Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Glódís og Hallbera stóðu upp úr 22. september 2015 22:15 Glódís Perla Viggósdóttir fagnar marki með liðsfélögum sínum í kvöld. Vísir/Vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu í sitt hvorum hálfleiknum en íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og mörkin hefðu hæglega getað orðið mun fleiri. Nánari útlistun á hverri einkunn má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6Hafði ekkert að gera í leiknum en bjargaði vel á 27. mínútu þegar Pilipenko komst inn í slæma sendingu Önnu Bjarkar til baka. Rakel Hönnudóttir, hægri bakvörður 7Studdi vel við Fanndísi og átti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 - Maður leiksinsHafði lítið fyrir því að stöðva sóknir Hvít-Rússa og átti auk þess margar frábærar sendingar fram völlinn. Frábær leikur hjá Glódísi og það fáránlegt að hugsa til þess að hún sé bara tvítug. Anna Björk Kristjánsdóttir, miðvörður 6Var nálægt því að gefa gestunum mark um miðjan fyrri hálfleik og klúðraði einnig dauðafæri eftir 13 mínútna leik en gerði annars fátt rangt. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 8Óþreytandi í að hlaupa upp og niður kantinn og átti margar gullfallegar fyrirgjafir. Ein þeirra skilaði marki og þá náði Hallbera í vítið sem Margrét Lára klúðraði. Fanndís Friðriksdóttir, hægri kantmaður 7Var mjög ógnandi og gerði vinstri bakverði gestanna lífið leitt. Átti nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem samherjum hennar tókst ekki að nýta. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7Spilaði aftar en oft áður en dreifði boltanum vel og hélt góðu tempói í spilinu. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 6Hefur átt betri landsleiki en skoraði annað markið á 70. mínútu með góðum skalla eftir flott hlaup inn í teiginn. Hólmfríður Magnúsdóttir, vinstri kantmaður 7Kom Íslandi á bragðið með góðu marki í 99. landsleiknum. Var róleg framan af seinni hálfleik en óx ásmeginn eftir því sem leið á hann. Margrét Lára Viðarsdóttir, framherji 7Var mikið í spilinu og síógnandi. Átti nokkrar fínar tilraunir en gekk illa að koma boltanum á markið. Hefði getað fagnað tímamótaleiknum með marki en skaut hátt yfir úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Harpa Þorsteinsdóttir, framherji 6Gerði frábærlega þegar hún lagði upp markið fyrir Hólmfríði. Tók vel á móti boltanum og var lífleg í fyrri hálfleik. Spilaði ekki vel í seinni hálfleik og átti oft í vandræðum með ná tökum á og hreinlega hitta boltann inni í vítateignum.Varamenn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir 5 (kom inn á fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur á 70. mínútu) Sást ekki mikið en fór illa með gott færi skömmu eftir að hún kom inn á.Sandra María Jessen - (kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur á 84. mínútu) Spilaði síðustu mínúturnar en sást lítið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - (kom inn á fyrir Margréti Láru Viðarsdóttur á 89. mínútu) Kom inn á þegar Margrét Lára fékk heiðursskiptingu undir lokin. Íslenski boltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu í sitt hvorum hálfleiknum en íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og mörkin hefðu hæglega getað orðið mun fleiri. Nánari útlistun á hverri einkunn má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6Hafði ekkert að gera í leiknum en bjargaði vel á 27. mínútu þegar Pilipenko komst inn í slæma sendingu Önnu Bjarkar til baka. Rakel Hönnudóttir, hægri bakvörður 7Studdi vel við Fanndísi og átti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 - Maður leiksinsHafði lítið fyrir því að stöðva sóknir Hvít-Rússa og átti auk þess margar frábærar sendingar fram völlinn. Frábær leikur hjá Glódísi og það fáránlegt að hugsa til þess að hún sé bara tvítug. Anna Björk Kristjánsdóttir, miðvörður 6Var nálægt því að gefa gestunum mark um miðjan fyrri hálfleik og klúðraði einnig dauðafæri eftir 13 mínútna leik en gerði annars fátt rangt. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 8Óþreytandi í að hlaupa upp og niður kantinn og átti margar gullfallegar fyrirgjafir. Ein þeirra skilaði marki og þá náði Hallbera í vítið sem Margrét Lára klúðraði. Fanndís Friðriksdóttir, hægri kantmaður 7Var mjög ógnandi og gerði vinstri bakverði gestanna lífið leitt. Átti nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem samherjum hennar tókst ekki að nýta. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7Spilaði aftar en oft áður en dreifði boltanum vel og hélt góðu tempói í spilinu. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 6Hefur átt betri landsleiki en skoraði annað markið á 70. mínútu með góðum skalla eftir flott hlaup inn í teiginn. Hólmfríður Magnúsdóttir, vinstri kantmaður 7Kom Íslandi á bragðið með góðu marki í 99. landsleiknum. Var róleg framan af seinni hálfleik en óx ásmeginn eftir því sem leið á hann. Margrét Lára Viðarsdóttir, framherji 7Var mikið í spilinu og síógnandi. Átti nokkrar fínar tilraunir en gekk illa að koma boltanum á markið. Hefði getað fagnað tímamótaleiknum með marki en skaut hátt yfir úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Harpa Þorsteinsdóttir, framherji 6Gerði frábærlega þegar hún lagði upp markið fyrir Hólmfríði. Tók vel á móti boltanum og var lífleg í fyrri hálfleik. Spilaði ekki vel í seinni hálfleik og átti oft í vandræðum með ná tökum á og hreinlega hitta boltann inni í vítateignum.Varamenn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir 5 (kom inn á fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur á 70. mínútu) Sást ekki mikið en fór illa með gott færi skömmu eftir að hún kom inn á.Sandra María Jessen - (kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur á 84. mínútu) Spilaði síðustu mínúturnar en sást lítið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - (kom inn á fyrir Margréti Láru Viðarsdóttur á 89. mínútu) Kom inn á þegar Margrét Lára fékk heiðursskiptingu undir lokin.
Íslenski boltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn