Fótbolti

Tyrkir ósigraðir í Konya

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Torku Arena í Konya er stórglæsilegur.
Torku Arena í Konya er stórglæsilegur. Vísir/E. Stefán
Viðureign Íslands og Tyrklands fer fram á hinum glæsilega Torku Arena sem var vígður í fyrra.

Tyrkjum líður greinilega vel á þessum velli því þeir hafa spilað síðustu tvo heimaleiki sína hér og tapað hvorugum.

Tyrkland gerði fyrst jafntefli við Lettland, 1-1, í síðasta mánuði en vann svo gríðarlega mikilvægan sigur á Hollandi hér þremur dögum síðar, 3-0, sem jók möguleika þeirra á EM-sæti til muna.

Sjá einnig: Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður

Þetta voru fyrstu landsleikir Tyrklands í borginni en þess má geta að leikurinn í kvöld verður 250. mótsleikur Tyrklands frá upphafi.

Leikurinn hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma og verður vitanlega lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×