Erlent

Björguðu 338 manns úr klóm Boko Haram

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að rúmlega 17 þúsund manns hafi fallið vegna Boko Haram á sex árum.
Talið er að rúmlega 17 þúsund manns hafi fallið vegna Boko Haram á sex árum. Vísir/AFP
Her Nígeríu segist hafa bjargað 338 manns úr klóm hryðjuverkasamtakanna Boko Haram. Þar af er um að ræða 192 börn og 138 konur. Herinn réðst gegn samtökunum í tveimur þorpum í norðurhluta Nígeríu. Þá segja forsvarsmenn hersins að 30 vígamenn samtakanna hafi verið felldir í árásunum.

Þar að auki lagði herinn hald á vopn og skotfæri.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur herinn kynnt fjölda vel heppnaða aðgerða gegn Boko Haram á síðustu mánuðum. Samtökin hafa verið virk í Nígeríu og nágrannaríkjum síðustu sex ári. Talið er að minnst 17 þúsund manns hafi látið lífið á þeim tíma og að 2,5 milljónir hafi þurft að yfirgefa heimili sín.

Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur gefið hernum fram til áramóta til að sigra Boko Haram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×