Basel er áfram með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur á Lech Poznan í 2. umferð Evrópudeildarinnar í kvöld en Birkir Bjarnason kom Basel yfir í upphafi seinni hálfleiks.
Birkir fiskaði Karol Linetty af velli í upphafi seinni hálfleiks og kom Basel yfir stuttu síðar er hann lagði boltann framhjá markverði Lech Poznan af stuttu færi.
Táningurinn Breel Embolo gerði síðan út um leikinn undir lok venjulegs leiktíma er hann skoraði með föstu skoti af vítapunktinum.
Basel situr eitt í toppsæti I-riðilsins eftir leik kvöldsins með fullt hús stiga.
Birkir kom Basel á bragðið í 2-0 sigri | Sjáðu markið
Mest lesið



Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn




Miðarnir langdýrastir hjá Fulham
Enski boltinn


Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum
Enski boltinn
