Einn leikur fór fram í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Malmö vann þá öruggan 3-0 sigur á Kalmar. Markus Rosenborg skoraði tvö marka sænsku meistarana og Jo Inge Berget eitt.
Kári Árnason lék allan leikinn í miðri vörn Malmö sem mætir Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.
Malmö er í 3. sæti deildarinnar með 51 stig, níu stigum á eftir toppliði Norrköping.
