Skotinn af lögreglu og barinn af almenningi fyrir misskilning Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2015 16:25 Mulu Habtom lést á sjúkrahúsi skömmu eftir árásina. Vísir/EPA Lögreglan í Ísrael leita nú fólks sem tók þátt í árás á saklausan farandverkamann í gær. Farandverkamaðurinn, Mulu Habtom frá Eritreu, hafði verið skotinn af öryggisverði fyrir misskilning og eftir það réðust vegfarendur á hann. Ísraelskur arabi gerði skotárás á umferðarmiðstöð í Beersheba í suður Ísrael. Mohannad al-Okbi, 21 árs, tók byssu af hermanninum Omri Levy, 19 ára, og skaut hann til bana. Því næst skaut hann á hóp fólks og særði tíu manns. Öryggisverðir skutu árásarmanninn til bana, en fyrir misskilning skutu þeir Habtom einnig. Vegfarendur spörkuðu í Habtom og köstuðu stólum í hann, þar sem hann lá í blóði sín á gólfi miðstöðvarinnar, en hann lést svo á sjúkrahúsi skömmu seinna. Atvikið náðist á myndband og var það birt í sjónvarpi í Ísrael í gær.Samkvæmt CNN hefur myndbandið vakið mikinn óhug í landinu þar sem gífurleg spenna ríkir nú. Átta Ísraelar og minnst 40 Palestínumenn hafa látið lífið og tugir særst vegna fjölda hnífa- og skotárása í Ísrael síðustu vikur. Talsmaður utanríkisráðuneytis Ísrael, Emmanuel Nahshon, segir atvikið til merkis um hve slæmt ástandið á svæðinu sé núna. Habtom vann á leikskóla í Ísreal, en á vef Breska ríkisútvarpsins er haft eftir einum af þeim sem tóku þátt í að ganga í skrokk á honum. „Ég sá fólk hópast í kringum hann og mér skyldist að hann væri hryðjuverkamaður. Ef ég hefði vitað að svo væri ekki hefði ég varið hann eins og sjálfan mig.“ Hann sagðist hafa verið svo hræddur að hann hefði ekki gert sér grein fyrir hvað hann væri að gera. Lögreglan leitar nú þeirra sem tóku þátt í árásinni og ætla sér að handtaka þá. Tengdar fréttir Hermenn styðja lögreglu í Ísrael Hundruð hermanna eru nú á götum borga í landinu eftir fjölda árása. 14. október 2015 17:32 Enn fleiri hnífaárásir í Ísrael: Þrír látnir og 16 særðir Þrír létust og að minnsta kosti 16 særðust í tveimur hnífaárásum í Jerúsalem í morgun. 13. október 2015 10:03 Fjórar hnífaárásir í Ísrael í dag Tveir árásarmenn voru skotnir til bana af öryggissveitum en enginn annar hefur látið lífið. 9. október 2015 11:20 Þrír Ísraelar féllu og yfir tuttugu særðust í árásum Hrina árása skall á höfuðborg Ísraels, Jerúsalem, í gær. Þrír féllu og að minnsta kosti tuttugu særðust. Frá þessu greindi ísraelska lögreglan í gær. 14. október 2015 07:00 Þrír Palestínumenn skotnir til bana Að sögn lögreglunnar höfðu þeir veist að lögregluþjónum og óbreyttum borgurum með hnífum. 17. október 2015 12:15 Kallar eftir viðræðum vegna ofbeldis Benjamin Netanyahu vill ræða við Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu, til að stöðva árásir í Ísrael. 15. október 2015 22:48 Sakar leiðtoga araba um að ýta undir ofbeldi Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fer fram á að arabar í Ísrael reki öfgamenn á brott. 12. október 2015 23:01 Fimm mótmælendur skotnir til bana við Gasa Hermenn Ísraelshers skutu á mótmælendur á landamærunum að Gasa í dag. 9. október 2015 14:24 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Lögreglan í Ísrael leita nú fólks sem tók þátt í árás á saklausan farandverkamann í gær. Farandverkamaðurinn, Mulu Habtom frá Eritreu, hafði verið skotinn af öryggisverði fyrir misskilning og eftir það réðust vegfarendur á hann. Ísraelskur arabi gerði skotárás á umferðarmiðstöð í Beersheba í suður Ísrael. Mohannad al-Okbi, 21 árs, tók byssu af hermanninum Omri Levy, 19 ára, og skaut hann til bana. Því næst skaut hann á hóp fólks og særði tíu manns. Öryggisverðir skutu árásarmanninn til bana, en fyrir misskilning skutu þeir Habtom einnig. Vegfarendur