Hermenn styðja lögreglu í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2015 17:32 Lögreglumenn við lík mannsins sem stakk 70 ára gamla konu. V'isir/AFP Ísraelski herinn hefur nú komið lögreglunni þar í landi til aðstoðar. Hundruð hermanna eru nú á götum borga í Ísrael eftir mikinn fjölda skot- og hnífaárása undanfarnar vikur, sem hafa valdið mikilli skelfingu meðal borgara. Öryggisráð Ísrael ákvað þar að auki í dag að veita lögreglu heimild til að loka af stórum svæðum þar sem líkur eru á árásum. Margir árásarmannanna hafa komið frá hverfum í Jerúsalem þar sem arabar eru í meirihluta. Búið er að stinga upp á að þessum hverfum verði jafnvel lokað, samkvæmt AP fréttaveitunni. Öryggisráðið ákvað einnig að svipta árásarmenn rétti þeirra að búa á svæðinu og jafnvel jafna heimili þeirra við jörðu. Lögreglan segir að í dag hafi 70 ára gömul kona verið stungin fyrir utan strætó í Jerúsalem og þá reyndi annar maður að stinga lögreglumenn. Báðir árásarmennirnir voru skotnir til bana. Í gær létust þrír Ísraelar og einn Palestínumaður, auk tveggja árásarmanna. Undanfarnar vikur hafa átta Ísraelar látið lífið í árásum og 31 Palestínumaður. Þar af segja yfirvöld í Ísrael að 14 þeirra séu árásarmenn, en hinir létust í átökum við hermenn. Þá ætla Ísraelar ekki að koma líkum árásarmanna aftur til fjölskyldna þeirra. Gilad Erdan, öryggismálaráðherra Ísrael, sagði í dag að jarðafarir árásarmanna hafi oft á tíðum snúist upp í stuðningssamkomur þar sem fólk er hvatt til frekari árása. Árásirnar eru oft á tíðum framkvæmdar af ungu fólki, sem ekki hefur áður verið tengt við öfgasamtök og virðast þau gera árásirnar upp á sitt eindæmi. Tengdar fréttir Enn fleiri hnífaárásir í Ísrael: Þrír látnir og 16 særðir Þrír létust og að minnsta kosti 16 særðust í tveimur hnífaárásum í Jerúsalem í morgun. 13. október 2015 10:03 Fjórar hnífaárásir í Ísrael í dag Tveir árásarmenn voru skotnir til bana af öryggissveitum en enginn annar hefur látið lífið. 9. október 2015 11:20 Þrír Ísraelar féllu og yfir tuttugu særðust í árásum Hrina árása skall á höfuðborg Ísraels, Jerúsalem, í gær. Þrír féllu og að minnsta kosti tuttugu særðust. Frá þessu greindi ísraelska lögreglan í gær. 14. október 2015 07:00 Sakar leiðtoga araba um að ýta undir ofbeldi Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fer fram á að arabar í Ísrael reki öfgamenn á brott. 12. október 2015 23:01 Meinaður aðgangur að gömlu Jerúsalem Ísraelskir lögreglumenn loka borginni eftir hnífaárásir Palestínumanna. 4. október 2015 10:57 Tveir létu lífið í hnífaárás í Jerúsalem Kona og barn eru í lífshættu en árásáramaðurinn var skotinn af lögreglu. 3. október 2015 22:53 Fimm mótmælendur skotnir til bana við Gasa Hermenn Ísraelshers skutu á mótmælendur á landamærunum að Gasa í dag. 9. október 2015 14:24 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Ísraelski herinn hefur nú komið lögreglunni þar í landi til aðstoðar. Hundruð hermanna eru nú á götum borga í Ísrael eftir mikinn fjölda skot- og hnífaárása undanfarnar vikur, sem hafa valdið mikilli skelfingu meðal borgara. Öryggisráð Ísrael ákvað þar að auki í dag að veita lögreglu heimild til að loka af stórum svæðum þar sem líkur eru á árásum. Margir árásarmannanna hafa komið frá hverfum í Jerúsalem þar sem arabar eru í meirihluta. Búið er að stinga upp á að þessum hverfum