Hluti úr Berlínarmúrnum kominn til landsins Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2015 11:11 Verkið kom til landsins með Hoffelli. Mynd/Samskip Eining úr Berlínarmúrnum er nú komin til landsins en henni verður komið fyrir hjá Höfða í Reykjavík. Verkið kom til landsins með Hoffelli, skipi Samskipa, en um er að ræða gjöf til Reykjavíkurborgar frá listamiðstöðinni Neu West Berlin í tilefni af 25 ára endursameiningu Þýskalands. Í tilkynningu frá Samskip segir að götulistamaðurinn Jakob Wagner hafi myndskreytt eininguna sem var hluti Berlínarmúrsins þar sem hann lá yfir Potsdamer Platz, þar sem múrinn opnaðist hvað fyrst í nóvember 1989. „Verkið vegur um fjögur tonn og er 3,7 metra hátt. Samskip tóku að sér flutning verksins sem híft var á flutningabíl í miðborg Berlínar og flutt landleiðina, um 700 km, til Rotterdam. Þar var því skipað um borð í Hoffellið sem flutti það til Reykjavíkur. Sá hluti múrsins sem hingað kemur er einn af nokkrum sem götulistamenn skreyttu fyrir Neu West Berlin listamiðstöðina og voru hluti sýningar sem haldin var árið 2011, þegar 50 ár voru liðin frá því að Berlínarmúrinn var reistur. „Verkið er hluti af heimssögulegum viðburði og því sérstakt ánægjuefni fyrir Samskip að sjá um flutning þess frá Berlín til Reykjavíkur,” segir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa. Verkinu hefur verið valinn staður við Höfða en leiðtogafundurinn 1986 er talinn marka upphaf endaloka kalda stríðsins. Á tímum Berlínarmúrsins var Potsdamer Platz hlutlaust svæði á landamærum Austur- og Vestur-Berlínar. Áður var þar iðandi mannlíf og á fyrri hluta síðustu aldar voru þar umferðarmestu gatnamót í Evrópu. Þar hefur risið nútímalegt verslunarhverfi þar sem standa nokkrar myndskreyttar einingar úr múrnum, m.a. með myndum eftir Jakob Wagner. Jakob er 29 ára Berlínarbúi sem hefur skapað sér nafn sem götulistamaður, auk þess sem hann hefur fengist við margvíslega hönnun, s.s. á framhliðum verslana og næturklúbba. Hann gerði nýverið samning við hið þekkta fyrirtæki Rosenthal um hönnum og myndskreytingar á postulínsmunum sem hafa beina skírskotun til Berlínarmúrsins,“ segir í tilkynningunni. Stefnt er að því að verkið verði afhjúpað við formleg athöfn í tengslum við hátíðahöld á þjóðhátíðardegi Þýskalands þann 3. október næstkomandi þegar haldið verður upp á 25 ára afmæli endursameiningar Þýskalands.Mynd/SamskipMynd/Samskip Tengdar fréttir Hluti Berlínarmúrsins reistur í Reykjavík Gjöf frá Neu West Berlin listamiðstöðinni. 21. september 2015 20:30 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Eining úr Berlínarmúrnum er nú komin til landsins en henni verður komið fyrir hjá Höfða í Reykjavík. Verkið kom til landsins með Hoffelli, skipi Samskipa, en um er að ræða gjöf til Reykjavíkurborgar frá listamiðstöðinni Neu West Berlin í tilefni af 25 ára endursameiningu Þýskalands. Í tilkynningu frá Samskip segir að götulistamaðurinn Jakob Wagner hafi myndskreytt eininguna sem var hluti Berlínarmúrsins þar sem hann lá yfir Potsdamer Platz, þar sem múrinn opnaðist hvað fyrst í nóvember 1989. „Verkið vegur um fjögur tonn og er 3,7 metra hátt. Samskip tóku að sér flutning verksins sem híft var á flutningabíl í miðborg Berlínar og flutt landleiðina, um 700 km, til Rotterdam. Þar var því skipað um borð í Hoffellið sem flutti það til Reykjavíkur. Sá hluti múrsins sem hingað kemur er einn af nokkrum sem götulistamenn skreyttu fyrir Neu West Berlin listamiðstöðina og voru hluti sýningar sem haldin var árið 2011, þegar 50 ár voru liðin frá því að Berlínarmúrinn var reistur. „Verkið er hluti af heimssögulegum viðburði og því sérstakt ánægjuefni fyrir Samskip að sjá um flutning þess frá Berlín til Reykjavíkur,” segir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa. Verkinu hefur verið valinn staður við Höfða en leiðtogafundurinn 1986 er talinn marka upphaf endaloka kalda stríðsins. Á tímum Berlínarmúrsins var Potsdamer Platz hlutlaust svæði á landamærum Austur- og Vestur-Berlínar. Áður var þar iðandi mannlíf og á fyrri hluta síðustu aldar voru þar umferðarmestu gatnamót í Evrópu. Þar hefur risið nútímalegt verslunarhverfi þar sem standa nokkrar myndskreyttar einingar úr múrnum, m.a. með myndum eftir Jakob Wagner. Jakob er 29 ára Berlínarbúi sem hefur skapað sér nafn sem götulistamaður, auk þess sem hann hefur fengist við margvíslega hönnun, s.s. á framhliðum verslana og næturklúbba. Hann gerði nýverið samning við hið þekkta fyrirtæki Rosenthal um hönnum og myndskreytingar á postulínsmunum sem hafa beina skírskotun til Berlínarmúrsins,“ segir í tilkynningunni. Stefnt er að því að verkið verði afhjúpað við formleg athöfn í tengslum við hátíðahöld á þjóðhátíðardegi Þýskalands þann 3. október næstkomandi þegar haldið verður upp á 25 ára afmæli endursameiningar Þýskalands.Mynd/SamskipMynd/Samskip
Tengdar fréttir Hluti Berlínarmúrsins reistur í Reykjavík Gjöf frá Neu West Berlin listamiðstöðinni. 21. september 2015 20:30 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Hluti Berlínarmúrsins reistur í Reykjavík Gjöf frá Neu West Berlin listamiðstöðinni. 21. september 2015 20:30