Aron fær ekki að taka þátt í Álfukeppninni 2017 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2015 11:30 Leikmenn Mexíkó fagna hér sigrinum í nótt. Vísir/Getty Aron Jóhannsson og félagar í bandaríska landsliðinu í fótbolta verða ekki með í Álfubikarnum í Rússlandi árið 2017 en það varð ljóst eftir tap á móti Mexíkó í sérstökum úrslitaleik um sætið í nótt. Fulltrúi Norður- og Mið-Ameríku á eitt sæti í keppninni en þar sem að það voru búnir að fara fram tveir Gullbikarar á síðustu tveimur árum þá þurftu sigurvegarar þeirra, Bandaríkin 2013 og Mexíkó 2015, að spila um sætið. Leikurinn fór fram í Rose Bowl í Pasadena í nótt og vann Mexíkó 3-2 sigur eftir framlengingu en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Aron Jóhannsson, sem leikur með þýska liðinu Werder Bremen, var ekki valinn í bandaríska hópinn fyrir þennan leik en hann er að glíma við meiðsli. Aron Jóhannsson var fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Brasilíu sumarið 2014 og hann átti möguleika á því að vera einnig sá fyrsti til að taka þátt í Álfukeppni FIFA. Íslenska landsliðið á reyndar enn möguleika á því að komast í Álfukeppnina þótt langsóttur sé en liðið er komið inn á Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar og sú þjóð sem stendur uppi sem sigurvegari á EM 2016 færi sæti í Álfukeppninni. Javier Hernández kom Mexíkó í 1-0 á 10. mínútu en Geoff Cameron jafnaði aðeins fimm mínútum síðar. Þannig var staðan eftir 90 mínútur og því þurfti að framlengja. Oribe Peralta kom Mexíkó aftur yfir á 96. mínútu en varamaðurinn Bobby Wood jafnaði á 108. mínútu. Það var síðan hægri bakvörðurinn Paul Aguilar sem skoraði sigurmarkið á 118. mínútu. Gestgjafar Rússa, Heimsmeistarar Þjóðverja, Asíumeistarar Ástrala og Suður-Ameríkumeistararnir frá Síle hafa nú tryggt sér sæti í Álfukeppninni ásamt Mexíkó en það eru enn laus þrjú sæti. Það eru sæti Eyjaálfumeistaranna (sumar 2016), Evrópumeistaranna (sumar 2016) og Afríkumeistaranna (febrúar 2017). Álfukeppnin fer fram 17. júní til 2. júlí 2017 og fer úrslitaleikurinn fram í Sankti Pétursborg. Fótbolti Tengdar fréttir Aron ekki í bandaríska landsliðshópnum gegn Mexíkó Aron Jóhannsson var ekki valinn í landsliðshóp Bandaríkjanna fyrir leik liðsins gegn Mexíkó á laugardaginn upp á hvort liðið fær sæti í Álfukeppninni árið 2017. 4. október 2015 14:00 Aron fékk frí hjá Werder Bremen vegna fráfalls ömmu sinnar Framherjinn mætir aftur til æfinga á fimmtudaginn eftir að missa af síðasta leik vegna meiðsla. 29. september 2015 14:21 Aron skoraði sitt fyrsta mark fyrir Werder Bremen Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Aron Jóhannsson opnaði markareikning sinn hjá Werder Bremen þegar hann skoraði mark úr vítaspyrnu gegn Borussia Moenchengladbach. 30. ágúst 2015 17:23 Aron skoraði en Werder Bremen tapaði Aron Jóhannsson var á skotskónum með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en það skilaði liðinu þó engu því Bremen-liðið fór stigalaust heim frá Darmstadt. 22. september 2015 20:02 Aron með slæma taug í mjöðm Vonast til þess að Aron Jóhannsson verði fljótt aftur klár í slaginn með Werder Bremen. 8. október 2015 15:44 Aron fékk aðeins tíu mínútur í stóru tapi gegn Brasilíu Aron Jóhannsson fékk aðeins ellefu mínútur í 1-4 tapi bandaríska landsliðsins gegn Brasilíu í æfingarleik í kvöld en Barcelona mennirnir Neymar og Rafinha skoruðu þrjú af fjórum mörkum brasilíska liðsins. 9. september 2015 08:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Aron Jóhannsson og félagar í bandaríska landsliðinu í fótbolta verða ekki með í Álfubikarnum í Rússlandi árið 2017 en það varð ljóst eftir tap á móti Mexíkó í sérstökum úrslitaleik um sætið í nótt. Fulltrúi Norður- og Mið-Ameríku á eitt sæti í keppninni en þar sem að það voru búnir að fara fram tveir Gullbikarar á síðustu tveimur árum þá þurftu sigurvegarar þeirra, Bandaríkin 2013 og Mexíkó 2015, að spila um sætið. Leikurinn fór fram í Rose Bowl í Pasadena í nótt og vann Mexíkó 3-2 sigur eftir framlengingu en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Aron