Ólátabelgir valda usla vegna mínútu þagnar fyrir landsleik Tyrklands og Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2015 13:55 Lætin voru ótrúleg á leiknum í gær, of mikil segja sumir. Vísir/EPA Athygli vakti að hópur áhorfenda á landsleik Tyrklands og Íslands virti ekki mínútu þögn sem haldin var fyrir leik liðanna. Twitter-notendur í Tyrklandi hafa látið til sín taka vegna þess og þykir málið vera til marks um klofning í tyrknesku samfélagi. Einnar mínútu þögnin var til minningar um fórnarlömb sprengjuárásarinnar í Ankara á laugardaginn þar sem 97 létust og meira en 500 særðust. Árásin var gerð á friðarsamkomu sem m.a. var skipulögð af stjórnmálasamtökum sem styðja sjálfstæði Kúrda en tyrknesk yfirvöld hafa alla tíð barist gegn sjálfstæði Kúrda. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi mátti greinilega heyra að þögnin var ekki virt og samkvæmt fregnum mátti heyra orðin Allahu Akbar eða Guð er mikill sem er þekkt bænaákall múslima. Leikurinn fór fram í Konya sem er í heimahéraði Ahmet Devotoglu, forsætisráðherra Tyrklands, og er þekkt vígi íhaldssemi í Tyrklandi. Konya'da 'saygı duruşu': Ankara'da hayatını kaybedenler ıslıklandı from DikenComTr on Vimeo.Ekki eru allir sáttir við þessi viðbrögð áhorfenda á leiknum og í dag var myllumerkið #UtanKonya eitt vinsælasta umræðuefnið á Twitter í Tyrklandi. Utan Konya myndi útleggjast á íslensku sem 'Ég skammast mín fyrir Konya'. Glöggir áhorfendur hafa jafnframt tekið eftir því að einhver hluti vallargesta reyndi að sussa á þá sem ekki virtu þögnina. Mikil átök hafa átt sér stað í Tyrklandi undanfarna mánuði á milli herliðs Tyrkja og skæruliða Kúrda og létu fulltrúar ríkisstjórnarinnar og Réttlætis- og þróunarflokksins sem fer með völd í Tyrklandi ekki sjá sig á minningarathöfnum vegna þeirra sem létu lífið í árásinni.To boo during a minute of silence is the last step on a ladder of being a low-life #turkey #turijs #AnkaraBombing http://t.co/XQXSBBFI2m— Capulcu TurkKick (@TurkKick) October 13, 2015 Tengdar fréttir Tyrkir gerðu loftárásir á bækistöðvar Kúrda Tyrkneski flugherinn gerði í gær árásir á bækistöðvar Verkamannaflokks Kúrda PKK í Tyrklandi og norðurhluta Íraks. 12. október 2015 07:24 Hafa útvegað uppreisnarmönnum 45 tonn af skotfærum Bandaríkin eru hætt þjálfun uppreisnarmanna í Sýrlandi og ætla þess í stað að veita þeim vopn. 12. október 2015 19:45 Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 ISIS kennt um árásirnar í Ankara Forsætisráðherra Tyrklands segir að ISIS hafi staðið á bakvið sprengjuárásirnar í Ankara á laugardaginn. 12. október 2015 10:00 Þúsundir mótmæla árásinni Stjórnvöld í Tyrklandi telja Íslamska ríkið hafa staðið að árás á útifund í Ankara um helgina. Kúrdar segja ábyrgðina hjá stjórnvöldum. Loftárásum haldið áfram þrátt fyrir einhliða vopnahlé af hálfu Kúrda. 12. október 2015 07:00 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Athygli vakti að hópur áhorfenda á landsleik Tyrklands og Íslands virti ekki mínútu þögn sem haldin var fyrir leik liðanna. Twitter-notendur í Tyrklandi hafa látið til sín taka vegna þess og þykir málið vera til marks um klofning í tyrknesku samfélagi. Einnar mínútu þögnin var til minningar um fórnarlömb sprengjuárásarinnar í Ankara á laugardaginn þar sem 97 létust og meira en 500 særðust. Árásin var gerð á friðarsamkomu sem m.a. var skipulögð af stjórnmálasamtökum sem styðja sjálfstæði Kúrda en tyrknesk yfirvöld hafa alla tíð barist gegn sjálfstæði Kúrda. