Styttri vinnuvika hefur gefið góða raun hjá Reykjavíkurborg Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2015 16:00 Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar. vísir/anton brink Almenn ánægja er meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Forseti borgarstjórnar á von á að haldið verði áfram með verkefnið enda geti styttri vinnutími stuðlað að miklu betra samfélagi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra undirrituðu í gær viljayfirlýsingu, um að setja af stað tilraunaverkefni, sem felur í sér styttingu vinnuvikunnar í 36 klukkustundir án launaskerðingar. Eygló segir að verkefnið komi til með að ná bæði til stofnanna þar sem unnin er dagvinna og vaktavinna. „Það er líka mikil áhersla á það að þarna verði einn af vinnustöðunum sem verði farið í tilraunaverkefnið á sem verði vaktavinnuvinnustaður og það verður að vísu ákveðinn kostnaður sem tengist því. Við erum búin að tryggja það að við munum hafa fjármagn til að mæta því. Hvað varðar hina vinnustaðina þá er gert ráð fyrir því að þetta verði eitthvað sem hægt er að horfa til að verði innan rammans,“ segir Eygló Harðardóttir.Gengið vel Í nærri átta mánuði hefur verið í gangi tvö tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar án skerðingu launa. Annars vegar er lokað eftir hádegi á föstudögum hjá Barnavernd Reykjavíkur og hins vegar lokar klukkutíma fyrr í þjónustumiðstöð Árbæjar. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir verkefnið hafa gengið vel. „Að jafnaði held ég að þetta komi mjög vel út,“ segir Sóley. „Þetta er tilraun og það þarf að mæta kannski einhverju ófyrirséðu en við höfum verið að reyna að vinna að því og almennt er mikil ánægja með þetta fyrirkomulag,“ segir Sóley. Starfsmenn virðast ráða vel við verkefni sín þó vinnutíminn hafi verið styttur. Sóley á von á að haldið verði áfram með verkefni tilraunaverkefni borgarinnar þegar því lýkur í lok febrúar á næsta ári. „Þetta er náttúrulega langtímabreyting sem við erum einhvern veginn að leggja til að samfélagi og hún mun ekkert verða til á einni nóttu eða á einu ári eða með einu tilraunaverkefni. Nýundirritaður samningur gefur okkur náttúrulega byr í seglin og hérna við vonumst til þess að núna séu einhvern veginn fleiri með okkur. Ég held að það sé alveg ljóst að við munum leggja til einhvers konar framhald á þessu verkefni og mögulega bæta aðeins í. Þetta er eitthvað sem að við hljótum að vilja gera til framtíðar. Styttri vinnutími getur haft svo mikil áhrif á samfélagið. Hann hefur áhrif á stöðu kynjanna. Hann hefur áhrif á stöðu barna. Hann hefur áhrif á stöðu aldraðra, Hann hefur áhrif á samgönguhætti og þar með umhverfið. Þannig að ég held að ef okkur tekst að gera þetta, kannski ekki á næsta ári en í fyrirsjáanlegri framtíð, þá held ég að við séum að stuðla að miklu betra samfélagi,“ segir Sóley. Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Almenn ánægja er meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Forseti borgarstjórnar á von á að haldið verði áfram með verkefnið enda geti styttri vinnutími stuðlað að miklu betra samfélagi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra undirrituðu í gær viljayfirlýsingu, um að setja af stað tilraunaverkefni, sem felur í sér styttingu vinnuvikunnar í 36 klukkustundir án launaskerðingar. Eygló segir að verkefnið komi til með að ná bæði til stofnanna þar sem unnin er dagvinna og vaktavinna. „Það er líka mikil áhersla á það að þarna verði einn af vinnustöðunum sem verði farið í tilraunaverkefnið á sem verði vaktavinnuvinnustaður og það verður að vísu ákveðinn kostnaður sem tengist því. Við erum búin að tryggja það að við munum hafa fjármagn til að mæta því. Hvað varðar hina vinnustaðina þá er gert ráð fyrir því að þetta verði eitthvað sem hægt er að horfa til að verði innan rammans,“ segir Eygló Harðardóttir.Gengið vel Í nærri átta mánuði hefur verið í gangi tvö tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar án skerðingu launa. Annars vegar er lokað eftir hádegi á föstudögum hjá Barnavernd Reykjavíkur og hins vegar lokar klukkutíma fyrr í þjónustumiðstöð Árbæjar. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir verkefnið hafa gengið vel. „Að jafnaði held ég að þetta komi mjög vel út,“ segir Sóley. „Þetta er tilraun og það þarf að mæta kannski einhverju ófyrirséðu en við höfum verið að reyna að vinna að því og almennt er mikil ánægja með þetta fyrirkomulag,“ segir Sóley. Starfsmenn virðast ráða vel við verkefni sín þó vinnutíminn hafi verið styttur. Sóley á von á að haldið verði áfram með verkefni tilraunaverkefni borgarinnar þegar því lýkur í lok febrúar á næsta ári. „Þetta er náttúrulega langtímabreyting sem við erum einhvern veginn að leggja til að samfélagi og hún mun ekkert verða til á einni nóttu eða á einu ári eða með einu tilraunaverkefni. Nýundirritaður samningur gefur okkur náttúrulega byr í seglin og hérna við vonumst til þess að núna séu einhvern veginn fleiri með okkur. Ég held að það sé alveg ljóst að við munum leggja til einhvers konar framhald á þessu verkefni og mögulega bæta aðeins í. Þetta er eitthvað sem að við hljótum að vilja gera til framtíðar. Styttri vinnutími getur haft svo mikil áhrif á samfélagið. Hann hefur áhrif á stöðu kynjanna. Hann hefur áhrif á stöðu barna. Hann hefur áhrif á stöðu aldraðra, Hann hefur áhrif á samgönguhætti og þar með umhverfið. Þannig að ég held að ef okkur tekst að gera þetta, kannski ekki á næsta ári en í fyrirsjáanlegri framtíð, þá held ég að við séum að stuðla að miklu betra samfélagi,“ segir Sóley.
Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07
Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07