Verksmiðja Thorsil í Helguvík mun rísa: Niðurstaða íbúakosninga skiptir engu máli Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 28. september 2015 19:10 Frá Helguvík. Vísir/GVA Íbúakosning um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík hefur litla sem enga þýðingu þar sem verksmiðjan rís hvað sem íbúar kjósa að gera. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að vilji bæjarfulltrúanna standi til þess að hún rísi. „Fyrirtækið er komið með starfsleyfi og verkefnið er að fara í gang,” segir Kjartan og bendir á að bæjarfulltrúar hafi margir lýst því yfir að þeir muni ekki láta niðurstöðu kosningarinnar hafa nein áhrif á sig. Tvær kísilmálmverksmiðjur eiga að rísa í Helguvík. Annarsvegar United Silicon, sem á að vera tilbúin næsta vor, og hinsvegar verksmiðja Thorsil, sem hefur nýlega fengið starfsleyfi en framkvæmdir eiga að hefjast næsta vor.Í fararbroddi íbúakosningaBæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í ágúst að efna til íbúakosninga í nóvember vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil, eftir að fjórðungur bæjarbúa hafði krafist þess í atkvæðagreiðslu. Bæjarráð fól bæjarstjóra sínum að undirbúa kosninguna en samþykkti jafnframt að niðurstaðan yrði ekki bindandi.Halda áfram á sömu vegferðÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók atkvæðagreiðsluna sem dæmi um að Samfylkingin væri í fararbroddi hvað varðaði íbúðalýðræði á flokksstjórnarfundi flokksins fyrir rúmri viku. Það rímar ekki við orð bæjarstjórans í Reykjanesbæ sem segir að niðurstaða íbúakosninganna skipti í raun engu máli, stóriðja í Helguvík hafi verið í undirbúningi í mörg ár og menn ætli að halda áfram á þeirri vegferð. „Lögin eru svona og reglugerðirnar eru svona,“ segir Kjartan Már um íbúakosninguna. „Við látum kosninguna fara fram og framkvæmdum hafa eins vandlega og við getum en niðurstaðan í sjálfu sér skiptir engu máli.“ Tengdar fréttir Íbúakosning vegna Helguvíkur fer fram í nóvember Til stendur að reisa kísilverksmiðju í Helguvík en hópur íbúa sem berst gegn frekari stóriðju efndi til undirskriftasöfnunar þar sem íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi var krafist. 27. ágúst 2015 12:14 Thorsil úthlutað starfsleyfi í Helguvík Gert er ráð fyrir að rekstur kísilmálmverksmiðju í Helgavík hefjist í byrjun árs 2018. 15. september 2015 15:10 Lögreglan kölluð til vegna undirskriftasöfnunar í Reykjanesbæ Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. 24. júlí 2015 14:35 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Íbúakosning um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík hefur litla sem enga þýðingu þar sem verksmiðjan rís hvað sem íbúar kjósa að gera. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að vilji bæjarfulltrúanna standi til þess að hún rísi. „Fyrirtækið er komið með starfsleyfi og verkefnið er að fara í gang,” segir Kjartan og bendir á að bæjarfulltrúar hafi margir lýst því yfir að þeir muni ekki láta niðurstöðu kosningarinnar hafa nein áhrif á sig. Tvær kísilmálmverksmiðjur eiga að rísa í Helguvík. Annarsvegar United Silicon, sem á að vera tilbúin næsta vor, og hinsvegar verksmiðja Thorsil, sem hefur nýlega fengið starfsleyfi en framkvæmdir eiga að hefjast næsta vor.Í fararbroddi íbúakosningaBæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í ágúst að efna til íbúakosninga í nóvember vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil, eftir að fjórðungur bæjarbúa hafði krafist þess í atkvæðagreiðslu. Bæjarráð fól bæjarstjóra sínum að undirbúa kosninguna en samþykkti jafnframt að niðurstaðan yrði ekki bindandi.Halda áfram á sömu vegferðÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók atkvæðagreiðsluna sem dæmi um að Samfylkingin væri í fararbroddi hvað varðaði íbúðalýðræði á flokksstjórnarfundi flokksins fyrir rúmri viku. Það rímar ekki við orð bæjarstjórans í Reykjanesbæ sem segir að niðurstaða íbúakosninganna skipti í raun engu máli, stóriðja í Helguvík hafi verið í undirbúningi í mörg ár og menn ætli að halda áfram á þeirri vegferð. „Lögin eru svona og reglugerðirnar eru svona,“ segir Kjartan Már um íbúakosninguna. „Við látum kosninguna fara fram og framkvæmdum hafa eins vandlega og við getum en niðurstaðan í sjálfu sér skiptir engu máli.“
Tengdar fréttir Íbúakosning vegna Helguvíkur fer fram í nóvember Til stendur að reisa kísilverksmiðju í Helguvík en hópur íbúa sem berst gegn frekari stóriðju efndi til undirskriftasöfnunar þar sem íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi var krafist. 27. ágúst 2015 12:14 Thorsil úthlutað starfsleyfi í Helguvík Gert er ráð fyrir að rekstur kísilmálmverksmiðju í Helgavík hefjist í byrjun árs 2018. 15. september 2015 15:10 Lögreglan kölluð til vegna undirskriftasöfnunar í Reykjanesbæ Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. 24. júlí 2015 14:35 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Íbúakosning vegna Helguvíkur fer fram í nóvember Til stendur að reisa kísilverksmiðju í Helguvík en hópur íbúa sem berst gegn frekari stóriðju efndi til undirskriftasöfnunar þar sem íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi var krafist. 27. ágúst 2015 12:14
Thorsil úthlutað starfsleyfi í Helguvík Gert er ráð fyrir að rekstur kísilmálmverksmiðju í Helgavík hefjist í byrjun árs 2018. 15. september 2015 15:10
Lögreglan kölluð til vegna undirskriftasöfnunar í Reykjanesbæ Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. 24. júlí 2015 14:35