Ungur maður lést þegar hann ók aftan á kyrrstæðan bíl rétt austan við Rauðhóla á Suðurlandsvegi um fimmleytið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var kyrrstæði bíllinn mannlaus og enginn annar slasaðist við áreksturinn.
Lögregla vill ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu en tildrög slyssins eru enn til rannsóknar.
Lést í árekstri á Suðurlandsvegi
Bjarki Ármannsson skrifar
