Hluti úr Berlínarmúrnum kominn til landsins Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2015 11:11 Verkið kom til landsins með Hoffelli. Mynd/Samskip Eining úr Berlínarmúrnum er nú komin til landsins en henni verður komið fyrir hjá Höfða í Reykjavík. Verkið kom til landsins með Hoffelli, skipi Samskipa, en um er að ræða gjöf til Reykjavíkurborgar frá listamiðstöðinni Neu West Berlin í tilefni af 25 ára endursameiningu Þýskalands. Í tilkynningu frá Samskip segir að götulistamaðurinn Jakob Wagner hafi myndskreytt eininguna sem var hluti Berlínarmúrsins þar sem hann lá yfir Potsdamer Platz, þar sem múrinn opnaðist hvað fyrst í nóvember 1989. „Verkið vegur um fjögur tonn og er 3,7 metra hátt. Samskip tóku að sér flutning verksins sem híft var á flutningabíl í miðborg Berlínar og flutt landleiðina, um 700 km, til Rotterdam. Þar var því skipað um borð í Hoffellið sem flutti það til Reykjavíkur. Sá hluti múrsins sem hingað kemur er einn af nokkrum sem götulistamenn skreyttu fyrir Neu West Berlin listamiðstöðina og voru hluti sýningar sem haldin var árið 2011, þegar 50 ár voru liðin frá því að Berlínarmúrinn var reistur. „Verkið er hluti af heimssögulegum viðburði og því sérstakt ánægjuefni fyrir Samskip að sjá um flutning þess frá Berlín til Reykjavíkur,” segir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa. Verkinu hefur verið valinn staður við Höfða en leiðtogafundurinn 1986 er talinn marka upphaf endaloka kalda stríðsins. Á tímum Berlínarmúrsins var Potsdamer Platz hlutlaust svæði á landamærum Austur- og Vestur-Berlínar. Áður var þar iðandi mannlíf og á fyrri hluta síðustu aldar voru þar umferðarmestu gatnamót í Evrópu. Þar hefur risið nútímalegt verslunarhverfi þar sem standa nokkrar myndskreyttar einingar úr múrnum, m.a. með myndum eftir Jakob Wagner. Jakob er 29 ára Berlínarbúi sem hefur skapað sér nafn sem götulistamaður, auk þess sem hann hefur fengist við margvíslega hönnun, s.s. á framhliðum verslana og næturklúbba. Hann gerði nýverið samning við hið þekkta fyrirtæki Rosenthal um hönnum og myndskreytingar á postulínsmunum sem hafa beina skírskotun til Berlínarmúrsins,“ segir í tilkynningunni. Stefnt er að því að verkið verði afhjúpað við formleg athöfn í tengslum við hátíðahöld á þjóðhátíðardegi Þýskalands þann 3. október næstkomandi þegar haldið verður upp á 25 ára afmæli endursameiningar Þýskalands.Mynd/SamskipMynd/Samskip Tengdar fréttir Hluti Berlínarmúrsins reistur í Reykjavík Gjöf frá Neu West Berlin listamiðstöðinni. 21. september 2015 20:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Eining úr Berlínarmúrnum er nú komin til landsins en henni verður komið fyrir hjá Höfða í Reykjavík. Verkið kom til landsins með Hoffelli, skipi Samskipa, en um er að ræða gjöf til Reykjavíkurborgar frá listamiðstöðinni Neu West Berlin í tilefni af 25 ára endursameiningu Þýskalands. Í tilkynningu frá Samskip segir að götulistamaðurinn Jakob Wagner hafi myndskreytt eininguna sem var hluti Berlínarmúrsins þar sem hann lá yfir Potsdamer Platz, þar sem múrinn opnaðist hvað fyrst í nóvember 1989. „Verkið vegur um fjögur tonn og er 3,7 metra hátt. Samskip tóku að sér flutning verksins sem híft var á flutningabíl í miðborg Berlínar og flutt landleiðina, um 700 km, til Rotterdam. Þar var því skipað um borð í Hoffellið sem flutti það til Reykjavíkur. Sá hluti múrsins sem hingað kemur er einn af nokkrum sem götulistamenn skreyttu fyrir Neu West Berlin listamiðstöðina og voru hluti sýningar sem haldin var árið 2011, þegar 50 ár voru liðin frá því að Berlínarmúrinn var reistur. „Verkið er hluti af heimssögulegum viðburði og því sérstakt ánægjuefni fyrir Samskip að sjá um flutning þess frá Berlín til Reykjavíkur,” segir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa. Verkinu hefur verið valinn staður við Höfða en leiðtogafundurinn 1986 er talinn marka upphaf endaloka kalda stríðsins. Á tímum Berlínarmúrsins var Potsdamer Platz hlutlaust svæði á landamærum Austur- og Vestur-Berlínar. Áður var þar iðandi mannlíf og á fyrri hluta síðustu aldar voru þar umferðarmestu gatnamót í Evrópu. Þar hefur risið nútímalegt verslunarhverfi þar sem standa nokkrar myndskreyttar einingar úr múrnum, m.a. með myndum eftir Jakob Wagner. Jakob er 29 ára Berlínarbúi sem hefur skapað sér nafn sem götulistamaður, auk þess sem hann hefur fengist við margvíslega hönnun, s.s. á framhliðum verslana og næturklúbba. Hann gerði nýverið samning við hið þekkta fyrirtæki Rosenthal um hönnum og myndskreytingar á postulínsmunum sem hafa beina skírskotun til Berlínarmúrsins,“ segir í tilkynningunni. Stefnt er að því að verkið verði afhjúpað við formleg athöfn í tengslum við hátíðahöld á þjóðhátíðardegi Þýskalands þann 3. október næstkomandi þegar haldið verður upp á 25 ára afmæli endursameiningar Þýskalands.Mynd/SamskipMynd/Samskip
Tengdar fréttir Hluti Berlínarmúrsins reistur í Reykjavík Gjöf frá Neu West Berlin listamiðstöðinni. 21. september 2015 20:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Hluti Berlínarmúrsins reistur í Reykjavík Gjöf frá Neu West Berlin listamiðstöðinni. 21. september 2015 20:30