Jóhannsson, sem leikur með þýska liðinu Werder Bremen, var ekki valinn í bandaríska hópinn fyrir þennan leik en hann er að glíma við meiðsli. Aron Jóhannsson var fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Brasilíu sumarið 2014 og hann átti möguleika á því að vera einnig sá fyrsti til að taka þátt í Álfukeppni FIFA. Íslenska landsliðið á reyndar enn möguleika á því að komast í Álfukeppnina þótt langsóttur sé en liðið er komið inn á Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar og sú þjóð sem stendur uppi sem sigurvegari á EM 2016 færi sæti í Álfukeppninni. Javier Hernández kom Mexíkó í 1-0 á 10. mínútu en Geoff Cameron jafnaði aðeins fimm mínútum síðar. Þannig var staðan eftir 90 mínútur og því þurfti að framlengja. Oribe Peralta kom Mexíkó aftur yfir á 96. mínútu en varamaðurinn Bobby Wood jafnaði á 108. mínútu. Það var síðan hægri bakvörðurinn Paul Aguilar sem skoraði sigurmarkið á 118. mínútu. Gestgjafar Rússa, Heimsmeistarar Þjóðverja, Asíumeistarar Ástrala og Suður-Ameríkumeistararnir frá Síle hafa nú tryggt sér sæti í Álfukeppninni ásamt Mexíkó en það eru enn laus þrjú sæti. Það eru sæti Eyjaálfumeistaranna (sumar 2016), Evrópumeistaranna (sumar 2016) og Afríkumeistaranna (febrúar 2017). Álfukeppnin fer fram 17. júní til 2. júlí 2017 og fer úrslitaleikurinn fram í Sankti Pétursborg.
Fótbolti Tengdar fréttir Aron ekki í bandaríska landsliðshópnum gegn Mexíkó Aron Jóhannsson var ekki valinn í landsliðshóp Bandaríkjanna fyrir leik liðsins gegn Mexíkó á laugardaginn upp á hvort liðið fær sæti í Álfukeppninni árið 2017. 4. október 2015 14:00 Aron fékk frí hjá Werder Bremen vegna fráfalls ömmu sinnar Framherjinn mætir aftur til æfinga á fimmtudaginn eftir að missa af síðasta leik vegna meiðsla. 29. september 2015 14:21 Aron skoraði sitt fyrsta mark fyrir Werder Bremen Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Aron Jóhannsson opnaði markareikning sinn hjá Werder Bremen þegar hann skoraði mark úr vítaspyrnu gegn Borussia Moenchengladbach. 30. ágúst 2015 17:23 Aron skoraði en Werder Bremen tapaði Aron Jóhannsson var á skotskónum með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en það skilaði liðinu þó engu því Bremen-liðið fór stigalaust heim frá Darmstadt. 22. september 2015 20:02 Aron með slæma taug í mjöðm Vonast til þess að Aron Jóhannsson verði fljótt aftur klár í slaginn með Werder Bremen. 8. október 2015 15:44 Aron fékk aðeins tíu mínútur í stóru tapi gegn Brasilíu Aron Jóhannsson fékk aðeins ellefu mínútur í 1-4 tapi bandaríska landsliðsins gegn Brasilíu í æfingarleik í kvöld en Barcelona mennirnir Neymar og Rafinha skoruðu þrjú af fjórum mörkum brasilíska liðsins. 9. september 2015 08:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Aron ekki í bandaríska landsliðshópnum gegn Mexíkó Aron Jóhannsson var ekki valinn í landsliðshóp Bandaríkjanna fyrir leik liðsins gegn Mexíkó á laugardaginn upp á hvort liðið fær sæti í Álfukeppninni árið 2017. 4. október 2015 14:00
Aron fékk frí hjá Werder Bremen vegna fráfalls ömmu sinnar Framherjinn mætir aftur til æfinga á fimmtudaginn eftir að missa af síðasta leik vegna meiðsla. 29. september 2015 14:21
Aron skoraði sitt fyrsta mark fyrir Werder Bremen Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Aron Jóhannsson opnaði markareikning sinn hjá Werder Bremen þegar hann skoraði mark úr vítaspyrnu gegn Borussia Moenchengladbach. 30. ágúst 2015 17:23
Aron skoraði en Werder Bremen tapaði Aron Jóhannsson var á skotskónum með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en það skilaði liðinu þó engu því Bremen-liðið fór stigalaust heim frá Darmstadt. 22. september 2015 20:02
Aron með slæma taug í mjöðm Vonast til þess að Aron Jóhannsson verði fljótt aftur klár í slaginn með Werder Bremen. 8. október 2015 15:44
Aron fékk aðeins tíu mínútur í stóru tapi gegn Brasilíu Aron Jóhannsson fékk aðeins ellefu mínútur í 1-4 tapi bandaríska landsliðsins gegn Brasilíu í æfingarleik í kvöld en Barcelona mennirnir Neymar og Rafinha skoruðu þrjú af fjórum mörkum brasilíska liðsins. 9. september 2015 08:00