Verksmiðja Thorsil í Helguvík mun rísa: Niðurstaða íbúakosninga skiptir engu máli Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 28. september 2015 19:10 Frá Helguvík. Vísir/GVA Íbúakosning um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík hefur litla sem enga þýðingu þar sem verksmiðjan rís hvað sem íbúar kjósa að gera. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að vilji bæjarfulltrúanna standi til þess að hún rísi. „Fyrirtækið er komið með starfsleyfi og verkefnið er að fara í gang,” segir Kjartan og bendir á að bæjarfulltrúar hafi margir lýst því yfir að þeir muni ekki láta niðurstöðu kosningarinnar hafa nein áhrif á sig. Tvær kísilmálmverksmiðjur eiga að rísa í Helguvík. Annarsvegar United Silicon, sem á að vera tilbúin næsta vor, og hinsvegar verksmiðja Thorsil, sem hefur nýlega fengið starfsleyfi en framkvæmdir eiga að hefjast næsta vor.Í fararbroddi íbúakosningaBæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í ágúst að efna til íbúakosninga í nóvember vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil, eftir að fjórðungur bæjarbúa hafði krafist þess í atkvæðagreiðslu. Bæjarráð fól bæjarstjóra sínum að undirbúa kosninguna en samþykkti jafnframt að niðurstaðan yrði ekki bindandi.Halda áfram á sömu vegferðÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók atkvæðagreiðsluna sem dæmi um að Samfylkingin væri í fararbroddi hvað varðaði íbúðalýðræði á flokksstjórnarfundi flokksins fyrir rúmri viku. Það rímar ekki við orð bæjarstjórans í Reykjanesbæ sem segir að niðurstaða íbúakosninganna skipti í raun engu máli, stóriðja í Helguvík hafi verið í undirbúningi í mörg ár og menn ætli að halda áfram á þeirri vegferð. „Lögin eru svona og reglugerðirnar eru svona,“ segir Kjartan Már um íbúakosninguna. „Við látum kosninguna fara fram og framkvæmdum hafa eins vandlega og við getum en niðurstaðan í sjálfu sér skiptir engu máli.“ Tengdar fréttir Íbúakosning vegna Helguvíkur fer fram í nóvember Til stendur að reisa kísilverksmiðju í Helguvík en hópur íbúa sem berst gegn frekari stóriðju efndi til undirskriftasöfnunar þar sem íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi var krafist. 27. ágúst 2015 12:14 Thorsil úthlutað starfsleyfi í Helguvík Gert er ráð fyrir að rekstur kísilmálmverksmiðju í Helgavík hefjist í byrjun árs 2018. 15. september 2015 15:10 Lögreglan kölluð til vegna undirskriftasöfnunar í Reykjanesbæ Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. 24. júlí 2015 14:35 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Íbúakosning um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík hefur litla sem enga þýðingu þar sem verksmiðjan rís hvað sem íbúar kjósa að gera. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að vilji bæjarfulltrúanna standi til þess að hún rísi. „Fyrirtækið er komið með starfsleyfi og verkefnið er að fara í gang,” segir Kjartan og bendir á að bæjarfulltrúar hafi margir lýst því yfir að þeir muni ekki láta niðurstöðu kosningarinnar hafa nein áhrif á sig. Tvær kísilmálmverksmiðjur eiga að rísa í Helguvík. Annarsvegar United Silicon, sem á að vera tilbúin næsta vor, og hinsvegar verksmiðja Thorsil, sem hefur nýlega fengið starfsleyfi en framkvæmdir eiga að hefjast næsta vor.Í fararbroddi íbúakosningaBæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í ágúst að efna til íbúakosninga í nóvember vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil, eftir að fjórðungur bæjarbúa hafði krafist þess í atkvæðagreiðslu. Bæjarráð fól bæjarstjóra sínum að undirbúa kosninguna en samþykkti jafnframt að niðurstaðan yrði ekki bindandi.Halda áfram á sömu vegferðÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók atkvæðagreiðsluna sem dæmi um að Samfylkingin væri í fararbroddi hvað varðaði íbúðalýðræði á flokksstjórnarfundi flokksins fyrir rúmri viku. Það rímar ekki við orð bæjarstjórans í Reykjanesbæ sem segir að niðurstaða íbúakosninganna skipti í raun engu máli, stóriðja í Helguvík hafi verið í undirbúningi í mörg ár og menn ætli að halda áfram á þeirri vegferð. „Lögin eru svona og reglugerðirnar eru svona,“ segir Kjartan Már um íbúakosninguna. „Við látum kosninguna fara fram og framkvæmdum hafa eins vandlega og við getum en niðurstaðan í sjálfu sér skiptir engu máli.“
Tengdar fréttir Íbúakosning vegna Helguvíkur fer fram í nóvember Til stendur að reisa kísilverksmiðju í Helguvík en hópur íbúa sem berst gegn frekari stóriðju efndi til undirskriftasöfnunar þar sem íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi var krafist. 27. ágúst 2015 12:14 Thorsil úthlutað starfsleyfi í Helguvík Gert er ráð fyrir að rekstur kísilmálmverksmiðju í Helgavík hefjist í byrjun árs 2018. 15. september 2015 15:10 Lögreglan kölluð til vegna undirskriftasöfnunar í Reykjanesbæ Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. 24. júlí 2015 14:35 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Íbúakosning vegna Helguvíkur fer fram í nóvember Til stendur að reisa kísilverksmiðju í Helguvík en hópur íbúa sem berst gegn frekari stóriðju efndi til undirskriftasöfnunar þar sem íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi var krafist. 27. ágúst 2015 12:14
Thorsil úthlutað starfsleyfi í Helguvík Gert er ráð fyrir að rekstur kísilmálmverksmiðju í Helgavík hefjist í byrjun árs 2018. 15. september 2015 15:10
Lögreglan kölluð til vegna undirskriftasöfnunar í Reykjanesbæ Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. 24. júlí 2015 14:35