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi mátti greinilega heyra að þögnin var ekki virt og samkvæmt fregnum mátti heyra orðin Allahu Akbar eða Guð er mikill sem er þekkt bænaákall múslima. Leikurinn fór fram í Konya sem er í heimahéraði Ahmet Devotoglu, forsætisráðherra Tyrklands, og er þekkt vígi íhaldssemi í Tyrklandi. Konya'da 'saygı duruşu': Ankara'da hayatını kaybedenler ıslıklandı from DikenComTr on Vimeo.Ekki eru allir sáttir við þessi viðbrögð áhorfenda á leiknum og í dag var myllumerkið #UtanKonya eitt vinsælasta umræðuefnið á Twitter í Tyrklandi. Utan Konya myndi útleggjast á íslensku sem 'Ég skammast mín fyrir Konya'. Glöggir áhorfendur hafa jafnframt tekið eftir því að einhver hluti vallargesta reyndi að sussa á þá sem ekki virtu þögnina. Mikil átök hafa átt sér stað í Tyrklandi undanfarna mánuði á milli herliðs Tyrkja og skæruliða Kúrda og létu fulltrúar ríkisstjórnarinnar og Réttlætis- og þróunarflokksins sem fer með völd í Tyrklandi ekki sjá sig á minningarathöfnum vegna þeirra sem létu lífið í árásinni.To boo during a minute of silence is the last step on a ladder of being a low-life #turkey #turijs #AnkaraBombing http://t.co/XQXSBBFI2m— Capulcu TurkKick (@TurkKick) October 13, 2015
Tengdar fréttir Tyrkir gerðu loftárásir á bækistöðvar Kúrda Tyrkneski flugherinn gerði í gær árásir á bækistöðvar Verkamannaflokks Kúrda PKK í Tyrklandi og norðurhluta Íraks. 12. október 2015 07:24 Hafa útvegað uppreisnarmönnum 45 tonn af skotfærum Bandaríkin eru hætt þjálfun uppreisnarmanna í Sýrlandi og ætla þess í stað að veita þeim vopn. 12. október 2015 19:45 Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 ISIS kennt um árásirnar í Ankara Forsætisráðherra Tyrklands segir að ISIS hafi staðið á bakvið sprengjuárásirnar í Ankara á laugardaginn. 12. október 2015 10:00 Þúsundir mótmæla árásinni Stjórnvöld í Tyrklandi telja Íslamska ríkið hafa staðið að árás á útifund í Ankara um helgina. Kúrdar segja ábyrgðina hjá stjórnvöldum. Loftárásum haldið áfram þrátt fyrir einhliða vopnahlé af hálfu Kúrda. 12. október 2015 07:00 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Tyrkir gerðu loftárásir á bækistöðvar Kúrda Tyrkneski flugherinn gerði í gær árásir á bækistöðvar Verkamannaflokks Kúrda PKK í Tyrklandi og norðurhluta Íraks. 12. október 2015 07:24
Hafa útvegað uppreisnarmönnum 45 tonn af skotfærum Bandaríkin eru hætt þjálfun uppreisnarmanna í Sýrlandi og ætla þess í stað að veita þeim vopn. 12. október 2015 19:45
Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15
ISIS kennt um árásirnar í Ankara Forsætisráðherra Tyrklands segir að ISIS hafi staðið á bakvið sprengjuárásirnar í Ankara á laugardaginn. 12. október 2015 10:00
Þúsundir mótmæla árásinni Stjórnvöld í Tyrklandi telja Íslamska ríkið hafa staðið að árás á útifund í Ankara um helgina. Kúrdar segja ábyrgðina hjá stjórnvöldum. Loftárásum haldið áfram þrátt fyrir einhliða vopnahlé af hálfu Kúrda. 12. október 2015 07:00