spörkuðu í Habtom og köstuðu stólum í hann, þar sem hann lá í blóði sín á gólfi miðstöðvarinnar, en hann lést svo á sjúkrahúsi skömmu seinna. Atvikið náðist á myndband og var það birt í sjónvarpi í Ísrael í gær.Samkvæmt CNN hefur myndbandið vakið mikinn óhug í landinu þar sem gífurleg spenna ríkir nú. Átta Ísraelar og minnst 40 Palestínumenn hafa látið lífið og tugir særst vegna fjölda hnífa- og skotárása í Ísrael síðustu vikur. Talsmaður utanríkisráðuneytis Ísrael, Emmanuel Nahshon, segir atvikið til merkis um hve slæmt ástandið á svæðinu sé núna. Habtom vann á leikskóla í Ísreal, en á vef Breska ríkisútvarpsins er haft eftir einum af þeim sem tóku þátt í að ganga í skrokk á honum. „Ég sá fólk hópast í kringum hann og mér skyldist að hann væri hryðjuverkamaður. Ef ég hefði vitað að svo væri ekki hefði ég varið hann eins og sjálfan mig.“ Hann sagðist hafa verið svo hræddur að hann hefði ekki gert sér grein fyrir hvað hann væri að gera. Lögreglan leitar nú þeirra sem tóku þátt í árásinni og ætla sér að handtaka þá.
Tengdar fréttir Hermenn styðja lögreglu í Ísrael Hundruð hermanna eru nú á götum borga í landinu eftir fjölda árása. 14. október 2015 17:32 Enn fleiri hnífaárásir í Ísrael: Þrír látnir og 16 særðir Þrír létust og að minnsta kosti 16 særðust í tveimur hnífaárásum í Jerúsalem í morgun. 13. október 2015 10:03 Fjórar hnífaárásir í Ísrael í dag Tveir árásarmenn voru skotnir til bana af öryggissveitum en enginn annar hefur látið lífið. 9. október 2015 11:20 Þrír Ísraelar féllu og yfir tuttugu særðust í árásum Hrina árása skall á höfuðborg Ísraels, Jerúsalem, í gær. Þrír féllu og að minnsta kosti tuttugu særðust. Frá þessu greindi ísraelska lögreglan í gær. 14. október 2015 07:00 Þrír Palestínumenn skotnir til bana Að sögn lögreglunnar höfðu þeir veist að lögregluþjónum og óbreyttum borgurum með hnífum. 17. október 2015 12:15 Kallar eftir viðræðum vegna ofbeldis Benjamin Netanyahu vill ræða við Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu, til að stöðva árásir í Ísrael. 15. október 2015 22:48 Sakar leiðtoga araba um að ýta undir ofbeldi Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fer fram á að arabar í Ísrael reki öfgamenn á brott. 12. október 2015 23:01 Fimm mótmælendur skotnir til bana við Gasa Hermenn Ísraelshers skutu á mótmælendur á landamærunum að Gasa í dag. 9. október 2015 14:24 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Hermenn styðja lögreglu í Ísrael Hundruð hermanna eru nú á götum borga í landinu eftir fjölda árása. 14. október 2015 17:32
Enn fleiri hnífaárásir í Ísrael: Þrír látnir og 16 særðir Þrír létust og að minnsta kosti 16 særðust í tveimur hnífaárásum í Jerúsalem í morgun. 13. október 2015 10:03
Fjórar hnífaárásir í Ísrael í dag Tveir árásarmenn voru skotnir til bana af öryggissveitum en enginn annar hefur látið lífið. 9. október 2015 11:20
Þrír Ísraelar féllu og yfir tuttugu særðust í árásum Hrina árása skall á höfuðborg Ísraels, Jerúsalem, í gær. Þrír féllu og að minnsta kosti tuttugu særðust. Frá þessu greindi ísraelska lögreglan í gær. 14. október 2015 07:00
Þrír Palestínumenn skotnir til bana Að sögn lögreglunnar höfðu þeir veist að lögregluþjónum og óbreyttum borgurum með hnífum. 17. október 2015 12:15
Kallar eftir viðræðum vegna ofbeldis Benjamin Netanyahu vill ræða við Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu, til að stöðva árásir í Ísrael. 15. október 2015 22:48
Sakar leiðtoga araba um að ýta undir ofbeldi Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fer fram á að arabar í Ísrael reki öfgamenn á brott. 12. október 2015 23:01
Fimm mótmælendur skotnir til bana við Gasa Hermenn Ísraelshers skutu á mótmælendur á landamærunum að Gasa í dag. 9. október 2015 14:24