verði jafnvel lokað, samkvæmt AP fréttaveitunni. Öryggisráðið ákvað einnig að svipta árásarmenn rétti þeirra að búa á svæðinu og jafnvel jafna heimili þeirra við jörðu. Lögreglan segir að í dag hafi 70 ára gömul kona verið stungin fyrir utan strætó í Jerúsalem og þá reyndi annar maður að stinga lögreglumenn. Báðir árásarmennirnir voru skotnir til bana. Í gær létust þrír Ísraelar og einn Palestínumaður, auk tveggja árásarmanna. Undanfarnar vikur hafa átta Ísraelar látið lífið í árásum og 31 Palestínumaður. Þar af segja yfirvöld í Ísrael að 14 þeirra séu árásarmenn, en hinir létust í átökum við hermenn. Þá ætla Ísraelar ekki að koma líkum árásarmanna aftur til fjölskyldna þeirra. Gilad Erdan, öryggismálaráðherra Ísrael, sagði í dag að jarðafarir árásarmanna hafi oft á tíðum snúist upp í stuðningssamkomur þar sem fólk er hvatt til frekari árása. Árásirnar eru oft á tíðum framkvæmdar af ungu fólki, sem ekki hefur áður verið tengt við öfgasamtök og virðast þau gera árásirnar upp á sitt eindæmi.
Tengdar fréttir Enn fleiri hnífaárásir í Ísrael: Þrír látnir og 16 særðir Þrír létust og að minnsta kosti 16 særðust í tveimur hnífaárásum í Jerúsalem í morgun. 13. október 2015 10:03 Fjórar hnífaárásir í Ísrael í dag Tveir árásarmenn voru skotnir til bana af öryggissveitum en enginn annar hefur látið lífið. 9. október 2015 11:20 Þrír Ísraelar féllu og yfir tuttugu særðust í árásum Hrina árása skall á höfuðborg Ísraels, Jerúsalem, í gær. Þrír féllu og að minnsta kosti tuttugu særðust. Frá þessu greindi ísraelska lögreglan í gær. 14. október 2015 07:00 Sakar leiðtoga araba um að ýta undir ofbeldi Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fer fram á að arabar í Ísrael reki öfgamenn á brott. 12. október 2015 23:01 Meinaður aðgangur að gömlu Jerúsalem Ísraelskir lögreglumenn loka borginni eftir hnífaárásir Palestínumanna. 4. október 2015 10:57 Tveir létu lífið í hnífaárás í Jerúsalem Kona og barn eru í lífshættu en árásáramaðurinn var skotinn af lögreglu. 3. október 2015 22:53 Fimm mótmælendur skotnir til bana við Gasa Hermenn Ísraelshers skutu á mótmælendur á landamærunum að Gasa í dag. 9. október 2015 14:24 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Enn fleiri hnífaárásir í Ísrael: Þrír látnir og 16 særðir Þrír létust og að minnsta kosti 16 særðust í tveimur hnífaárásum í Jerúsalem í morgun. 13. október 2015 10:03
Fjórar hnífaárásir í Ísrael í dag Tveir árásarmenn voru skotnir til bana af öryggissveitum en enginn annar hefur látið lífið. 9. október 2015 11:20
Þrír Ísraelar féllu og yfir tuttugu særðust í árásum Hrina árása skall á höfuðborg Ísraels, Jerúsalem, í gær. Þrír féllu og að minnsta kosti tuttugu særðust. Frá þessu greindi ísraelska lögreglan í gær. 14. október 2015 07:00
Sakar leiðtoga araba um að ýta undir ofbeldi Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fer fram á að arabar í Ísrael reki öfgamenn á brott. 12. október 2015 23:01
Meinaður aðgangur að gömlu Jerúsalem Ísraelskir lögreglumenn loka borginni eftir hnífaárásir Palestínumanna. 4. október 2015 10:57
Tveir létu lífið í hnífaárás í Jerúsalem Kona og barn eru í lífshættu en árásáramaðurinn var skotinn af lögreglu. 3. október 2015 22:53
Fimm mótmælendur skotnir til bana við Gasa Hermenn Ísraelshers skutu á mótmælendur á landamærunum að Gasa í dag. 9. október 2015 14:24