konunnar og dóttur hennar. Konan hafi sagt dóttur sinni að hún og maðurinn væru á leiðinni í frí en nefndi ekki að þau væru að fara til Íslands. Það sama hafi hún einnig sagt nágrönnum sínum. Auk þessa hafi konan sagt að hún og maðurinn hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en margir ógreiddir reikningar fundust í húsbílnum. „Samt sem áður segi kærða að þau hafi ákveðið að fara í frí til Íslands í heilan mánuð, leigja til þess húsbíl fyrir 4.600 evrur og kaupa sér far fyrir þau og bílinn til Íslands fyrir um 2.000 evrur, auk þess sem [...] hafi látið hana hafa 1.600 evrur til að greiða reikninga, að hennar sögn,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Konan hefur sagt að hún sé öryrki og hafi verið atvinnulaus lengi. Atvinnuleysisbætur hennar séu 800 til 900 evrur á mánuði en útgjöldin milli 1800 til 2000 evrur. Í úrskurði héraðsdóms segir að konan „hafi engar skynsamlegar skýringar gefið á því hvaðan hún telji að þeir peningar sem allt í einu virtust vera til staðar séu komnir.“ Tengdar fréttir 80 kíló af MDMA í Norrænu: Sleppt úr gæsluvarðhaldi án peninga og skilríkja Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Hún sætir nú farbanni. 14. október 2015 14:30 Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Austurlands þess efnis að hollensk kona sem grunuð er um stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands skuli sæta farbanni til 4. nóvember næstkomandi. Hún var látin laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum í kjölfar þess að Hæstiréttur hrundi gæsluvarðhaldsúrskurði yfir henni en setti hana þess í stað í farbann. Konan kom hingað til lands þann 8. september síðastliðinn ásamt manni sínum. Voru þau á húsbíl og komu hingað með Norrænu en við leit í húsbílnum fundust um 80 kíló af MDMA. Konan hefur neitað því að hafa vitað af efnunum í bílnum en maðurinn hefur játað að hafa vitað af þeim. Hann segir hins vegar einnig að konan hafi ekki vitað um þau. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 3. nóvember. Þrátt fyrir þetta er konan undir rökstuddum grun um að hafa tekið þátt í innflutningnum þar sem lögreglan telur framburð hennar mjög ótrúverðugan. Í úrskurði héraðsdóms er meðal annars rakið að ósamræmi sé á milli framburðar konunnar og dóttur hennar. Konan hafi sagt dóttur sinni að hún og maðurinn væru á leiðinni í frí en nefndi ekki að þau væru að fara til Íslands. Það sama hafi hún einnig sagt nágrönnum sínum. Auk þessa hafi konan sagt að hún og maðurinn hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en margir ógreiddir reikningar fundust í húsbílnum. „Samt sem áður segi kærða að þau hafi ákveðið að fara í frí til Íslands í heilan mánuð, leigja til þess húsbíl fyrir 4.600 evrur og kaupa sér far fyrir þau og bílinn til Íslands fyrir um 2.000 evrur, auk þess sem [...] hafi látið hana hafa 1.600 evrur til að greiða reikninga, að hennar sögn,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Konan hefur sagt að hún sé öryrki og hafi verið atvinnulaus lengi. Atvinnuleysisbætur hennar séu 800 til 900 evrur á mánuði en útgjöldin milli 1800 til 2000 evrur. Í úrskurði héraðsdóms segir að konan „hafi engar skynsamlegar skýringar gefið á því hvaðan hún telji að þeir peningar sem allt í einu virtust vera til staðar séu komnir.“
Tengdar fréttir 80 kíló af MDMA í Norrænu: Sleppt úr gæsluvarðhaldi án peninga og skilríkja Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Hún sætir nú farbanni. 14. október 2015 14:30 Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
80 kíló af MDMA í Norrænu: Sleppt úr gæsluvarðhaldi án peninga og skilríkja Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Hún sætir nú farbanni. 14. október 2015 14:30
Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15
Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum