Innlent

Bubbalög komin á bannlista

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Bubbi Morthens stóð við stóru orðin og leitaði aðstoðar STEFs, sem farið hefur fram á að lög hans verði ekki spiluð á Útvarpi Sögu.
Bubbi Morthens stóð við stóru orðin og leitaði aðstoðar STEFs, sem farið hefur fram á að lög hans verði ekki spiluð á Útvarpi Sögu. vísir/gva
Einn tónlistarmaður hefur leitað til STEFs og farið fram á að tónlist hans verði ekki framar spiluð á Útvarpi Sögu. Um er að ræða Bubba Morthens, en hann segir stöðina ala á fordómum og mannhatri.

Bubbi setti inn færslu á Facebook á dögunum þess efnis að Útvarp Saga mætti ekki lengur spila eftir hann tónlist. Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir gerði það einnig, en Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri sagði í samtali við Vísi að engin formleg beiðni hefði borist og því væru lögin enn í spilun.

Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, staðfesti í samtali við Reykjavík síðdegis að slík beiðni hefði borist frá Bubba. „STEF gerir almennt samninga við útvarpsstöðvar, þá sem flytja tónlistina opinberlega og í þeim samningum fær viðkomandi útvarpsstöð heimild til að spila hvaða tónlist sem er, og þá höfum við í raun ekkert um það að segja hvaða tónlist það er. Því ráða þeir alveg sjálfir og þess vegna spilað sama lagið í 24 tíma á sólarhring,“ segir hún.

Hún segir þó að í samningunum sé ákvæði um að einstakir höfundar geti lagt bann við því að verk þeirra sé flutt hjá viðkomandi fyrirtæki. „En þá þarf stef að tilkynna viðkomandi samningshafa, viðkomandi útvarpsstöð, um slíkt bann með mánaðarfyrirvara,“ segir Guðrún Lög Bubba munu því heyra sögunni til á Útvarpi Sögu frá og með októberlokum.

Hlýða má á viðtalið við Guðrúnu í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×