Fótbolti

Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það er óhætt að fullyrða að það verði magnað andrúmsloft þegar Tyrkland tekur á móti Íslandi í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2016.

Ísland er komið á EM en það er allt í húfi fyrir Tyrki. Þeir þurfa stig til að tryggja sér þriðja sætið og komast í umspi, eða treysta á að Holland vinni ekki Tékkland.

Það er uppselt á leikinn en hinn glæsilegi Torku Arena í Konya tekur rúmlega 42 þúsund manns í sæti. Fánar eru í hverju sæti og risastórir fánar blakta um allan völlinn.

Björn G. Sigurðsson, myndatökumaður 365, tók meðfylgjandi myndskeið sem sýnir hvernig stemningin var á vellinum 30 mínútum fyrir upphaf leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×