Fótbolti

Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland er einn fjögurra þjóða sem er búin að tryggja sér sæti í lokakeppninni í Frakklandi.
Ísland er einn fjögurra þjóða sem er búin að tryggja sér sæti í lokakeppninni í Frakklandi. vísir/vilhelm
Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson vonast til að fá 7-8 vináttulandsleiki fram að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi.

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, þegar landsliðshópurinn fyrir leikina við Lettland og Tyrkland í undankeppni EM var tilkynntur, sagði Lagerbäck að unnið væri að því að fá tvo vináttulandsleiki í nóvember.

Í janúar 2016 er ætlunin að fá tvo vináttulandsleiki. Þeir verða þó ekki á alþjóðlegum leikdögum og því yrði hópurinn skipaður leikmönnum sem leika á Norðurlöndunum.

Einnig er gert ráð fyrir öðrum vináttulandsleikjatvíhöfða í mars en mótherjarnir þar liggja ekki fyrir fyrr en eftir dráttinn í riðla á EM 12. desember næstkomandi.

Landsliðið mun svo æfa hér á landi í lok maí og vonast landsliðsþjálfararnir eftir því að fá einn vináttulandsleik á Laugardalsvelli og annan til áður en EM hefst 10. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×