Fótbolti

Hannes fer ekki með til Tyrklands vegna meiðsla | Róbert kemur inn í hópinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, í leiknum gegn Lettlandi.
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, í leiknum gegn Lettlandi. Vísir/getty
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, meiddist á æfingu í morgun og ferðast fyrir vikið ekki með liðinu til Tyrklands fyrir leik liðanna á þriðjudaginn.

Hannes stóð vaktina í markinu gegn Lettum í gær líkt og í öllum leikjum liðsins til þessa í undankeppninni en það verður ljóst að annað hvort Gunnleifur Gunnleifsson eða Ögmundur Kristinsson mun fá tækifærið gegn Tyrkjum.

Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi íslenska landsliðsins staðfesti þetta í samtali við Vísi rétt í þessu og greindi frá því að Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, myndi fara með liðinu til Tyrklands.

„Hann meiddist á öxl undir lok æfingarinnar og ferðast ekki með liðinu til Tyrklands. Í hans stað kölluðum við inn Róbert Örn og hann mun koma með liðinu til Tyrklands,“ sagði Ómar sem sagðist ekki geta greint frá því að svo stöddu hvort meiðslin væru alvarleg.


Tengdar fréttir

Kári verður með gegn Tyrkjum

"Kári verður með. Hann lendir í höndunum á Stefáni (H. Stefánssyni, sjúkraþjálfara) og hann reddar þessu,“ sagði Heimir og upplýsti að Kári hefði fengið slink á bakið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×