Fjórir karlmenn, tveir Íslendingar og tveir Hollendingar, voru í héraði í gær úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. október í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem upp kom þann 22. september síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Vísis hefur einn gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verið kærður til Hæstaréttar.
Mennirnir voru handteknir grunaðir um að hafa flutt tugi kílóa af sterkum efnum til landsins sem falin voru í bíl sem kom hingað með Norrænu.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins og fór fram á það að verjendur Íslendingana myndu víkja þar sem talið var að þeir hefðu brotið gegn fjölmiðlabanni sem skjólstæðingum þeirra var gert að sæta í gæsluvarðhaldi.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þeirri kröfu en eftir því sem Vísir kemst næst var annar úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar og er niðurstöðu réttarins beðið enn.
Fjórir áfram í gæsluvarðhaldi í umfangsmiklu fíkniefnamáli

Tengdar fréttir

Hafnaði kröfu lögreglustjóra um að verjendur í fíkniefnamáli víki
Taldi að verjendurnir hefðu brotið gegn fjölmiðlabanni.

Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga
Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani.

Vilja að verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að tveir verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki og að skipaðir verði nýir verjendur. Krafan var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn.